Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 95

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 95
Framleiðeridur steinsteyptra húseininga: STOFNA MED SÉR SAMTÖKIN „NÝHÚS” Steinsteyptar einingar frá fyrirtækjasamsteypu sem kall- ast „Nýhús“ hafa vakið athygli að undanförnu og seljast nú grimmt. Hér er um að ræða samvinnu nokkurra fyrirtækja sem þekkt eru á sviði bygg- ingariðnaðarins en þau hófu samstarfið þann 7. marz á þessu ári. Fyrirtækin eru Loft- orka sf í Borgarnesi, Sigurjón Ólafsson á Blönduósi, Húsiðn á Húsavík, Brúnás hf á Egils- stöðum og Áshamar hf í Vest- mannaeyjum. Þessi fyrirtæki sem öll framleiða steinsteyptar húseiningar selja framleiðslu sína undir vöruheitinu „Nýhús". Hér er um athyglisverða samvinnu að ræða sem án efa mun eiga eftir að koma húsbyggj- endum til góða víðast hvar á land- inu. Samvinnan er bæði í sam- bandi við hönnun og ýmis fram- leiðslutæknileg atriði og miðar að auknu úrvali húsgerða og hag- kvæmari húsa. Otveggjaeiningar eru samloku- gerðar, innst er burðarveggur úr steinsteypu, þá einangrunarefni og síðan steinsteypt veðurkápa. Bæði steyptu byrðin eru járnbent. Þessar einingar eru framleiddar í mismunandi stærðum en vissar stærðir eru mest seldar. Milli veðurkápunnar og innra byrðisins er binding úr ryðfríu stáli. Þar sem húsið er á þennan hátt einangrað utan við burðarvegg er engin hætta á sprungum vegna hitaþenslu eða samdráttar í steyp- unni, þurrksamdráttur í steypu hefur að mestu átt sér staö áður en einingarnar eru settar upp og veldur því heldur ekki neinum erfiðleikum. í þessum húsum eru berandi innveggir úr steyptum einingum en aðrir innveggir geta verió eftir vali úr hleðsluplötum eða timbri. Þakið má hafa með hefðbundn- um hætti en í þessum húsum er loftplatan úr steinsteyptum ein- ingum og ofan á hana eru lagðar raflagnir og síðan steypt yfir. I sambandi við samsetningu og þéttingu eininganna hefur verið farin dálítið nýstárleg leið sem hefur sýnt sig að vera hagkvæm og traust. Innri burðarveggurinn er steyptur saman eftir að eining- arnar hafa varið settar saman. Þannig fæst samfelldur og sléttur veggur að innanverðu. Sé þess óskað er hægt að fara hefð- bundnari leið og loka samskeytum á milli eininga með þéttingu og múrblöndu. Á lóðréttum samskeytum ytra byrðisins eru notaðir Neoprene þéttilistar. Vegna þess að einangrun er á milli burðarbyrða hússins myndast engar kuldabrýr en það er töluvert atriði, ekki einungis vegna varma- taps heldur einnig vegna þess að með því móti er mun minni hætta á sprungumyndun og rakavanda- málum. Samlokueiningar hagkvæmar Samlokueiningar hafa verið notaðar í mörg hús hérlendis á undanförnum árum. Má þar m.a. nefna Seljaskóla í Reykjavík, íþróttahús í Mosfellssveit, skóla- hús á Hvanneyri og hús Osta- og Smjörsölunnar í Árbæjarhverfi. Erlendis er þetta byggingarefni notað í háhýsi jafnt sem einlyft nús og hefur reynst vera mjög hag- kvæmt. Það gefur auga leið að vegna þessarar hönnunar hentar þessi aðferð vel hér á landi í um- hleypingi og stöðugum hitabreyt- ingum. Þá er rétt að benda á þann möguleika sem „Nýhús" býður uppá en það er að byggja kjallara undir húsið úr þessum sömu ein- ingum, þ.e.a.s. fyrir þá sem vilja eða verða skipulagsins vegna að hafa kjallara undir húsinu. [*, 95

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.