Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 73

Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 73
Iðnaðarhverfi á Selfossi sótt heim Sunnarlega í Selfossbæ er nú að rísa geysimikið iðnaðar- hverfi. Þar eru m.a. nokkur ung fyrirtæki með rekstur í leigu- húsnæði, svonefndum Iðn- görðum, sem bærinn hefur reist gagngert til þess að drífa menn af stað í iðnað sem áhuga hafa, þannig að þeir þyrftu ekki að byggja yfir sig þegar í stað. Að sögn bæjar- stjórans er áætlað að þrjú slík hús verði byggð og leigð iðn- fyrirtækjum, og þeim síðan gefinn kostur á að kaupa er þeim vex fiskur um hrygg. Tvö af þeim fyrirtækjum sem við sóttum heim reka starfsemi sína í Iðngörðum bæjarins, þ.e. Prjónastofan Björg og Fossplast. í iðnaðarhverfinu er hvert fyrirtækið við annað með ýmiss konar starfsemi, en einna mest ber á byggingar- iðnaði, enda mun hann vera stærsta iðngrein bæjarbúa — næst mjólkuriðnaði. Ýmiss konar annar iðnaður hefur þó fest rætur hér, eins og fram kemur í þessari frásögn, því gengið var um hverfið og víða knúið dyra til þess að afla upplýsinga um starfsemina: Brautryðjendastarf 15kvennaísauma- og prjónaiðnaði veru með göngu- og trimmbraut- um, golfbrautum og trjálundum á milli. Á sama svæði eru tveir stórir íþróttavellir— gras- og malarvöll- ur — og er sá fyrrnefndi eini völl- urinn á landinu sem klæddur er gerviefni á atrennubrautum fyrir stökk. í framhaldi af þeim er gagn- fræðaskólabyggingin þar sem Hótel Selfoss er nú starfrækt og íþróttaaðstaðan í skólanum og önnur í nágrenninu nýtt fyrir íþróttamióstöð, sem tók til starfa í júní í sumar. Þegar okkur bar að garði voru t.d. 60 börn þar við íþróttanám ýmiss konar undir stjórn fimm íþróttakennara. Þaðan er stutt í Sundlaug bæjarins, en þar er allt að 17 m innilaug sem starfrækt hefur verið í rúma tvo áratugi, og 25 m útilaug sem byggð var á árunum 1975 og 1976. Inni eru m.a. leikfimisalur, Ijósaböð og æfingasalur, en við útilaugina eru hitapottar og vaðlaug og útivistar- svæði þar sem m.a. verður komið upp tennis- og blakvöllum. Hröð uppbygging Við síðustu áramót voru íbúar Selfoss 3.411. Var aukning frá fyrra ári langt yfir landsmeðaltali, eða um 2,5%, en á áratugnum frá 1970 til 1980 hafði bæjarbúum fjölgað um 42,3%. En þótt upþ- byggingin hafi verið hröð er bær- inn engan veginn stór (9. í röðinni af 22 kaupstöðum á landinu), og því spurðum við hvernig bæjarfé- lag af þessari stærð gæti staðið undir svo miklum framkvæmdum. Svar félagsmálastjórans var eitt- hvað á þá leið að þótt bærinn væri eitt af tekjulægstu sveitarfélögum landsins, væru tekjurnar jafnar. Vinna væri ekki árstíðabundin eins og víða í sjávarplássum, heldur jafnari, og aðstaöa til dægrastytt- ingar fólki í reglubundnum frítím- um því nauðsynleg. Þeir væru blessunarlega lausir við unglinga- vandamál — það væri það mikið fyrir unglingana að gera að þeir þyrftu ekki að vera aðgerðarlausir. Félagslíf í skólunum væri sterkt og aðstaðan góð í íþróttamiðstöðinni, og samnýting þeirra þátta er áður getur gerði það að verkum að reksturinn væri hagkvæmur. Viö höfðum spurnir af því að á sínum tíma hefðu 15 konur á Selfossi tekið sig saman og stofnað fyrirtækið Saumastof- an Framtak hf. Það var stofnað upp úr Saumastofu Selfoss og hóf rekstur fyrir u.þ.b. þremur árum. Fyrst í stað voru eig- endurnir einu starfsmenn fyrirtækisins. Síðan hafa um- svif aukist og nú vinna þar að jafnaði 34—36 konur, en margar þeirra eru í hlutastörf- um þannig að stöðugildi eru um 20. Hönnuður er Gunn- hildur Haraldsdóttir og fram- kvæmdastjóri — og jafnframt eini karlmaðurinn sem þarna vinnur — er Johnny Símonar- son. Áður en lengra verður haldið í kynningu á saumastofu þessara framtakssömu kvenna, skjótum við því hér inn, að þessar sömu konur áttu frumkvæði að því ásamt fimm öðrum aðilum — fyrirtækjum og einstaklingum — að Prjóna- stofan Björg hf. var stofnuð laust eftir síðustu áramót. Og eftir að rekstur prjónastofunnar hófst í febrúar sl. hefur framleiðsla saumastofunnar eingöngu verið úr ullarvoð sem þar er unnin. Er starfsemi beggja fyrirtækja rekin í leiguhúsnæði, hlið við hlið. ,,Það er mikill hægðarauki hjá okkur að hafa Prjónastofuna Björgu," sagði Johnny Símonar- son er hann gekk með okkur um fyrirtækið og lýsti starfseminni. ,,Kemur þar hvort tveggja til, nýt- 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.