Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 72

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 72
A Selfossi er byggt bæði mikið og stórt Það er mikið byggt á Sel- fossi og sjást þess glöggt merki þegar ekið er yfir Ölfusárbrú. Sitt hvorum megin við brúarsporðinn blasa við tvö stórhýsi, sem bæði eru í bygg- ingu, en mismunandi langt á veg komin. Vinstra megin við brúna og við aðalgötu bæjar- ins, Austurveg, er langt komið byggingu verslunarmiðstöðv- ar Kaupfélags Árnesinga. Þangað mun kaupfélagið flytja með verslunar- og skrifstofu- starfsemi sína undir næstu áramót. Og til hægri — spöl- korn frá brúnni — er að rísa Félagsheimili sem að sögn heimamanna er hið stærsta í landlnu. Félagsheimili og Fjölbrautarskóli Félagsheimili er e.t.v. ekki rétt- nefni yfir það stórhýsi sem þarna er að rísa, því auk veitinga- og danssala, veröur þarna góö að- staða til ráðstefnuhalds, kvik- myndasalur og leikhús með stóru og fullkomnu vökvaknúnu sviði, og loks hótel með allt að 25 gisti- herbergjum á þriðju og efstu hæð hússins. Byggingin er við hlið gamla Selfossbíós, sem var meðal fyrstu kvikmyndahúsa á landinu utan Reykjavíkur, og hófust fram- kvæmdir við hana áriö 1974. Svæðið frá Félagsheimili og að bökkum Ölfusár verður síðan ræktað, tré gróðursett og runnar og grasbalar á milli. Um þetta og fleira var rætt á stuttum fundi með bæjarstjóra Selfoss, Erlendi Hálfdánarsyni, og formanni bæjarráðs, Hafsteini Þorvaldssyni, en síðan voru þessi og fleiri framkvæmdir skoðaðar í fylgd með félagsmálastjóra bæjar- ins, Jóni Stefánssyni. Annað stórverkefni er bygging undir starfsemi Fjölbrautarskóla Suðurlands sem tekur til starfa nú í haust með um 200 nemendur. Að því standa sýslurnar þrjár, V-Skaftafells-, Rangárvalla- og Arnessýslur, og bærinn. Skólinn sameinar allt framhaldsskólanám, þ.e. Gagnfræðaskóla og Iðnskóla, og rætt hefur verið um að flytja þangað starfsemi öldungadeildar- innar í Hverageröi. Fyrsta áfanga í byggingu skóla- hússins er þegar lokið. Það er 800 ferm verknámshús, en áætlað er að öðrum framkvæmdum Ijúki á næstu fjórum árum. íþróttamiðstöðin Þá er verið að ganga frá upp- byggingu 25 hektara útivistar- svæðis fyrir íþróttaiðkanir hvers konar, tjaldstæöi og almenna úti- 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.