Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 41
fá ekki mörg slfk tækifæri. (Frá
Svíþjóð).
Athugasemd: Heiöarleiki og
ábyrgö — vilji til að vinna verkið
vel og samviskusamlega en ekki
bara hriöa launin — eru áberandi,
eiginleikar í fari kvenna. Karl-
menn eru aftur á móti frakkari og
því hika þeir síður en konur viö aö
taka á sig meiri ábyrgð, þótt skyn-
semin ætti aö segja þeim að þeir
heföu ærna fyrir.
Eitt af vandamálunum sem ég
átti við að etja var að halda mínu
kvenlega eðli. Til þess að hafa við
starfsbræðrum mínum komst ég
að raun um að ég varð oft að taka
upp starfshætti þeirra og venjur.
Afieiðingin getur orðið annað
vandamái sem konur í stjórn-
unarstörfum fá oft að heyra, þ.e.
að þær séu ráðríkar og frekar.
Lausnin liggur í því að vera
ákveðin án þess að vera frek. (Frá
Bretlandi).
Athugasemd: Svo lengi sem
núverandi aöstæður haldast
óbreyttar í viðskiptaheiminum er
konan óörugg sem stjórnandi og
leikur leik fyrirmyndarinnar —
karlmannsins. En þegar fram í
sækir og fleiri konur komast í
stjórnunarstörf, taka þær örugg-
lega upp annan stjórnstíl — stíl
sem er nær þeirra eðli og þeirri
stofnun sem þær þekkja best —
heimilinu.
Vinnutími minn, eins og svo
margra starfsbræðra minna,
nægir ekki til að Ijúka því sem
gera þarf. Þetta vandamál er erf-
iðara að leysa fyrir konu en karl.
Ég tek mikið lesmál heim með
mér af skrifstofunni og það gera
karlmennirnir líka. En þeir hafa
tíma til að lesa heima hjá sér á
kvöldin. Það hef ég aftur á móti
ekki. Þá taka húsmóðurstörfin við.
(Frá Frakklandi).
Mér semur vel við starfsbræður
mína. En samstarfið við lægra
settar starfssystur mínar er fullt af
vandamálum. Margar eiga erfitt
með að kyngja því að taka við
verkefni frá yfirmanni sem er
kona. (Frá Svíþjóð).
Athugasemd: Þetta er sennilega
rétt og hitt líka að karlar eiga erfitt
með að taka við verkefnum frá
konum.
Sum fyrirtæki hika við að leggja
peninga í þjálfun kvenna vegna
hættunnar á því að þær hverfi af
vinnustað um árabil til að koma
upp fjölskyldum sínum. Af fjórum
starfsbræðrum sem sóttu með
mér námskeið fyrirtækisins fyrir
fulltrúa til starfa erlendis er aðeins
einn eftir auk mín. Hinir þrír fóru til
annarra fyrirtækja. (Frá Bretlandi).
Það nægir konum ekki að hafa
tækifæri til jafns við karla. Að-
staða þeirra til þess að fá tæki-
færin verður líka að vera hin
sama. Ein ástæðan fyrir því að
þetta er stundum erfitt er það
hvernig óformleg samskipti
ganga yfirleitt fyrir sig í fyrirtækj-
um. Karlstjónendur skiptast oft á
veigamiklum upplýsingum yfir
glasi í klúbb eða á krá, þar sem
starfssystur þeirra eru sjaldséðir
gestir. Það er erfitt fyrir konur í
stjórnunarstöðum að brjótast inn í
þennan hring og fá aðgang að
veigamiklum upplýsingum — frá
fyrstu hendi. (Frá Bretlandi).
Athugasemd: Það er sama
klúbbastússið á íslenskum karl-
mönnum og verður hlutur kvenna í
þessu sambandi ekki bættur fyrr
en þær eru orðnar fleiri í stjórnun-
arstööum.
Ég hef hitt fjöida karlstjórnenda
sem hefðu verið miklu ánægðari
með það hlutverk að vera heima
og sinna börnunum. Þeir eru
margir stressaðir bara af því að
þeim er ýtt áfram á framabrautinni
hvort sem frami og ábyrgð á við þá
eða ekki. Það væri heimskulegt ef
konur gerðu sömu skyssuna. En
það er leitt til þess að vita að við
höfum ekki þennan valkost. (Frá
Frakklandi)
Athugasemd: Það er mikið til í
því að karlar geri margt andstætt
eðli sínu einungis vegna þess að til
þess er ætlast af því þeir eru karl-
menn.
Ég sé um málefni starfsfólks-
ins. í starfi sem þessu held ég að
konur standi betur að vígi en karl-
ar. Ég held að við séum næmari á
tilfinningar fólks og líðan þess. Ég
hef komist að raun um að þegar
starfsmenn okkar eiga við vanda-
mál að stríða segja þeir mér hina
réttu ástæðu en eiginmanni mín-
um, sem starfar með mér, gefa
þeir einhverja yfirborðsskýringu.
(Frá Bandaríkjunum).
Yfirleitt eiga konur erfiðara en
karlar með að deila ábyrgð og láta
aðra vinna fyrir sig. Heima fyrir
eru þær vanar að gera allt sjálfar.
Nú verða þær að hætta þessu og
fá aðra til að gera hlutina fyrir sig
og með sér. (Frá Bandaríkjunum).
Fyrstu árin eftir að ég tók við
deildarstjórastarfi hjá fyrirtæki
þar sem ég hef unnið í 19 ár, átti
ég mjög erfitt með að deilda
ábyrgð. Ég held að konur séu
langtum nákvæmari en karlar. Við
viljum að allt sé gert rétt og okkur
hættir til að vantreysta því að svo
verði nema við gerum hlutina
sjálfar. Enn í dag hef ég meiri
áhuga á starfsgæðum en afköst-
um undirmanna minna. En með
árunum hefur mér lærst að deila
ábyrgð með öðrum og nú vísa ég
fleiri verkefnum til annarra og
stóla á þá. (Frá Bandaríkjunum).
Athugasemd: Skýringin er e.t.v.
ekki bara sú að konur eru vanar að
gera hlutina sjálfar á heimilunum
heldur einnig á skrifstofunum þar
sem óalgengara er að konur hafi
ritara en karlar. Það er ekki talinn
sjálfsagður og eðlilegur hlutur að
kona sé stjórnandi og meðan svo
er getur verið að hún sé hrædd um
að missa tökin nema hún geri sem
mest sjálf.
íftrl
41