Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 84
Aukin ferðamennska
framkallar aukna þjónustu
Ferðamannastraumur til Akur-
eyrar eykst ár frá ári, skv. upplýs-
ingum þeirra aðila sem þar fást
við ferðamannaiðnaðinn. Þótt
sumarið nú hafi verið fremur kalt
og veður ekki hið ákjósanlegasta,
er ekki um samdrátt í ferða-
mennsku að ræða, heldur hefur
hún að verulegu leyti verið með
öðru sniði en hingaðtil. T.d. fer
fólk síður i útsýnisferðir og mið-
nætursólarferðir þegar veðurfar
er með þeim hætti, sem það var í
sumar. Það heldur sig meira í
bænum sjálfum og nýtur innan-
bæjarþjónustan, svosem versl-
anir og hótelin góðs af því.
Þar sem ekkert bæjarfélag utan
Reykjavíkur hefur unnið jafn
markvisst að uppbyggingu ferða-
mannaiðnaðar árum saman og
Akureyri, er ekki úr vegi að
skyggnast örlítið inní með hvaða
hætti að þessu er staðið, með
hvaða árangri, og hvernig aukinni
ferðamennsku er mætt.
Óbundinn ferða-
máti vaxandi
,,Mér sýnist ferðamennskan
vera að breytast nokkuð, nú er
meira um að fólk sé að ferðast á
eigin vegum og óbundnara af
skipulögðum ferðaáætlunum''
sagði Gísli Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu
Akureyrar. Ekki dregur þetta þó úr
þátttöku í skipulögðum skemmri
hópferðum ferðaskrifstofunnar til
ýmissa athyglisverðra staða í ná-
grenni Akureyrar. Fyrir utan hinn
hefðbundna tíu klukkustunda Mý-
vatnshring, býður skrifstofan upp
á þrjár skemmri ferðir sem eru 5
klst. ferð til Árskógsstrandar, með
ferjunni til Hríseyjar, þaðan með
ferjunni til Grenivíkur og akandi til
Akureyrar. Tveggja klst. ferð til
Grundar- og Saurbæjarkirkna
með viðkomu á bóndabæ og mið-
nætursólarferð á Ólafsvíkurmúla
með viðkomu á Ólafsfirði þar sem
drukkið er kaffi og rjómapönnu-
kökur.
Aðspurður hvað ylli breyttum
ferðamáta, taldi Gísli ekki ólíklegt
að aukin notkun hringmiða með
BSI og Reisupassi Flugleiða réði
þar nokkru um. Til að bæta þjón-
ustu við ferðamenn keyptu Sér-
leyfisbifreiðar Akureyrar nýjan
rútubíl upp á eina milljón, sem
mun vera glæsilegasti bíll sinnar
tegundar hérlendis.
280 bíla floti
..Bílafloti okkar telur nú 280 bíla
af öllum gerðum og höfum við
þrjár bækistöðvar, á Akureyri, í
Reykjavík og á Vopnafirði. Það
gerum við í þeim tilgangi að geta
veitt sem besta þjónustu um allt
land hvenær sem er", sagði Skúli
Ágústsson, einn framkvæmda-
stjóra hinnar átta ára gömlu Bíla-
leigu Akureyrar. ,,Okkar markmið
er að menn geti tekið bílana hvar
84