Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 79
kvæmd er stækkun á verksmiðju
og skrifstofu sem nemur 900 ferm.
Um starfsemina hafði Guð-
mundur m.a. þetta að segja:
,,Framleiðslan byggist á stöðluð-
um timburhúseiningum. Húsin eru
mjög mismunandi að stærð, eða
allt frá 80 ferm í 160 ferm. U.þ.b.
helmingur framleiðslu okkar eru
íbúðarhús, en á síðasta ári var
mikil aukning í framleiðslu stærri
bygginga fyrir opinbera aðila,
leikskóla, dagheimili o.fl. Einnig
framleiðum við sumarhús. Annir
eru það miklar hjá okkur að af-
greiðslubið er þrír til fjórir mán-
uðir. Við lítum björtum augum á
framtíðina,'' sagði Sigurður að
lokum. ,,Það hefur gengið þannig
hjá okkur undanfarið að ég get
ekki annað."
Annað yngra og minna húsein-
ingafyrirtæki er Samtak hf, stofn-
að árið 1979. Það er sameign
þriggja verktakafyrirtækja. Þau
eru Bergur og Árni, Smiður og
Dynjandi. Verkstæði er í 500 ferm
leiguhúsnæði í iðnaðarhverfinu,
en skrifstofan er í gamla mið-
bænum að Austurvegi 38.
Þar starfar Katla Leósdóttir sem
sér um fjármál og rekstur skrif-
stofunnar, en á verkstæði eru þeir
Ingvar Jónsson og Trausti
Traustason verkstjórar. Alls eru
Katla kvað fyrsta stórverkefni
þeirra hafa verið byggingu starfs-
mannabústaða fyrir Landsvirkjun
árið 1979. Stærsti hluti framleiðsl-
unnar eru íbúðareiningahús og
einnig er mikið framleitt af sumar-
bústöðum. Allt eru þetta timbur-
einingar og eru íbúðarhúsin
80—160 ferm að stærð, en
stærstu verkefnin hingað til hafa
verið um 300 ferm þjónustumið-
stöð í Hamraborgum í Grímsnesi
fyrir Sjómannadagsráð í Reykja-
vík, og vistheimili á Sólheimum í
starfsmenn fyrirtækisins nú 12. Grímsnesi sem einnig var nálægt
Opið á laugardögum
frá 10.00 til 12.00
Heimsókn okkar til Selfoss
að þessu sinni lauk í versl-
uninni Höfn við Tryggvatorg 1
— gegnt Ölfusárbrú. Fram-
kvæmdastjórinn, Kolbeinn
Ingi Kristinsson, var í sumar-
fríi, en aðstoðarmaður hans,
Garðar Gunnarsson, vísaði
okkur veginn.
Fyrirtækið hefur tvisvar skipt um
eigendur frá því það var stofnað
fyrir 1940. Að rekstri þess nú
stendur hlutafélag, stofnað 1975,
og heitir það fullu nafni Hlutafé-
lagið Höfn.
Söluvarningur í versluninni er
300 ferm að stærð.
Þeir Ingvar og Trausti kváðu tré
gott byggingarefni ,,ef því væri
haldið við. Við notum glært fúa-
varnarefni að utan svo fólk geti
sjálft ráðið húslitnum. Húsin eru
vel einangruð og hafa komið mjög
vel út þannig. Framleiðslan er
aðallega einbýlishús, fyllilega
20—25 hús á ári. Eru þau seld um
land allt, en megnið af þeim hefur
farið á Vestfirði."
Öll kváðust þau líta björtum
augum á framtíðina og engin
vandræði með verkefni.
ýmiss konar, en undirstaðan er
matvara. Að auki rekur Hlutafé-
lagið Höfn kjötvinnslu á sama stað
og slátur- og frystihús, og við hlið
verslunarinnar er söluskáli. í kjöt-
vinnslunni er m.a. reykofn þar sem
hangikjöt og bjúgu eru reykt. Og til
marks um umfang sláturhússins
má geta þess að á haustin er þar
slátrað um 14.000 dilkum, og stór-
gripum er slátrað allt árið.
Til gamans fyrir Reykvíkinga
getum við þess í lokin að opn-
unartími verslunarinnar er frá kl. 9
f.h. til 5:30 e.h. alla virka daga
nema föstudaga þegar opið er til
6:30, og á laugardögum er opið frá
10 á morgnana til 12 á hádegi.
79