Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 90
a) Birgjar.
Það virðist vera nokkuð algilt
að framleiðendurnir kaupa mest
allt af því timbri sem þarf til
húsbygginganna erlendis frá.
Þarna eru þó undantekningar,
eins og t.d. annar stærstu
framleiðendanna, Trésmiðja Sig-
urðar Guðmundssonar, Selfossi,
hefur allt fram til ársins 1980
keypt allt timbur frá innlendum
söluaöilum, en hefur nú á síð-
asta ári farið út í að kaupa beint
inn erlendis frá. Húsasmiðjan
hefur töluverða sérstöðu hvað
þessi mál varðar, þar sem þaö
fyrirtæki er einn af stærstu
söluaðilum á timbri hér á landi.
Helstu ástæður sem komu
fram fyrir því að flytja timbur inn
beint, erlendis frá, voru eftirfar-
andi:
1. Timbur fékkst þannig ódýr-
ara.
Það gefur auga leið að þó að
álagning á timbri sé lítil (úti-
timbur = 11,5%, smíðaviður =
16%), þá munar þó um þetta
þegar milliliður er kominn og
tekur þessa álagningu. Þó er
þessi munur örugglega ekki
svona mikill, þar sem stór
timbursölufyrirtæki eins og
Húsasmiðjan, BYKO og aðrir
timburkaupmenn hljóta að fá
timbur á hagstæðara verði
heldur en framleiöendur timbur-
húsa, sem kaupa í miklu minna
magni, auk þess sem timbursal-
arnir fá e.t.v. hagkvæmari
■ .fragt".
2. Sparar flutningskostnað
innanlands.
Þessi kostnaður virðist vera
töluverður. Framleiðendur sem
eru flestir staðsettir utan
Reykjavíkur þurfa að greiða
töluverðan kostnað við að flytja
vörurnar frá timbursala í
Reykjavík, með skipi eða bíl, til
Egilsstaða, Siglufjarðar, Stykkis-
hólms o.s.frv. Það sparar þeim
því töluverðan kostnað ef þeir
geta flutt þetta beint á heima-
höfn.
3. Lengri gjaldfrestur.
Ef timbur er keypt erlendis frá
þá geta framleiðendurnir fengið
lengri gjaldfrest en timbursalar
hér á landi geta veitt þeim og
þetta skiptir framleiðendurna ef-
laust verulega miklu máli.
4. Fá réttar lengdir.
Þetta er atriði sem að okkar
áliti skiptir töluvert miklu máli.
Tökum sem dæmi ef að fram-
leiðandinn ætlar að klæða húsið
sem hann er að framleiöa með
standandi vatnsklæðningu að
utan, og hún þarf að vera 2.80
m að lengd, þá þarf hann að
kaupa vatnsklæðningu sem er
3.00 m að lengd frá timbursölum
í Reykjavik. Þarna munar e.t.v.
20 cm á borði og þegar borðin
eru orðin mjög mörg og þetta er
ekki beinlínis gefið, þá er aug-
Ijóst að þetta skiptir framleið-
endurna miklu máli.
b) Framleiðsla árin
1976—1980.
Eins og við sjáum á töflu II þá
fengum við ekki nógu góðar
upplýsingar hjá framleiðendum,
en áætlum að framleidd hús hafi
verið u.þ.b. 550—600 þessi ár.
Aukningin virðist vera nokkuð
jöfn hjá þeim tveim fyrirtækjum
sem við höfum góðar tölur yfir,
en þó er ekki aukning hjá Hús-
einingum hf. á milli áranna 1979
og 1980.
Trésmiðja Sigurðar Guð-
mundssonar og Húseiningar hf.
virðast vera áberandi stærstu
fyrirtækin á markaðnum, fram-
leiddu samtals 118 hús árið
1980. Trésmiðjan Ösp er fyrir-
tæki sem ekki hefur verið á
markaðnum fyrr en árið 1980 og
framleiðir þá 10 hús og er
framkvæmdastjóri þessa fyrir-
tækis sérstaklega bjartsýnn á
framhaldið. Uþplýsingar um
byggingu timbureiningahúsa var
ekki hægt að fá hjá Húsasmiðj-
unni, þar sem þeir hafa ekki
handbærar tölur um skiþtingu
milli timburhúsa annars vegar og
steinsteyptra húsa hins vegar, en
þeir framleiða þau líka. En þó
virðist Ijóst að þeir framleiða
ekki meira en u.þ.b. 30 hús á
ári.
Tafia II.
Framleiðsla timbureiningahúsa árin 1976—1980.
Trésmiðja Húsein- Trésmiðjan
Sig. Guðm. ingar hf. ösp hf.
1976 18 hús 21 hús
1977 25 — 32 —
1978 34 — 40 —
1979 42 — 56 —
1980 62 — 56 — 10 hús
Ekki reyndist unnt að fá þessar upplýsingar hjá Húsasmiðjunni, þar
sem þeir hafa ekki aðgreindar tölur, þ.e. milli húsa sem þeir smíða
úr timbri og steinsteyþu, að þeirra sögn.
Hjá Trésmiöju Fljótsdalshéraðs vorum við örlítið misskildir og
fengum einungis upplýsingar um heildarfjölda framleiddra húsa sem
var um 120 hús á þessu tímabili.
90