Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 15

Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 15
Baldvin Tryggvason, lormaður Sambands íslenzkra sparisjóða. reynd sjálfseignarstofnanir og stofn- endur þeirra og ábyrgðarmenn hafa engan rétt til ágóða af starfseminni. Síðast en ekki sízt teljum við að við- skipti við sparisjóð séu með persónu- legri blæ og honum viljum við viðhalda. FV.: Er þessi skipting hagkvæm fyrir hinn almenna borgara á tímum þegar sýknt og heilagt er verið að ræða um nauðsyn á sameiningu banka og auk- inni hagræðingu í þeirri starfsemi? Svar: Tvímælalaust. Þaó er hættulegt hverju þjóðfélagi að of mikil völd safn- ist á fárra hendur. I þjóðfélagi eins og okkar, þar sem framboð fjármagns er minna en eftirspurnin, þá fylgja ákveð- in völd yfirráðum yfir lánsfjármagni. Því meiri dreifing, sem á þessu valdi er, þeim mun minni hætta er á misnotkun valdsins. Hver sparisjóður starfar al- gjörlega sjálfstætt og þar er hvergi um miðstýringu að ræða. Ég held, að það tal, sem átt hefur sér stað um samein- ingu banka sé óraunhæft. Því að það skortir pólitískan vilja til þeirrar fram- kvæmdar. Það má líka segja að ekki skipti miklu um valddreifingu hvort bankar, sem ríkið á að öllu leyti starfi sameinaðir eða sitt í hvoru lagi. Þeir eru undir yfirstjórn ríkisins allt að einu. Þó má gera ráð fyrir að einhverjar líkur séu á því að fleiri sjónarmið komist að, þar sem fleiri fara með yfirráðin. Það hvort stærri rekstrareiningar séu hagkvæmari dreg ég stórlega í efa. í minni stofnunum er hægt að hafa meira aðhald og heildaryfirlit yfir starf- semina og ég vil nefna það, að í spari- sjóðunum starfa í dag um 9% banka- starfsmanna þó innlánshlutdeild spari- sjóðanna sé um 16% af heildinni. Það er hagkvæmast fyrir hinn almenna borgara að rekstrarkostnaður sé í lág- marki og að hann hafi sem fjölbreytt- asta valkosti um viðskipti, sem henta þörfum hvers og eins. FV.: Hvað eru sparisjóðir í landinu margir, hver er hlutur þeirra í innlána- og útiánastarfsemi almennt og hvað er mikill stærðarmunur á þeim? Svar: Sparisjóðirnir eru í dag 42 og inn- lánahlutdeild þeirra er um 16% af heildarinnlánsfé landsmanna. Útlána- hlutdeildin er hins vegar nokkru minni, sem stafar annars vegar af endurlán- um Seðlabanka en hins vegar af því, að sparisjóðirnir verða hver um sig að tryggja lausafjárstöðu sína og það bindur verulegt fjármagn, þegar svo margir aðilar eiga hlut að máli. Þaö hlýtur því að vera keppikefli sparisjóð- anna, að þeir fái því framgengt að hafa einn sameiginlegan reikning hjá Seðlabanka, sem myndi leiða til betri nýtingar á hlutfalli inn- og útlána. í þessu sambandi má geta þess, að það hefur verið til umræðu árum saman milli sparisjóðanna að stofna banka sparisjóðanna eða sparisjóð spari- sjóðanna, sem gegndi því hlutverki að nýta fjármagn þeirra á sem bestan hátt. Hér er ekki átt við nýja innlánsstofnun sem hefði almenn viðskipti við al- menning heldur miðstöð, sem þjónaði eingöngu sparisjóðunum sjálfum og gæti gert þeim kleift að leysa árstíða- sveiflur og taka að sér verkefni, sem stærð hvers fyrir sig leyfir ekki í dag. Um stærðarmun sparisjóða er það að segja, að hann er mjög mikill. Þrír stærstu sparisjóðirnir þ.e. sparisjóð- irnir í Hafnarfirði, Keflavík og Spari- sjóður Reykjavíkur hafa rúmlega 40% af innlánsfé sparisjóðanna og 20 stærstu sparisjóðirnir hafa yfir 90% af innlánum þeirra. Þessi stærðarmunur skapar viss vandkvæði einkum er lúta að því að sömu reglur og lög skuli að öllu leyti gilda um jafnt hinn stærsta sem hinn smæsta því þjónustu og stjórnunarlega séð eiga þessir sjóðir fátt sameiginlegt nema nafnið og hug- sjónina. Á þessu þarf að ráða bót. FV.: Hefur samstarf sparisjóða að kynn- ingar og auglýsingamálum leitt til verulegrar aukningar í viðskiptum við þá? Svar: Sameiginleg kynning á sparisjóðun- um hefur tvímælalaust styrkt þá. Við tökum eftir því, að sparisjóðirnir eru meira i umræðunni nú en var fyrir nokkrum árum. Við finnum að meiri kröfur eru til okkar gerðar og við gerum sjálfir meiri kröfur um. að tillit sé tekið til okkar. Viö verðum varir við mikla aukningu viðskiptavina og sá fjöldi, sem kemur inn í sparisjóðina daglega fer vaxandi. Hins vegar hefur þessi aukni fjöldi ekki leitt til þess að hlut- deild okkar í heildarinnlánsfé hafi auk- ist og ég held að helsta skýringin á því sé sú, að æ meira af fjármagni lands- 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.