Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 43
Ástæðan fyrir þessari einstæðu
þróun er ekki sú að flugfélögin séu
að búa sig undir að berast meira á í
vélakosti og þjónustu né heldur að
þau geri það af fúsum og frjálsum
vilja að losa sig við þessar vélar,
sem yfirleitt eru að mestu afskrif-
aðar eftir 40.000 eða 60.000 flug-
stundir (85.000 flugstundir að því
er tekur til nokkurra af elstu DC-8
þotunum), og eiga því enn langa
framtíð fyrir sér. Það sem því
veldur að mörg flugfélög eru nú
nauðbeygð til að selja eldri vélar í
flugflota sínum eru margir sam-
virkandi þættir — m.a. þeirsem nú
verða taldir:
Nýjar reglur um hávaða og
mengun, sem koma til fram-
kvæmda í Bandaríkjunum árið
1985 og þremur árum síðar í
öðrum aðildarríkjum I.C.A.O., ná til
reksturs rúmlega 900 flugvéla sem
nú eru í notkun. Mótorskipti eru
kostnaðarsöm, t.d. á DC-8 vélum,
og að margra dómi borgar sig ekki
að leggja út í þau. Undantekningar
eru félög sem eiga margar, burð-
armiklar vélar af sömu gerð sem
ekki standast hinar nýju kröfur.
Meðal þeirra er bandaríska félagið
United Airlines sem á 70 vélar af
gerðinni DC-8-61 og hefurákveðið
að láta gera mótorskipti á þeim
öllum. Önnur flugfélög vilja heldur
selja vélarnar en leggja út í þennan
kostnað — og kauþendur eru
flestir meðal fraktflugfélaga og
leiguflugfélaga sem vonast til þess
að geta afskrifað þær að fullu áður
en nýju reglurnar koma til fram-
kvæmda.
Þá hefur stórfelld hækkun elds-
neytis gjörbreytt rekstrargrund-
velli flugfélaganna og knýr það
einkum hin stærri til að selja.
Franska stórblaðið Le Monde
hefur það eftir talsmanni Air
France að áður fyrr hafi flugvéla-
kaup numið 20% af rekstrargjöld-
unum en eldsneytið 10%. Nú hafa
þessar tölur snúist við þannig að
17% fara til vélakaupa og 24% til
eldsneytiskaupa. Þetta er m.a.
ástæðan fyrir því að flugfélög vilja
nú í æ ríkara mæli losa sig við áður
vinsælar vélar, eins og t.d. Cara-
velle og Boeing-707 þotur af elstu
gerð. Þetta er einnig ástæðan fyrir
því að meira ber nú á því en áður
að flugfélög vilja selja nýlegar
vélar og nota peningana til að
kaupa aðrar nýrri sem uppfylla
betur kröfurnar — allt innan
ramma þess hlutfalls sem flug-
vélakaup eru nú í rekstrinum.
Lufthansa reið á vaðið
með sölu á sjö
B-747 breiðþotum
Þýska flugfélagið Lufthansa reið
á vaðið í viðskiptum á þessum
grundvelli er það seldi sjö 747
breiðþotur á árunum 1978 og 1979
fyrir sama verð (í Bandaríkjadoll-
urum) og það hafði keypt þær.
Þá má nefna að bandaríska
flugfélagið Braniff International
hefur gjörbreytt upþbyggingu
flugflota síns í kjölfar mikils tap-
reksturs. Eftir fjöldasölu á eldri
vélum — sex til átta árum fyrr en til
stóð — er meðalaldur véla í flug-
flota félagsins nú undir fjórum
árum.
Og að því er varðar Air France
þá stendur nú fyrir dyrum sala á
fyrstu Airbusvélum félagsins.
Kauþandinn er franska innan-
landsfélagið Air Inter og er talað
um sölu á tveimur slíkum risavél-
um.
Uppgrip fyrir
minni flugfélög
Margar þeirra véla sem nú eru á
sölulistum eru langt frá því að vera
gamlir jálkar og fást á allt að því
útsöluverði. Þetta eru því uppgrip
fyrir minni félög og leiguflugfélög
sem ekki hafa bolmagn til að
standa undir fjármögnun til kaupa
á nýjum vélum og kjörið tækifæri
fyrir þau að byggja upp flugflota
sinn. Mörg hafa þegar gert það og
fleiri eiga sjálfsagt eftir að gera
það.
Þannig hefur Air Inter þegar selt
leiguflugfélaginu Altair í Feneyjum
tvær Caravelle-3 vélar og samn-
ingar eru langt komnir um sölu á
þremur öðrum til flugfélagsins
Intercontinental Airlines í Nígeríu.
Suður-Ameríka er stór markaður
fyrir notaðar vélar frá Evrópu og
Ameríku. Gamlar Caravellevélar
frá Alitalia fljúga nú í litum flugfé-
laga í Kolombíu og Equador. Einnig
seldi Alitalia nýverið perúska flug-
félaginu Aeroperu tvær DC-8 62
þotur (sem lagt hafói verið fyrr í
vor) á kaup-leigusamningum (á
4,8 milljón dollara til fjögurra ára),
og samningar standa yfir um sölu
á tveimur af sömu gerð til
Venezuela, einni til Kolombíu og
sennilega þeirri fjórðu til Equador.
Áður hafði Aeroqeru keypt tvær
notaðar Boeing-727 vélar til
innanlandsflugs af Lufthansa og
sú þriðja bætist sennilega í flota
félagsins innan tíðar.
Innanlandsflugfélag í Banda-
ríkjunum, People Express, hyggst
notfæra sér þessi kostaboð á not-
uðum vélum og undirbýr nú kaup á
14 Boeing 737 þotum á einu bretti
frá Lufthansa fyrir samtals 51,8
milljón dollara.
Stóru flugfélögin snúa heldur
ekki alfarið baki við þessum út-
sölutilboðum Sum kaupa til þess
að fjölga við sig vélum af þeim
tegundum sem hætt er að fram-
leiða. Meöal þeirra eru t.d.
DC-8-63 þotur. Önnur kauþa not-
aðar vélar sem enn eru í fram-
leiðslu. Hugmyndin er að nota þær
til að mæta flutningsþörfum
meðan beðið er eftir afhendingu
nýrra véla (sem getur dregist tvö til
þrjú ár) — en selja síðan. Loks eru
flugherir hinna ýmsu landa góðir
viðskiþtavinir. Þannig hafa banda-
rísk flugfélög lagt U.S. Air Force í
einelti, ef svo má segja, í viöleitn-
inni að selja notaðar Boeing-707
og DC-8 þotur og jafnvel DC-10
breiðþotur og Tristar.
Hvert á að leita
upplýsinga
En hvert leita þeir sem áhuga
hafa á þessum viðskiptum. Oft er
það að upplýsingarnar berast
mann frá manni innan flugbrans-
ans. Þá auglýsa seljendur í flug-
blöðum eða gefa jafnvel út sér-
staka, myndskreytta bæklinga
með upplýsingum um allt er varðar
vélarnar sem þeir vilja selja. Það
gerði ástralska flugfélagið Qantas
sem nú er með 16 B-747 breiðþot-
ur á söluskrá. Oftar er það þó svo
að seljendur senda öðrum flugfé-
lögum uþþlýsingarnar í skeyti.
Einnig má nefna bandaríska tíma-
ritið Avmark sem birtir reglulega
lista yfir vélar og verð sem til sölu
eru og segir frá nýlegum eigenda-
skiptum. Loks eru það milliliðirnir
sem kaupa margar vélar í senn og
þá á hagstæðara verði — í þeirri
von að þeir geti selt þær með
hagnaði.
43