Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 90

Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 90
a) Birgjar. Það virðist vera nokkuð algilt að framleiðendurnir kaupa mest allt af því timbri sem þarf til húsbygginganna erlendis frá. Þarna eru þó undantekningar, eins og t.d. annar stærstu framleiðendanna, Trésmiðja Sig- urðar Guðmundssonar, Selfossi, hefur allt fram til ársins 1980 keypt allt timbur frá innlendum söluaöilum, en hefur nú á síð- asta ári farið út í að kaupa beint inn erlendis frá. Húsasmiðjan hefur töluverða sérstöðu hvað þessi mál varðar, þar sem þaö fyrirtæki er einn af stærstu söluaðilum á timbri hér á landi. Helstu ástæður sem komu fram fyrir því að flytja timbur inn beint, erlendis frá, voru eftirfar- andi: 1. Timbur fékkst þannig ódýr- ara. Það gefur auga leið að þó að álagning á timbri sé lítil (úti- timbur = 11,5%, smíðaviður = 16%), þá munar þó um þetta þegar milliliður er kominn og tekur þessa álagningu. Þó er þessi munur örugglega ekki svona mikill, þar sem stór timbursölufyrirtæki eins og Húsasmiðjan, BYKO og aðrir timburkaupmenn hljóta að fá timbur á hagstæðara verði heldur en framleiöendur timbur- húsa, sem kaupa í miklu minna magni, auk þess sem timbursal- arnir fá e.t.v. hagkvæmari ■ .fragt". 2. Sparar flutningskostnað innanlands. Þessi kostnaður virðist vera töluverður. Framleiðendur sem eru flestir staðsettir utan Reykjavíkur þurfa að greiða töluverðan kostnað við að flytja vörurnar frá timbursala í Reykjavík, með skipi eða bíl, til Egilsstaða, Siglufjarðar, Stykkis- hólms o.s.frv. Það sparar þeim því töluverðan kostnað ef þeir geta flutt þetta beint á heima- höfn. 3. Lengri gjaldfrestur. Ef timbur er keypt erlendis frá þá geta framleiðendurnir fengið lengri gjaldfrest en timbursalar hér á landi geta veitt þeim og þetta skiptir framleiðendurna ef- laust verulega miklu máli. 4. Fá réttar lengdir. Þetta er atriði sem að okkar áliti skiptir töluvert miklu máli. Tökum sem dæmi ef að fram- leiðandinn ætlar að klæða húsið sem hann er að framleiöa með standandi vatnsklæðningu að utan, og hún þarf að vera 2.80 m að lengd, þá þarf hann að kaupa vatnsklæðningu sem er 3.00 m að lengd frá timbursölum í Reykjavik. Þarna munar e.t.v. 20 cm á borði og þegar borðin eru orðin mjög mörg og þetta er ekki beinlínis gefið, þá er aug- Ijóst að þetta skiptir framleið- endurna miklu máli. b) Framleiðsla árin 1976—1980. Eins og við sjáum á töflu II þá fengum við ekki nógu góðar upplýsingar hjá framleiðendum, en áætlum að framleidd hús hafi verið u.þ.b. 550—600 þessi ár. Aukningin virðist vera nokkuð jöfn hjá þeim tveim fyrirtækjum sem við höfum góðar tölur yfir, en þó er ekki aukning hjá Hús- einingum hf. á milli áranna 1979 og 1980. Trésmiðja Sigurðar Guð- mundssonar og Húseiningar hf. virðast vera áberandi stærstu fyrirtækin á markaðnum, fram- leiddu samtals 118 hús árið 1980. Trésmiðjan Ösp er fyrir- tæki sem ekki hefur verið á markaðnum fyrr en árið 1980 og framleiðir þá 10 hús og er framkvæmdastjóri þessa fyrir- tækis sérstaklega bjartsýnn á framhaldið. Uþplýsingar um byggingu timbureiningahúsa var ekki hægt að fá hjá Húsasmiðj- unni, þar sem þeir hafa ekki handbærar tölur um skiþtingu milli timburhúsa annars vegar og steinsteyptra húsa hins vegar, en þeir framleiða þau líka. En þó virðist Ijóst að þeir framleiða ekki meira en u.þ.b. 30 hús á ári. Tafia II. Framleiðsla timbureiningahúsa árin 1976—1980. Trésmiðja Húsein- Trésmiðjan Sig. Guðm. ingar hf. ösp hf. 1976 18 hús 21 hús 1977 25 — 32 — 1978 34 — 40 — 1979 42 — 56 — 1980 62 — 56 — 10 hús Ekki reyndist unnt að fá þessar upplýsingar hjá Húsasmiðjunni, þar sem þeir hafa ekki aðgreindar tölur, þ.e. milli húsa sem þeir smíða úr timbri og steinsteyþu, að þeirra sögn. Hjá Trésmiöju Fljótsdalshéraðs vorum við örlítið misskildir og fengum einungis upplýsingar um heildarfjölda framleiddra húsa sem var um 120 hús á þessu tímabili. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.