Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 29
Allt að því bylting á sér nú stað í
heiibrigðisþjónustu landsbyggð-
arinnar. Bylting þessi á rætur að
rekja til nýskipanar alls lækninga-
og heilsuverndarstarfs sem unnið
er utan sjúkrahúsa, en grundvöll-
ur að henni var lagður í III. kafla
laga um heilbrigðisþjónustu nr.
56/1973 er öðluðust gildi í janúar
1974, og endurskoðaðri löggjöf
nr. 57/1978.
Aðalhvati að nýskipan þessari
var hve illa gekk að fá lækna til
starfa í dreifbýli þar sem aðstaða
var víða lítil og léleg, aðstoð engin
og tækjaskortur slíkur að nútíma-
lækningum var vart við komið. Þar
við bættist einangrun sem læknar
undu illa, og óttuðust þeir stöðn-
un í starfi af þeim sökum og hinna
er áður getur.
Við slík skilyrði höfðu héraðs-
læknar starfað víða í dreifbýli, og
verður brautryðjendastarf þeirra
— einkum fyrr á árum — seint
fullþakkaö. En meö auknum fram-
förum á sviði læknavísinda var
augljóst að gamla héraðslækna-
skipulagið var oröið úrelt — starf
héraðslæknisins varð að losa úr
viðjum einangrunar, bæta starfs-
aðstöðuna og tækjakostinn, auka
aðstoð við þá, o.fl.
Hópstarf lækna í
dreifbýli hófst 1970
Það voru læknar sjálfir sem
frumkvæði áttu að breytingunni,
og hófst hópstarf lækna í dreifbýli
með stofnun læknamiöstöðvar á
Húsavík árið 1970. í kjölfarið
fylgdu Egilsstaðir og Borgarnes
þar sem læknar og forsvarsmenn
sveitarfélaganna hófust handa um
byggingu læknamiðstööva — á
Egilsstöðum á árunum 1969 og
1970 og í Borgarnesi upp úr 1970.
Það var í þann mund er unnið var
að undirbúningi að frumvarpi til
laganna frá 1973, og hófst rekstur
á báðum stöðum ekki fýrr en eftir
gildistöku þeirra — á Egilsstöðum
vorið 1974 og í Borgarnesi haustið
1975. Voru læknamiðstöðvar
þessar þá nefndar heilsugæslu-
stöðvar í samræmi við ákvæði
nefndra laga.
Heilsugæslustöðvar utan
Reykjavíkur 71 skv. lögum
,,Um heilsugæslu" heitir III. kafli
laganna sem í upphafi getur og
merkir hún ,,í þessum lögum
heilsuverndarstarf og allt lækn-
ingastarf, sem unnið er vegna
heilbrigðra og sjúkra, sem ekki
dveljast á sjúkrahúsum." Þar segir
og að til þess að annast þessa
heilsugæslu skuli setja á stofn
heilsugæslustöðvar.
Skv. lögunum frá 1973 er land-
inu skipt í fimm læknishéruð og
þeim aftur í 27 heilsugæsluum-
dæmi. Innan þessara umdæma
eru 40 starfssvæði. Utan Reykja-
víkur eru starfssvæðin 39 og er þar
gert ráð fyrir 13 heilsugæslu-
stöðvum 1 (H 1) þar sem einn
læknir starfar ásamt öðru starfs-
fólki og 26 heilsugæslustöövum 2
(H 2) þar sem tveir læknar hið
minnsta starfa ásamt öðru starfs-
fólki. í bráðabirgðaákvæðum lag-
anna er einnig gert ráð fyrir að
heimilt sé ,,að ráða lækna og ann-
að starfslið að heilsugæslustöð
með búsetu og starfsstað utan
stöðvar."
I lögunum frá 1978 er sú breyt-
ing gerð á skipan þessara mála að
landinu er skipt í átta læknishéruð
og þeim aftur í 28 heilsugæsluum-
dæmi. Er það einu fleira en í fyrri
lögum (Seltjarnarnesumdæmi
bætt við sem í fyrri lögum tilheyrði
Reykjavík). Utan Reykjavíkur eru
heilsugæsluumdæmin þannig
orðin 27, og heilsugæslustöðv-
unum sem gert er ráð fyrir að starfi
innan umdæmanna hefur verið
fjölgað meö tilkomu heilsugæslu-
stöðva H, skv. heimild bráða-
birgðaákvæða laganna frá 1973.
Slíkar stöðvar voru áður nefndar
læknamóttökur, og er nú gert ráö
fyrir 27 slíkum. Heyra þær undir H
1 eða H 2 stöð í viökomandi um-
dæmi og hafa yfirleitt starfandi
hjúkrunarfræðing eða Ijósmóður,
en læknir vitjar þangað með vissu
millibili. Einnig var gerð ákveðin
breyting á fjölda H 2 og H 1 stöðva,
þannig að þær fyrrnefndu skyldu
nú vera 27 í stað 26 og hinar síð-
arnefndu 17 í stað 13.
Læknaskortur í dreifbýli
ekki lengur óviðráðanlegt
vandamál
Breytingin úr gömlu héraðs-
læknaskipuninni þar sem einn
læknir sinnti allri heilbrigðisþjón-
ustu íhéraði, íheilsugæslustöðvar
með einum eða fleiri starfandi
læknum, hjúkrunarfræðingum,
Ijósmæðrum, riturum og víða
meinatæknum og sjúkraþjálfurum
og fleira starfsliði, hefur verið til
mikilla bóta — um það efast víst
enginn. Hún hefur leitt til betri og
vandaðri heilbrigðisþjónustu í
landinu því auk almennrar læknis-
þjónustu eiga heilsuverndar-
stöðvar skv. lögunum að veita
,,lækningarannsóknir, sérfræði-
lega læknisþjónustu, tannlækn-
ingar og endurhæfingu. hjúkrun í
heimahúsum." Þá hefur heilsu-
vernd verið tekin upp meira mark-
visst en áður var, m.a. með skipu-
lagðri mæðravernd, ungbarna- og
smábarnavernd, hópskoðunum
ýmiss konar og sjúkdómaleit, svo
fátt eitt sé nefnt í þessum þætti
starfsemi heilsugæslustöðvanna
lögum samkvæmt.
Síðast en ekki síst er þess að
geta að fljótlega eftir gildistöku
laganna fór að snúast við sú
óheillaþróun að heil héruð væru
án læknisþjónustu, og lækna-
skortur úti um landið er ekki lengur
óviðráðanlegt vandamál — þótt
víða valdi tíð skipti á læknum á
smærri stöðvum erfiðleikum og
aukaútgjöldum fyrir viðkomandi
sveitarfélög. Til marsk um árang-
urinn má nefna að sl. vor voru
stöðugildi lækna á heilsugæslu-
stöðvum utan Reykjavíkur 72,3 (65
í nóvember 1976), og á sama tíma
voru stöðugildi hjúkrunarfræðinga
og Ijósmæðra 73, (39,5 í nóvember
1976).
Af þessu má Ijóst vera að við
stöndum nær því marki sem í upp-
hafi títtnefndra laga segir, grein
1.1: ,,Allir landsmenn skulu eiga
kost á fullkomnustu heilbrigðis-
þjónustu sem á hverjum tíma eru
tök á að veita til verndar andlegri,
líkamlegri og félagslegri heilbrigöi.
Aðstöðumunur sveitarfélaga
við rekstur ailt að sexfaldur
En hvernig hefur svo verið
staðið að framkvæmd þessara
breytinga — eða kannski öllu
heldur byltingar?
Fyrir gildistöku laganna höfðu
sveitarfélög víða engan kostnað
haft af læknisþjónustu utan þess
sem þau greiða í rekstri sjúkra-
samlaga. En meö nýju lögunum og
stofnun heilsugæslustöðvanna
kom nýr og verulegur kostnaður á
29