Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 86
Afgreiðsla Bílaleigu Akureyrar býr við nokkuð þröngan kost í Esso stöðinni, en
fjær á myndinni má sjá hús það, sem BA hefur keypt og verður þar innréttuð
rúmgóð afgreiðsla á næstunni.
manna starfsliö er nú fastráðið hjá
sem er og skilað þeim hvar sem er
og því eru oft mikil ferðalög á okk-
ar mönnum við að koma bílum á
rétta staði og sækja þá á aðra".
sagði hann.
Háannatíminn er stuttur og þá er
flotinn stærstur. Á haustin er slatti
bíla seldur og slatti keyptur í stað-
inn að vori. B.A. veitir þjónustu
bæði á Akureyrar- og Reykjavík-
urflugvöllum og helsta framtíðar-
verkefnið nú er að fjölga bæki-
stöðvum út um landið.
61 farþegasæti í lofti
Flugfélag Norðurlands. með
bækistöðvar sínar á Akureyrar-
flugvelli. er í stöðugum vexti og í
sumar bættist félaginu nú skrúfu-
þota af Mitsubishi gerð. tíu far-
þega. Þar með er sætaframboð
félagsins orðið 61 sæti því auk
nýju vélarinnar á FN tvær Otter
vélar. 19 sæta hvora. eina Piper
Chieftain. 8 sæta og eina Piper
Aztek. fimm sæta. Auk þessa á FN
eina kennsluvél og rekur flug-
skóla.
Að sögn Óskars Steingrímsson-
ar. skrifstofustjóra. hefur náið
samstarf við Flugleiðir komið fé-
laginu og farþegum þess verulega
til góða. Auk fastra áætlanaferða
FN til (safjarðar, Siglufjarðar,
Grímseyjar, Kópaskers, Raufar-
hafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar
og Egilsstaða, stundar félagið
umfangsmikið leiguflug, m.a. út-
sýnisflug með ferðamenn. Vinsælt
er að fljúga yfir Mývatnssvæðið og
þar austuraf. en Grímseyjarflug er
hvað vinsælast, og gjarnan í
tengslum við miðnætursólina.
Nýja vélin nýtist mjög vel í þetta
flug, enda hraðfleyg og þægileg.
Hún er t.d. ekki nema um 40 mín-
útur frá Akureyri til Reykjavíkur og
fjórar klukkustundir frá Akureyri til
Kaupmannahafnar.
Ottervélarnar eru báðar í leigu í
sumar, önnur hjá Flugleiðum og
hin á Grænlandi. í fyrstu var talið
nauðsynlegt að selja aðra þeirra
vegna tilkomu skrúfuþotunnar, en
nú eru horfur á að ekki þurfi að
skerða flotann hennar vegna. Að
sögn Óskars eru ferðamenn mjög
ánægðir meö hina nýju vél, telja
hana stórbæta þjónustu. Hún
kostaði nær 6 milljónir króna. 15
FN.
600 manns um Kjöl
og Sprengisand
,,Við höfum verið með þessar
ferðir í tíu ár. Þróunin hefur verið
hæg og góð hingaðtil, en nú í
sumar varð mikill fjörkippur og við
höfum flutt 600 manns á þessum
leiðum í sumar", sagði Þorvarður
Guðjónsson, forstjóri Norðurleiða
hf., er hann var spurður hvernig
gengi með sumarferðirnar yfir Kjöl
og Sprengisand. Farið er noröur
Sprengisand tvisvar í viku og
suður Kjöl jafnoft. Glænýr og full-
kominn bíll hefur verið keyþtur til
þessara ferða og reynist hann vel.
Endastöðvar þessara ferða eru
Reykjavík og Akureyri og eru þær í
báðum tilvikum dagsferðir þar sem
farþegum er séð fyrir mat og ann-
arri þjónustu á leiðinni auk leið-
sagnar. Norðurleið hefur einnig
sérleyfið Akureyri—Reykjavík eftir
byggðaleiðinni og þar hefur orðið
stóraukning farþega í sumar, sem
Þorvarður þakkar einkum hring-
og tímamiðakerfinu. Aukningin
nemur hvorki meira né minna en
70 prósentum. Á þeirri leið er
einnig verið að endurnýja bílaflot-
ann til aukinna þæginda fyrir far-
þega. Norðurleiðamenn eru nú að
hugleiða að reyna ferðir um
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu,
einkum eftir óalgengum leiðum,
og verða tilraunir í þá átt hugsan-
lega gerðar næsta sumar.
Auknar skemmti-
siglingar í athugun
Flóabáturinn Drangur hefur um
árabil haldið uppi tveim ferðum til
Grímseyjar á viku yfir sumartímann
og njóta þær stöðugra vinsælda.
Önnur ferðin er sólarhrings
skemmtiferð, þar sem gist er í Fé-
lagsheimilinu í Grímsey og í skip-
inu. I félagsheimilinu er boðið upp
á veitingar fyrir allan hópinn. Vin-
sælastar eru ferðirnar þann tíma
sem von er á miðnætursólinni, en
annars leggja fjölmargir allt eins
mikið upp úr fuglaskoðun og alltaf
er vinsælt að stíga fæti á heim-
skautsbauginn. Hin ferðin er
dagsferð, blönduð skemmti- og
vöruflutningaferð með viðkomu í
Hrísey báðar leiðir.
Jón Steindórsson, fram-
kvæmdastjóri, sagðist lengi hafa
velt fyrir sér aukinni nýtingu
Drangs, m.a. með lystisiglingum út
á Eyjafjörð, eða sjóstangaveiði-
ferðum út á fjörðinn. í ráði var að
gera tilraunir með slíkt í sumar, en
vegna risjóttar veðráttu var horfið
frá því að sinni. Þá liggur fyrir að
86