Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 57
9/1974 (um starfskjör launþega en lög nr. 55/1980 leystu þau at hólmi). En síðan segir, að helztu breyt- ingar séu þær, að lagt sé til í 2. gr. að réttur og skylda til lífeyrissjóðs- aðildar nái til þeirra manna sem stunda atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, auk þess sem ákvæðin taki til launafólks eins og áður var. Forsaga laga nr. 55/1980, til- gangur og texti taka af öll tvímæli um það að öllum starfandi mönn- um, hvort sem þeir eru launamenn eða stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, er eftirleiðis skv. lögunum skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði sem viðurkenndur er af fjármálaráðuneytinu og greiða þangað iðgjald. Lög nr. 55/1980 stangast ekki á við nein önnur lög. Að vísu má hreyfa þeirri spurningu, hvort þau brjóti í bága við einhverjar grunn- reglur stjórnarskrárinnar, fyrst og fremst eignarréttarákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar. Svo verður ekki álitið. Lögin fela í sér lögfest- ingu á skyldu til kaupa á lífeyris- tryggingu fyrir hluta launa eða reiknaðs endurgjalds vegna starfa við eigin rekstur. Sjóðfélagar öðl- ast síðan lífeyrisrétt í samræmi við innunnin stig. Skyldan til lífeyris- sjóðsaðildar svipar að sumu leyti til lagaákvæða um aðrar skyldu- tryggingar og skyldusparnað sem talið hefur verið að stæðust. Má og minna á, að þrátt fyrir ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins, hefur ávallt og í vaxandi mæli verið talið heimilt að takmarka og skerða eignarrétt manna á margvíslegan hátt án þess að bætur þyrftu fyrir að koma. Á það þeim mun fremur við þegar lagaákvæði er fela í sér tak- mörkun eða skerðingu á eignar- rétti er almenns eðlis og mismuna ekki borgurunum. Að því marki sem ákvæði laga nr. 55/1980 um skylduaðild aö lífeyrissjóðum þættu takmarka ráðstöfunarrétt manna yfir sjálfsaflafé yrði nánast örugglega talið að þær takmark- anir væru svo almenns eðlis og gengju svo jafnt yfir alla, að 67. gr. stjórnarskrárinnar eða önnur ákvæði stjórnarskrárinnar stæðu þar ekki í vegi. Um 2 Engu máli skiptir um skyldu at- vinnurekenda til greiðslna í líf- eyrissjóð hvort þeir eru í samtök- um atvinnurekenda eða ekki. Skyldan til lífeyrissjóðsaðildar nær til allra þeirra sem stunda atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi. Lög nr. 55/1980 geyma þá megin- reglu að menn skuli eiga aðild að viðurkenndum lífeyrissjóði við- komandi starfsstéttar eða starfs- hóps. Má því álykta sem svo, að ef tiltekin samtök atvinnurekenda starfræktu lífeyrissjóö, bæri fé- lagsmönnum í samtökunum að fullnægja lífeyrissjóösskyldu sinni með aðild að þeim sjóði. En í 3. gr. laga nr. 55/1980 segir jafnframt, að eigi maður ekki sjálfsagða aðild að viðurkenndum lífeyrissjóði, velji hann sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa. í 3. gr. reglugerðar Lífeyrissjóðs verzlun- armanna segir t.d.: „Sjálfstæðum vinnuveitenda í samtökum, sem að sjóðnum standa og framkvæmda- stjóra fyrirtækis í sömu samtökum er heimil aðild að sjóðnum, enda berist umsókn þar aö lútandi til stjórnar sjóðsins". Eftirtalin sam- tök eiga aðild að sjóðnum: Félag íslenzkra iönrekenda, Félag ís- lenzkra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök Islands, Verzlunar- ráð íslands, Vinnuveitendasam- band Islands og Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur og er félags- mönnum þeirra því heimil aðild að honum skv. því sem í 3. gr. reglu- gerðarinnar segir. Réttur félags- manna þessara samtaka er því meiri en þeirra sem utan samtaka standa að þessu leyti. I 3. gr. laga nr. 55/1980 segir loks, að sé tryggingarskyldu ekki fullnægt með ofangreindum hætti, skuli henni fullnægt með iðgjalda- greiðslum til lífeyrissjóðs, er fjár- málaráðuneytið vísar til og með samkomulagi við viðkomandi líf- eyrissjóð. Þetta hefur nú verið út- fært enn frekar í lögum, því nú hafa verið sett sérstök lög um svonefndan Söfnunarsjóð lífeyris- réttinda, lög nr. 95/1980, en Í7. gr. þeirra laga eru allir launþegar, svo og þeir sem stunda atvinnurekst- ur eða sjálfstæða starfsemi, skyldaðir til greiðslu iðgjalds til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, svo framarlega sem þeir hafa ekki fullnægt tryggingarskyldu sinni með aðild að og greiðslu iðgjalda til annarra lögbundinna eða við- urkenndra lífeyrissjóða. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda verður því eftirleiðis samastaður þeirra sem ekki eiga lögskylda eða samningsbundna aðild að öðrum sjóðum. Gildir það um félagsmenn framangreindra atvinnurekenda- samtaka sem aðra, kjósi þeir ekki að gerast aðilar að Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Frjálsa lífeyris- sjóónum eða öðrum slíkum. Niðurstaða 1. Eftir gildistöku laga nr. 55/1980 eru allir þeir sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skyldir til aðildar að og greiðslu iðgjalda til viðurkennds lífeyrissjóðs. Lög nr. 55/1980 stangast hvorki á viö önnur lög né eign- arréttarákvæði stjórnarskrár- innar. 2. Skylda atvinnurekenda til aðildar aó og greiðslu til viður- kennds lífeyrissjóðs er hin sama hvort sem þeir eru í eða standa utan samtaka atvinnu- rekenda. Félagsmenn margra atvinnurekendasamtaka eiga rétt á aðild að Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Svonefndur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda verður eftirleiöis lífeyrissjóður þeirra sem ekki eiga aöild að öðrum sjóöum. gg 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.