Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 86
Afgreiðsla Bílaleigu Akureyrar býr við nokkuð þröngan kost í Esso stöðinni, en fjær á myndinni má sjá hús það, sem BA hefur keypt og verður þar innréttuð rúmgóð afgreiðsla á næstunni. manna starfsliö er nú fastráðið hjá sem er og skilað þeim hvar sem er og því eru oft mikil ferðalög á okk- ar mönnum við að koma bílum á rétta staði og sækja þá á aðra". sagði hann. Háannatíminn er stuttur og þá er flotinn stærstur. Á haustin er slatti bíla seldur og slatti keyptur í stað- inn að vori. B.A. veitir þjónustu bæði á Akureyrar- og Reykjavík- urflugvöllum og helsta framtíðar- verkefnið nú er að fjölga bæki- stöðvum út um landið. 61 farþegasæti í lofti Flugfélag Norðurlands. með bækistöðvar sínar á Akureyrar- flugvelli. er í stöðugum vexti og í sumar bættist félaginu nú skrúfu- þota af Mitsubishi gerð. tíu far- þega. Þar með er sætaframboð félagsins orðið 61 sæti því auk nýju vélarinnar á FN tvær Otter vélar. 19 sæta hvora. eina Piper Chieftain. 8 sæta og eina Piper Aztek. fimm sæta. Auk þessa á FN eina kennsluvél og rekur flug- skóla. Að sögn Óskars Steingrímsson- ar. skrifstofustjóra. hefur náið samstarf við Flugleiðir komið fé- laginu og farþegum þess verulega til góða. Auk fastra áætlanaferða FN til (safjarðar, Siglufjarðar, Grímseyjar, Kópaskers, Raufar- hafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Egilsstaða, stundar félagið umfangsmikið leiguflug, m.a. út- sýnisflug með ferðamenn. Vinsælt er að fljúga yfir Mývatnssvæðið og þar austuraf. en Grímseyjarflug er hvað vinsælast, og gjarnan í tengslum við miðnætursólina. Nýja vélin nýtist mjög vel í þetta flug, enda hraðfleyg og þægileg. Hún er t.d. ekki nema um 40 mín- útur frá Akureyri til Reykjavíkur og fjórar klukkustundir frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Ottervélarnar eru báðar í leigu í sumar, önnur hjá Flugleiðum og hin á Grænlandi. í fyrstu var talið nauðsynlegt að selja aðra þeirra vegna tilkomu skrúfuþotunnar, en nú eru horfur á að ekki þurfi að skerða flotann hennar vegna. Að sögn Óskars eru ferðamenn mjög ánægðir meö hina nýju vél, telja hana stórbæta þjónustu. Hún kostaði nær 6 milljónir króna. 15 FN. 600 manns um Kjöl og Sprengisand ,,Við höfum verið með þessar ferðir í tíu ár. Þróunin hefur verið hæg og góð hingaðtil, en nú í sumar varð mikill fjörkippur og við höfum flutt 600 manns á þessum leiðum í sumar", sagði Þorvarður Guðjónsson, forstjóri Norðurleiða hf., er hann var spurður hvernig gengi með sumarferðirnar yfir Kjöl og Sprengisand. Farið er noröur Sprengisand tvisvar í viku og suður Kjöl jafnoft. Glænýr og full- kominn bíll hefur verið keyþtur til þessara ferða og reynist hann vel. Endastöðvar þessara ferða eru Reykjavík og Akureyri og eru þær í báðum tilvikum dagsferðir þar sem farþegum er séð fyrir mat og ann- arri þjónustu á leiðinni auk leið- sagnar. Norðurleið hefur einnig sérleyfið Akureyri—Reykjavík eftir byggðaleiðinni og þar hefur orðið stóraukning farþega í sumar, sem Þorvarður þakkar einkum hring- og tímamiðakerfinu. Aukningin nemur hvorki meira né minna en 70 prósentum. Á þeirri leið er einnig verið að endurnýja bílaflot- ann til aukinna þæginda fyrir far- þega. Norðurleiðamenn eru nú að hugleiða að reyna ferðir um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, einkum eftir óalgengum leiðum, og verða tilraunir í þá átt hugsan- lega gerðar næsta sumar. Auknar skemmti- siglingar í athugun Flóabáturinn Drangur hefur um árabil haldið uppi tveim ferðum til Grímseyjar á viku yfir sumartímann og njóta þær stöðugra vinsælda. Önnur ferðin er sólarhrings skemmtiferð, þar sem gist er í Fé- lagsheimilinu í Grímsey og í skip- inu. I félagsheimilinu er boðið upp á veitingar fyrir allan hópinn. Vin- sælastar eru ferðirnar þann tíma sem von er á miðnætursólinni, en annars leggja fjölmargir allt eins mikið upp úr fuglaskoðun og alltaf er vinsælt að stíga fæti á heim- skautsbauginn. Hin ferðin er dagsferð, blönduð skemmti- og vöruflutningaferð með viðkomu í Hrísey báðar leiðir. Jón Steindórsson, fram- kvæmdastjóri, sagðist lengi hafa velt fyrir sér aukinni nýtingu Drangs, m.a. með lystisiglingum út á Eyjafjörð, eða sjóstangaveiði- ferðum út á fjörðinn. í ráði var að gera tilraunir með slíkt í sumar, en vegna risjóttar veðráttu var horfið frá því að sinni. Þá liggur fyrir að 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.