Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 96
leicfari
„Reykjavík er hnignandi höfuðborg”
Atvinnumál Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðis-
ins í heild hafa verið til umfjöllunar á tveimur ráð-
stefnum, sem haldnar voru í sumar að frumkvæði
atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar og Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á annarri
þeirra komst formaður Verkamannasambands ís-
lands, Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismað-
ur, svo að orði, að Reykjavík væri hnignandi höf-
uðborg. Vekja umrnæli hans að sönnu athygli þegar
haft er í huga að nú fer að ljúka kjörtímabili
vinstrimeirihlutans í borginni undir forystu flokks-
bræðra Guðmundar J. Guðmundssonar.
Þeir sem komnir eru nokkuð til ára og fylgzt hafa
með málefnum Reykjavíkur muna tímana tvenna.
Þróunin, sem við blasir, rennir óneitanlega stoðum
undir fullyrðingu þingmannsins. Á árum áður var
markvisst unnið að öflugri uppbyggingu og stækk-
un borgarinnar sem gerði atvinnufyrirtækjum kleift
að byggja yfir starfsemi sína og hasla sér völl á
sívaxandi markaði. Einstaklingarnir áttu þess kost
að festa sér bú í nálægð við þessi atvinnutækifæri og
ráða bót á þeirn vanda í húsnæðismálum, sem við
blasti á stríðsárunum og fyrst eftir ófriðinn þegar
aðstreymið til borgarinnar hafði verið í hámarki.
Öflugt átak var gert í umhverfismálum með gatna-
gerðarframkvæmdum og ræktun borgarlandsins.
Rafvæðing og hitaveita voru tákn þeirra tíma.
En hvernig er sú mynd, sem augum okkar mætir
nú? Það heyrir sögunni til að lóðum í Reykjavík sé
úthlutað til atvinnufyrirtækja ef frá er talin viðleitni
núverandi borgaryfirvalda til að styðja KRON og
Sambandið í sókn þeirra inn á Reykjavíkurmarkað.
Lóðaframboð fyrir íbúðarhúsnæði hefur verið í al-
gjöru lágmarki þannig að varla tekur að minnast á
það. Ótækt punktakerfi í lóðaúthlutunum útilokar
fólk á bezta aldri frá því að koma til álita þegar
verið er að ráðstafa þessum örfáu íbúðarhúsalóð-
um, þar sem nokkrir tugir umsækjenda eru um
hvern bita. Vaxtarbroddurinn í Reykjavík, unga
— Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður
á ráðstefnu um atvinnumái Reykjavíkur
fólkið, og þeir sem eru að nálgast miðjan aldur,
verða að leita annað til að fá óskurn sínum um
varanlegar lausnir í húsnæðismálum fullnægt.
Á meðan þessu fer fram verður hlutverk Leigj-
endasamtaka þungamiðja í umræðu um húsnæðis-
mál í höfuðborginni. Krafan um fleiri leiguíbúðir í
eigu borgarinnar og auknar aðgerðir í byggingu
íbúðarhúsnæðis á félagslegum grundvelli er kjarn-
inn í málflutningi meirihlutaflokkanna í borgar-
stjórn. Félagsleg vandamál einstæðra mæðra og
dagvistarstofnanir auk málefna aldraðra eru síðan
mál númer tvö og þrjú. Enginn ábyrgur aðili getur
horft framhjá erfiðleikum, sem þessir samfélags-
hópar eiga við að stríða, sízt ófremdarástandinu í
hjúkrunarmálum aldraðra. En borgarfulltrúar og
aðrir borgarbúar mega ekki verða svo uppteknir af
þessum úrlausnarefnum, þó að brýn séu, að þeir
taki ekki eftir því að uppistaðan fyrir eðlilegu og
heilbrigðu borgarsamfélagi er að skríða undan
þeim.
í málefnum Reykjavíkurborgar dugar ekki leng-
ur þessi einþætta áherzla sem öll beinist að svo-
kallaðri „vandamálapólitík“ og útitafli á Bern-
höftstorfu. Ábyrgir borgarstjórnaraðilar verða að
gera sér grein fyrir að aflvakinn í lífi borgar og
þjóðar er í arðsömum athöfnum, traustu atvinnulífi
sem fái viðunandi skilyrði til að dafna, með því að
tryggja atvinnuöryggi borgarbúa og dæla vítamín-
um í efnahagslíf landsmanna. Eftir tvær ráðstefnur
um atvinnumál höfuðborgarsvæðisins, þar sem
verulegrar svartsýni gætti, ættu forystumenn
Reykjavíkur að taka sig saman í andlitinu og horfast
í augu við mál málanna. Varnaðarorð alþingis-
mannsins Guðmundar J. Guðmundssonar ýta ef til
vill við þeim. En hvað skyldi annars sá ágæti þing-
maður Reykjavíkur vera að aðhafast til að rétta hag
hinnar hnignandi höfuðborgar?