Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 16

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 16
NÝJUNG Landsþjónusta sparísjóða Inn-ogútborganír á sparísjóðsreíknínga Innborganír á veltureíknínga Sparísjóðírnír vínna saman Það er lán að skípta við sparísjóðínn Kynningarplakat sem sýnir staðsetningu sparisjóðanna í landinu. S«L n manna sogast til ríkisins og ekki síður sjóðakerfis landsmanna en ávöxtun þessa fjár fer að mjög litlu leyti fram í sparisjóðunum. Ríkisfé og sjóðir tengdir ríkinu eru ávaxtaðir fyrst og fremst í ríkisbönkunum og aðalstarfs- stéttir þjóðfélagsins hafa komið sér upp eigin bönkum. Hagsmunatengsl ráða því ávöxtun þessa fjár. Af þessum sökum og vegna eðlis sparisjóðanna, sem áður hefur verið minnst á leggjum við því megin áherslu á samband og samstarf við einstaklingana í þjóðfé- laginu og fyrirtæki þeirra svo og sveitarfélögin vegna tengsla þeirra við sparisjóðina. FV.: Hvernig gengur að fá ný viðskipti á launareikningum þegar það virðist mjög algengt að það séu fyrirtækin, sem raunverulega beini viðskiptum starlsmanna til ákveðinna banka eftir því hvar þau sjálf fá bankaþjónustu? Svar: Ég tel þessa framkvæmd margra stórra launagreiðenda algjörlega sið- lausa, fyrst og fremst vegna þess, að þetta er ítrekað gert þrátt fyrir ákveðn- ar óskir starfsmanna um að annar háttur verði viðhafður. Það hlýtur að teljast til sjálfsagöra réttinda hvers einstaks starfsmanns að geta valið um það við hvaða sparisjóð eða banka hann vill eiga viðskipti. Þetta er þegar löngu viðurkennt t.d. bæði af fjármála- ráðuneyti að því er varðar ríkisstarfs- menn svo og Tryggingastofnun ríkisins að því er varðar þá er fá laun sín eða bætur greiddar frá henni. Sama á við um ýmis önnur stærri fyrirtæki. En allt- of mörg fyrirtæki og stór sveitarfélög hafa látið þvinga sig til aö neita starfs- mönnum sínum um sjálfsögð mann- réttindi. Mér er kunnugt um mikla óánægju í röðum launþega, sem verða að sæta þessari meðferð og við mun- um beina því til launþegahreyfingar- innar að hún ef ekki með öðrum hætti en í kjarasamningum tryggi félags- mönnum það valfrelsi í viðskiptum við innlánsstofnanir sem þeir bjuggu við áður eða þegar laun voru greidd í peningum. FV.: Hvernig gengur rekstur sparisjóð- anna í samanburði við bankana? Svar: Rekstrarafkoma sparisjóðanna, sem heildar var góð á síðasta ári enda þótt verulega mikill munur sé milli einstakra sparisjóða en afkoma sparisjóðanna í heild var hlutfallslega betri en bank- anna. Aukning eigin fjár á föstu verð- lagi var 1980 8,4% hjá sparisjóðunum en 6,7% hjá bönkunum og eigið fé sparisjóðanna 1980 sern hlutfall af innlánum var komið í um 14% hjá sparisjóðunum en 11,8% hjá bönkun- um að undanskildu hlutafé FV.: Að hvaða leyti eru lög um sparisjóði ólík lögum sem gilda hér á landi um starfsemi bankanna? Svar: Lögin eru ólík um margt. Sparisjóð- irnir búa vió miklu eldri löggjöf og að mínu mati úrelta löggjöf. Þar á ég bæði viö almennar starfsheimildir, útlána- takmarkanir í hlutfalli við eigið fé og gagnvart sjálfskuldarábyrgðarlánum, þunglamalegt stjórnunarform og margt fleira. Ég held að það sé óhætt að full- yrða, að stærsta hagsmunamál spari- sjóðanna i dag er ný löggjöf, sem veitir sparisjóðunum hliðstæðar starfsheim- ildir og bönkunum og skapar grundvöll til aukinnar samvinnu milli sparisjóð- anna. Slík lög hafa verió sett á hinum Norðurlöndunum fyrir um 10—15 ár- um og gagnað sparisjóðunum þar vel. Ástæðan fyrir drætti á setningu nýrrar löggjafar um sparisjóðina hér virðist mér helst hafa verið sú að menn hafa viljað hengja slíka löggjöf aftan í nýja heildarlöggjöf um bankana en um þá löggjöf hefur ekki verið samstaða. Að mínu mati er þetta óþarft og drátturinn verió okkur til tjóns. Það er tiltölulega einfalt mál að ganga frá nýjum spari- sjóðslögum strax enda liggja drög að þeim fyrir og aðlaga þau síðan nýrri bankalöggjöf, þegar og ef menn koma sér saman um hana. FV.: Sparisjóðirnir hafa að vissu leyti legið undir gagnrýni fyrir að þeir fjár- magni ekki atvinnustarfsemina heldur sinni fyrst og fremst þörfum einstakl- inganna. Sækjast fyrirtæki mjög eftir viðskiptum við sparisjóðina? Svar: í þessari gagnrýni sem ég þekki felst ákveðin hugsanaskekkja og mér er spurn hvers á það fólk að gjalda, sem á fé sitt inni í sparisjóðunum þó þaö væri ekki líka svipt því að fá þar lán? Enginn á meiri rétt en innstæðueigendurnir sjálfir. Stjórnvöld hafa með einum eða 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.