Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 64

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 64
skápa, gera við leka, draga í raf- magnsleiðslur, fylla út skattfram- töl, rukka vanskilareikninga, redda uppskurðum án sex mánaða biðar, gera við tennurnar í krökk- unum og útvega umframgjaldeyri, allt fyrir sanngjarnt verð. Reksturinn gengur skammlaust Eigandinn telur aldrei fram nema helming af sinni vinnu hvort sem hún er unnin að degi eða kvöldi og þar að auki er svona 15% af vinnu starfsmannanna talinn fram sem dauður tími. Með því að reka verkstæðið á þennan hátt getur eigandinn rekið verkstæðið skammlaust á verð- stöðvunartímum (opinberlega er auðvitað alltaf stórtap). Hann á kannski líka einbýlishús í Breið- holtinu (byggt meö hjálp kunn- ingjanna), á tvo bíla sjálfur, heldur úti tveim krökkum í langskólanámi, skreppur annað hvort ár í sólar- landaferð og dettur í það öðru hverju. Hann hefur það sem sagt sæmilegt en hugsar samt oft um það hvort hann hefði ekki jafnvel haft meira upp úr sér með því að vinna fyrir aðra frekar en að standa í öllu því stressi sem fylgir þvi að endalaust rukka fólk sem á ekki pening, sífellt bjargandi víxl- um, sofa oft ekki aðfararnætur föstudaga út af áhyggjum yfir því að eiga ekki vinnulaun fyrir mann- skapinn og þar að auki sjá fram á það, að enginn krakkanna vilji nokkurn tíma koma nálægt rekstr- inum. Starfsmennirnir hafa það líka alveg þokkalegt, en þurfa náttúru- lega að vinna mikið. Aukapening- urinn er góöur og heldur þeim uppi. Stundum er auðvitaö minna að gera og þá er illa séð að mikið sé veriö að gera í aukaviðskiptum. Mennirnir vinna til að fá eitthvað í staðinn. Nú höfum við í stórum dráttum lýst hluta af neðanjarðarhagkerf- inu eins og við ímyndum okkur það. En við skulum líta nánar á hvað ræður umfangi þessarar neðanjarðarstarfsemi. Starfsmennirnir verða að ákveða hvort þeir eiga að vinna á kvöldin og um helgar við að gera við bíla fyrir kunningjana. Það er tvennt sem aðallega skiptir máli við þær ákvarðanir. í fyrsta lagi er verið að fórna frí- tíma sem hægt er að nota til að vera með fjölskyldunni (endrum og eins), skreppa á völlinn eða í höllina, fara í bíó, hirða lóðina, hjálpa konunni við að taka húsið í gegn og svo framvegis. Það er ekki til þess vinnandi að fórna þessum frítíma nema eitt- hvað sé upp úr aukaviðskiptunum að hafa og þegar flestum sköttum er sleppt af því sem unnið er auk- reitis, kemur það náttúrulega út sem hærra kaup fyrir þá vinnu. Og þegar sæmilegt kaup má hafa í neðanjarðarvinnunni er það fyrst leggjandi á sig að vinna nokkur kvöld og tvær þrjár helgar í mán- uði fyrir betri bíl, betri sólarlanda- ferð, kvöldi á góðum veitingastað eða málverkinu sem konan er búin að biðja um síðustu þrjú árin. í öðru lagi er það svo spurning þegar verið er aö byggja, hvort eigi frekar að leggja tíma í íbúðina eða húsið en taka neðanjaröarvinnu. Ef tiltölulega lítió er að hafa upp úr neðanjarðarvinnu þá eru náttúru- lega meiri líkur á því að alveg eins gott sé að mála og flísaleggja sjálfur þótt það taki helmingi lengri tíma en hjá kunningjanum sem er fagmaður og það sé auk þess mun verr gert. En þegar litlir sem engir skattar eru greiddir af neðanjarð- arvinnunni og þegar jafnvel hluta af söluskattinum er bætt ofan á til viðbótar, fer það að geta komið betur út að gera við bíla öll kvöld og helgar og ráða kunningja sem kunna almennilega til verka til að setja íbúðina í stand. Eigandinn er líka að bjarga sér Eigandinn stendur líka frammi fyrir þessum sömu ákvörðunum hvað varðar aukavinnu og frítíma eða vinnu við eigin húsnæði. En hann veröur líka að taka ákvarð- anir um það hvernig á að reka verkstæðið og þar meö talið hvort telja eigi fram allan söluskattinn og hvort eigi að vantelja tekjur. Annars vegar er um þaö að ræöa að hann veit að sumir kunn- ingjar eru hálfvolgir í viðskipt- unum. Þeir til dæmis draga að láta gera við bremsur, skipta um kúplingsdiska eða láta jafnvel ekki fara yfir platínur, kerti og stillingar með reglulegu millibili. Til þess svo að örva viðskiptin við kunn- ingjana þá er oft gott ráð að skipta söluskattinum á milli sín og gefa þeim þá 10% afslátt. Hins vegar er það löngu viðurkennt af öllum sem eitthvað vit hafa á atvinnurekstri að ekki er nokkur lífsins leið að reka fyrirtæki upp á þau býti sem verðlagsyfirvöld segja fyrir um. Verölagsyfirvöld hafa sjaldnast fengist til að ræða þá útreikninga sem fyrir þau eru lagðir þegar beðið er um hækkanir vegna þess að þau geta aldrei gefið neinar skynsamlegar ástæður fyrir því að neita hækkunum. Það er því nærtækasta ráðið að hækka hjá sér með því að gefa minna upp til skatts. Það er nátt- úrulega alltaf töluverð áhætta sem fylgir slíku en þá áhættu er auð- veldara að taka, þegar stífni verð- lagsyfirvalda keyrir um þverbak og eins þegar skattarnir hækka. Samhjálp er rík í neðanjarðarhagkerfinu Þeir sem eru hinir aðilar þessara viðskipta verða líka að taka sínar ákvarðanir um neðanjarðarvið- skipti og vantal á skatti. Smiðurinn sem setur upp tré- verkið þarf að ákveða hvort hann fær nógu mikið kaup til að fórna frítíma eða hvort hann eigi jafnvel að gera við bílinn sinn sjálfur. Tannlæknirinn þarf að ákveða hvort hann eigi að skjóta krökkum verkstæðiseigandans inn í sjúklingaröðina þótt það þýði hálftíma lengra dagsverk. Og lög- fræðingurinn þarf að ákveða hvað hann eigi að eyða miklum tíma í að eltast við smáreikninga fyrir verk- stæðiseigandann. Smiðurinn, tannlæknirinn og lögfræðingurinn telja kannski ekki allar sínar tekjur fram til skatts og geta þá í slíkum tilfellum reiknað sér hærra kaup, sem gerir það þess virði að vinna meira. En þeir eru líka að leggja inn ,,good will" hjá mönnunum á verkstæðinu. Reyndar byggist allt neðanjarð- arhagkerfið á gagnkvæmum ,,good will" og gagnkvæmu trausti. Ef annar aðili viðskiptanna er líklegur til að kjafta frá eða hafa hátt, þá verður ekkert af viðskipt- unum. En þegar viðskiptin ganga 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.