Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 73

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 73
Iðnaðarhverfi á Selfossi sótt heim Sunnarlega í Selfossbæ er nú að rísa geysimikið iðnaðar- hverfi. Þar eru m.a. nokkur ung fyrirtæki með rekstur í leigu- húsnæði, svonefndum Iðn- görðum, sem bærinn hefur reist gagngert til þess að drífa menn af stað í iðnað sem áhuga hafa, þannig að þeir þyrftu ekki að byggja yfir sig þegar í stað. Að sögn bæjar- stjórans er áætlað að þrjú slík hús verði byggð og leigð iðn- fyrirtækjum, og þeim síðan gefinn kostur á að kaupa er þeim vex fiskur um hrygg. Tvö af þeim fyrirtækjum sem við sóttum heim reka starfsemi sína í Iðngörðum bæjarins, þ.e. Prjónastofan Björg og Fossplast. í iðnaðarhverfinu er hvert fyrirtækið við annað með ýmiss konar starfsemi, en einna mest ber á byggingar- iðnaði, enda mun hann vera stærsta iðngrein bæjarbúa — næst mjólkuriðnaði. Ýmiss konar annar iðnaður hefur þó fest rætur hér, eins og fram kemur í þessari frásögn, því gengið var um hverfið og víða knúið dyra til þess að afla upplýsinga um starfsemina: Brautryðjendastarf 15kvennaísauma- og prjónaiðnaði veru með göngu- og trimmbraut- um, golfbrautum og trjálundum á milli. Á sama svæði eru tveir stórir íþróttavellir— gras- og malarvöll- ur — og er sá fyrrnefndi eini völl- urinn á landinu sem klæddur er gerviefni á atrennubrautum fyrir stökk. í framhaldi af þeim er gagn- fræðaskólabyggingin þar sem Hótel Selfoss er nú starfrækt og íþróttaaðstaðan í skólanum og önnur í nágrenninu nýtt fyrir íþróttamióstöð, sem tók til starfa í júní í sumar. Þegar okkur bar að garði voru t.d. 60 börn þar við íþróttanám ýmiss konar undir stjórn fimm íþróttakennara. Þaðan er stutt í Sundlaug bæjarins, en þar er allt að 17 m innilaug sem starfrækt hefur verið í rúma tvo áratugi, og 25 m útilaug sem byggð var á árunum 1975 og 1976. Inni eru m.a. leikfimisalur, Ijósaböð og æfingasalur, en við útilaugina eru hitapottar og vaðlaug og útivistar- svæði þar sem m.a. verður komið upp tennis- og blakvöllum. Hröð uppbygging Við síðustu áramót voru íbúar Selfoss 3.411. Var aukning frá fyrra ári langt yfir landsmeðaltali, eða um 2,5%, en á áratugnum frá 1970 til 1980 hafði bæjarbúum fjölgað um 42,3%. En þótt upþ- byggingin hafi verið hröð er bær- inn engan veginn stór (9. í röðinni af 22 kaupstöðum á landinu), og því spurðum við hvernig bæjarfé- lag af þessari stærð gæti staðið undir svo miklum framkvæmdum. Svar félagsmálastjórans var eitt- hvað á þá leið að þótt bærinn væri eitt af tekjulægstu sveitarfélögum landsins, væru tekjurnar jafnar. Vinna væri ekki árstíðabundin eins og víða í sjávarplássum, heldur jafnari, og aðstaöa til dægrastytt- ingar fólki í reglubundnum frítím- um því nauðsynleg. Þeir væru blessunarlega lausir við unglinga- vandamál — það væri það mikið fyrir unglingana að gera að þeir þyrftu ekki að vera aðgerðarlausir. Félagslíf í skólunum væri sterkt og aðstaðan góð í íþróttamiðstöðinni, og samnýting þeirra þátta er áður getur gerði það að verkum að reksturinn væri hagkvæmur. Viö höfðum spurnir af því að á sínum tíma hefðu 15 konur á Selfossi tekið sig saman og stofnað fyrirtækið Saumastof- an Framtak hf. Það var stofnað upp úr Saumastofu Selfoss og hóf rekstur fyrir u.þ.b. þremur árum. Fyrst í stað voru eig- endurnir einu starfsmenn fyrirtækisins. Síðan hafa um- svif aukist og nú vinna þar að jafnaði 34—36 konur, en margar þeirra eru í hlutastörf- um þannig að stöðugildi eru um 20. Hönnuður er Gunn- hildur Haraldsdóttir og fram- kvæmdastjóri — og jafnframt eini karlmaðurinn sem þarna vinnur — er Johnny Símonar- son. Áður en lengra verður haldið í kynningu á saumastofu þessara framtakssömu kvenna, skjótum við því hér inn, að þessar sömu konur áttu frumkvæði að því ásamt fimm öðrum aðilum — fyrirtækjum og einstaklingum — að Prjóna- stofan Björg hf. var stofnuð laust eftir síðustu áramót. Og eftir að rekstur prjónastofunnar hófst í febrúar sl. hefur framleiðsla saumastofunnar eingöngu verið úr ullarvoð sem þar er unnin. Er starfsemi beggja fyrirtækja rekin í leiguhúsnæði, hlið við hlið. ,,Það er mikill hægðarauki hjá okkur að hafa Prjónastofuna Björgu," sagði Johnny Símonar- son er hann gekk með okkur um fyrirtækið og lýsti starfseminni. ,,Kemur þar hvort tveggja til, nýt- 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.