Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 8
TliCLAÐ á
ísland meö 7% af heildarlánum
Norræna fjárfestingarbankans
Hinn 1. júní sl. voru fimm
ár frá því Norræni fjárfest-
ingarbankinn var stofnaður í
Helsingfors. Hlutverk bank-
ans er fyrst og fremst að
styrkja samvinnu milli fyrir-
tækja og stofnana í fimm
Norðurlandanna, þ.e. í Sví-
þjóð, Danmörku, Finnlandi,
Noregi og íslandi, með lán-
veitingum til framkvæmda
sem unnar eru í sameiningu
af aðilum í aö minnsta kosti
tveimur Noröurlandanna.
Á síðasta ári veitti bankinn
fyrstu byggðalánin til svæða
innan Norðurlandanna þar
sem þörf er á uppbyggingu.
Tveir íslenskir aðilar hlutu
þá lán í þessum lánaflokki,
þ.e. Framkvæmdasjóður og
Iðnþróunarsjóður. En
stærstu lánin sem bankinn
hefur veitt til íslands voru
árið 1976 til þess að reisa
verksmiðjuna á Grundar-
tanga og áriö 1978 til
Landsvirkjunar vegna
Hrauneyjarfossvirkjunar.
Starfsemi bankans nær
einnig til lánveitinga til
framdráttar norrænum út-
flutningi.
Frá upphafi og fram á mitt
ár 1981 hefur bankinn lánað
alls 3,3 milljarða sænskra
króna til 100 framkvæmda.
Lánin hafa fyrst og fremst
farið til framkvæmda á sviði
orku, iðnaðar og sam-
gangna. Skipting útlánanna
sýnir að öll Norðurlöndin
fimm hafa getað notfært sér
bankalánin í eölilegu sam-
ræmi viö hlutdeild sína í
stofnfjármögnun bankans
(Svíþjóð 45%, Danmörk
22%, Noregur og Finnland
16% hvort og island 1%).
Hlutfallslega hafa lánin
skipst þannig milli landanna
að 36% hafa farið til Svi-
þjóðar, 19% til hvers hinna
þriggja landa, Danmörku,
Finnlands og Noregs, og 7%
til Islands.
Það vekur athygli að eng-
inn starfsmannanna 36 er
islendingur. Aðspurður
sagði Þórhallur Ásgeirsson,
ráðuneytisstjóri í viðskipta-
ráðuneytinu, sem sæti á í
stjórn bankans, að þeir vildu
mjög gjarna fá íslending til
starfa, en það hefði ekki
tekist hingað til þótt ítrekað
hafi verið reynt. Því skilyrði
til starfa hjá bankanum er
ekki aðeins reynsla í banka-
viðskiptum heldur og góð
þekking á Norðurlandamál-
unum.
Fjarvinnslunet
Skýrsluvéla
teygir
sig um landið
Reisulegt hús
Rafmagns-
veitunnar
við Ármúla
Framkvæmdir eru í fullum
gangi við nýjar höfuðstöðv-
ar Rafmagnsveitu Reykja-
víkur inni við Ármúla og
Grensásveg. Ekki hafa
menn verið einhuga um
ágæti þessara stórhuga að-
gerða Rafmagnsveitu-
manna á sama tíma og veit-
an hefur óskað ítrekað eftir
verulegum hækkunum á
rafmagnstöxtum. Hvað sem
því líður er Ijóst, að þarna
mun rísa hið veglegasta hús
eins og meðfylgjandi teikn-
ing ber með sér. Rafmagns-
veitan hefur lengst af búið í
leiguhúsnæöi víðs vegar í
borginni. Gilti það jafnt um
skrifstofur, aðstöðu verk-
stjórnar og vinnuflokka svo
og birgðavörzlu og verk-
stæði. Á 50 ára afmæli Raf-
magnsveitunnar var lagöur
hornsteinn að 1. áfanga
bækistöðvar við Ármúla. Var
hún tekin í notkun 1972. Þar
eru til húsa tækniskrifstofur,
verkstjórn og vinnuflokkar,
birgðaflokkar og verkstæði.
Allt frá því að þessi bæki-
stöð var tekin í notkun var
ráðgert að hefja sem fyrst
byggingu síðari áfanga á
lóðinni, þ.e. skrifstofuhús-
næði sem sameinaöi ásamt
eldri byggingunni alla starf-
semi Rafmagnsveitunnar í
einni bækistöð.
Eins og fram kemur á ís-
landskortinu hér aó ofan, er
sýnir sívinnslu- og fjar-
vinnslunet SKYRR (Skýrslu-
véla ríkisins og Reykjavíkur-
borgar), og meðfylgjandi
skýringum, vinna SKÝRR nú
að því að skermavæða
landið til afnota fyrir inn-
heimtumenn, skattstjóra og
fasteignamat ríkisins. Tölv-
an er staðsett í Reykjavík og
er þegar búið að tengja
Akureyri. Fer innheimta þar
nú fram með svipuðum
hætti og hjá Gjaldheimtunni
í Reykjavík.
Til viðbótar því sem hér
kemur fram er að Bifreiða-
eftirlit ríkisins er nú að koma
inn í netið og hefur fógeti á
Akureyri nú þegar aðgang
að bifreiðaskránni þar sem
öll bílaeign landsmanna
kemur fram. Einnig eru
skrifstofur bifreiðaeftirlitsins
á Akureyri, Keflavík og
Hafnarfirði að koma inn í
þetta net.
8