Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 33

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 33
ráðuneytið beint framkvæmdum við nýbyggingar heilsugæslu- stöðva aðallega að tveimur gerð- um fyrir H 1 og H 2 stöðvar, skv. teikningum tveggja arkitekta, m.a. í því skyni að hagnýta reynslu sem þannig fæst við notkun hús- næðisins og lækka byggingar- kostnað. Dæmi um slíkar bygg- ingar eru 375 ferm H1 í stöð á Kirkjubæjarklaustri, 430 ferm H 2 stöð í Búöardal og 735 ferm H 2 stöð á Dalvík. Þessum ábendingum virðist þó ekki fylgt alls staðar. Má í því sam- bandi nefna að 430 ferm H 1 stöð var opnuð í Vík í Mýrdal á árinu 1978. íbúar á starfssvæði stöðvar- innar losa rétt 900. Starfandi læknir er þar nú einn, en aóstaða í stöðinni fyrir tvo og einn tann- lækni. Húsnæði stöðvarinnar er og nýtt fyrir starfsemi lyfjaútibús, og íbúð er þar fyrir sérfræðing. Heildarhúsrými heilsugæslustöðva utan Reykjavíkur áætlað 18.008 ferm Að því er varðar gang fram- kvæmda vegna bygginga heildar- húsrýmis fyrir heilsugæslu, þá segir í áðurnefndri grein ráðu- neytisstjóra frá 1977 að þá hafi mál þessi verið þannig á veg komin að í byggingu voru 800 ferm í Reykja- vík og 8.168 ferm utan Reykjavík- ur, í hönnun 860 ferm utan Reykjavíkur og áætluð viðbótar- þörf þar sem fé hafði enn ekki verið veitt af fjárlögum var 5.700 ferm í Reykjavík og 8.160 ferm utan Reykjavíkur. Þetta gerir sam- tals 7.400 ferm í Reykjavík og 18.008 ferm utan Reykjavíkur — eða alls á öllu landinu 25.400 ferm. Að því er næst verður komist er staða þessara mála í dag þannig að utan Reykjavíkur hafa verið reistar nýjar byggingar fyrir starf- semi 15 heilsugæslustöðva og í byggingu eru 10. Víðar hafa pen- ingar þó farið til stofnkostnaðar heilsugæslustöðva. Við lauslega athugun á fjárlögum fyrir árin frá 1974 til og með 1981 kom t.d. í Ijós að fjárframlög hafa verið veitt til allt að 50 heilsugæslustöðva utan Reykjavíkur. /* N V Pensillinn Verslun og verktakaþjónusta Hafnarstræti 1 — ísafirði Sfmar: 94-3221 — 3720 Gólfteppi Gólfdúkar Veggstrigi Allar 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.