Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 55

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 55
Um 1: í 2. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda segir að öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi sé rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkom- andi starfsstéttar eða starfshóps, enda starfi lífeyrissjóðurinn skv. sérstökum lögum eða reglugerð sem staðfest hafi verið af fjármála- ráðuneytinu. Verði ágreiningur um það til hvaða lífeyrissjóðs iðgjöld skuli greidd, úrskurðar fjármála- ráðuneytið þar um. I 3. gr. sömu laga segir, að eigi maður ekki sjálfsagða aðild að sjóði skv. 2. gr. velji hann sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa. Sé tryggingarskyldu ekki fullnægt með þessum hætti, skal henni fullnægt með iðgjaldagreiðslum til lífeyrissjóðs, er úrskurðaraðili skv. 2. gr. (þ.e. fjármálaráðuneytið) vísar til, og með samkomulagi við viðkomandi lífeyrissjóð. í 4. gr. eru ákvæöi um lágmarksiðgjöld og greiðslur þeirra og er þar m.a. rætt um það að iðgjald geti miðast við reiknað endurgjald fyrir störf við eigin rekstur og vísað til laga um tekju- og eignarskatt í því sam- bandi. Frumvarp til framangreindra laga var samið á vegum hinnar svonefndu 8-manna lífeyrisnefnd- ar Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands, Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna, en formaður nefndarinnar var til- nefndur af ríkisstjórninni. í at- hugasemdum nefndarinnar, sem fylgdu frumvarpinu, var rifjað upp að Alþingi hefði í desember 1979 samþykkt frumvarp til laga um eft- irlaun aldraðra (lög nr. 97/1979), en meó þeim lögum var lág- marksréttur til eftirlauna skv. lög- um um eftirlaun aldraðra félaga í stéttarfélögum (sem voru nr. 63/1971) gerður að almennum rétti. Bent var á, að í lögunum um eftirlaun aldraðra séu ákvæði er komi í veg fyrir, að menn geti hætt við lífeyristryggingu, er þeir greiða iðgjald af og njóta nú, og notið í staðinn réttinda samkvæmt eftir- launalögunum. Sagði í athuga- semdunum, að telja verði óeðli- legt, að krafizt sé fullrar greiðslu af þeim sem orðið hafa eða kosið að gerast félagar í lífeyrissjóði, en hinir sem látið hafi þátttöku undir höfuð leggjast eða hafi ekki átt á henni kost með sjálfsögðum hætti, öðlist réttindi án greiðslu, ekki einungis fyrir liðinn tíma, heldur einnig framvegis. Síðan segir: ,,Eftir gildistöku eftirlaunalag- anna er því óhjákvæmilegt að þegar verði komið á skylduaðild að lífeyrissjóði fyrir þá starfandi menn, sem þátttökuskylda nær enn ekki til samkvæmt lögum eða kjarasamningum. Tilgangur þess- arar lagasetningar sem hér er gerð tillaga um, er þannig að tryggja að allir starfandi menn beri á sama hátt kostnað af líf- eyristryggingum eftir að nær öll- um landsmönnum hefur verið tryggður sá lágmarksréttur til eft- irlauna sem felst í lögunum um eftirlaun aldraðra". í greinargerð með 2. gr. frum- varpsins sagði að greinin væri að því er láglaunafólk varðaði í aðal- atriðum óbreytt frá 2. gr. laga nr. 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.