Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 22

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 22
BÍLAR lega að ræða á næsta ári. Ýmsir spá- dómar eru uppi í þeim efnum og rökstuddar tölur settar fram um inn- flutning á bilinu 6.000 til 10.000 bílar. Hér er ekki um hégómamál að ræða heldur afskaplega alvarlega þróun og sýnist þar ætla að loða við okkur ís- lendinga þau fomu ummæli að þurfa ýmist að vaða elginn í ökla eða eyra. í fyrsta lagi er ljóst að þessi mikli samdráttur mun skerða atvinnuör- yggi þeirra sem starfa við innflutning- inn og sjá um þjónustu við nýja bíla. í því sambandi má ekki gleyma að 15- 20.000 manns byggja afkomu sína á þjónustu við bílgreinina í heild þannig að viðvarandi samdráttur í sölu myndi brátt hafa veruleg áhrif á atvinnustig- ið. í öðru lagi mun ríkissjóður verða af verulegum tekjum og má ítreka það sem áður hefur komið fram að um 20% ríkistekna skapast af innflutningi og þjónustu við bifreiðar. Á síðasta ári voru tekjuhlutföll bflgreinarinnar af heildartekjum ríkissjóðs þannig að tekjur af innflutningnum sjálfum voru 8.9%, af hjólbörðum, viðgerðum og varahlutum 2.6% og af sölu eldsneyt- is og trygginga 8.6%. STÁLGRINDAR- HÚS - Auðveld í uppsetningu - Stuttur byggingartími - Sveigjanleg byggingakeríi - Breytingar auðveldar - Stálklæðning frá Inter Profiles - Steinullareinangrun - SFS festingar - C og Z langbönd frá Inter Profiles - Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GÆÐI ÚR STÁXJ í þriðja lagi mun íslenski bflaflotinn á ný verða úr sér genginn ef jafnvægi kemst ekki fljótlega á í innflutningi og mun það auðvitað hafa ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir lands- menn og öryggi þeirra í umferðinni. Á hinn bóginn sparast verulegur gjaldeyrir vegna minnkandi innflutn- ings nýrra bfla og hlýtur það að vera ánægjuefni í versnandi gengi efna- hagsmála. Árið 1987 nam bflainnflutn- ingur á gildandi verðlagi um mitt það ár ríflega 6 miljörðum króna og var um aukningu frá fyrra ári að ræða upp á um 2 miljarða. Slík neysla gat auð- vitað ekki haldið áfram ár frá ári og því hlaut samdráttur að blasa við. Það kann að reynast skammgóður vermir fyrir ríkisvaldið að hækka tolla og aðflutningsgjöld af bifreiðum ef það þýðir aukinn samdrátt í sölu nýrra bfla. Slík ráðstöfun er það sama og að pissa í skóinn sinn. Meginatriðið hlýt- ur að vera að opinberir aðilar láti af sífelldum breytingum á verði bifreiða, hvort sem um er að ræða einkabfla eða atvinnutæki. Jöfn sala og skipti milli manna á þessum þarfasta þjóni nútímans hlýtur að vera affarasælust. HVAÐ SEGJA SÖLUMENN Eins og áður kom fram í samantekt þessari er spáð verulegum samdrætti í bflasölu á komandi ári. En hvemig gekk salan á þesu ári og hvað er fram- undan að mati talsmanna bifreiðaum- boðanna? Við ræddum við nokkra. JóhannHaraldssonhjáJöfrihf, sem flytur inn Skoda, Peugeot og Chrysl- er bifreiðar sagðist þokkalega ánægð- ur með útkomu ársins. Tegundimar hefðu selst misjafnlega. Skoda bflum hefði fækkað frá fyrra ári en hins veg- ar orðið veruleg aukning á sölu ann- arrategunda, einkum Chrysler. Hann kvað umboðið hafa selt nánast alla bfla af 1988 árgerðinni enda hefði verið gripið til útsöluaðferða í haust, sem auðvitað gerði það að verkum að af- koman yrði verri í ár en ella. Jóhann sagði að Jöfur hf stefndi að því að halda um 11% markaðshlutdeild áfram en að um verulega minnkun í sölu yrði að ræða á næsta ári. Gylfi Siguijónsson hjá Bflvangi sagði að afkoma fyrirtækisins yrði vel réttu megin við strikið, eins og hann komst að orði, þrátt fyrir verulegan samdrátt í sölu. Árið 1987 hefði um- boðið selt um 550 bfla en nú væri aðeins búið að selja innan við 400 bfla. Bflvangur selur m.a. Chevrolet bfla frá Bandaríkjunum, Opel frá V- Þýskalandi og Isuzu frá Japan. Um verulega aukningu hefur verið að ræða í sölu bandarísku bílanna, m.a. vegna hagstæðrar gengisþróunar. Hjörtur Jónsson hjá Ræsi hf, sem flytur inn Mercedes-Benz frá V- Þýskalandi sagði erfitt að meta sveifl- urnar í prósentum þar sem umboðið flytti inn tiltölulega fáa en dýra bfla. Þá væri kaupendahópurinn talsvert öðru vísi en hjá öðrum aðilum, aðallega at- vinnubifreiðastjórar, en mest flytur Ræsir inn sendibfla, vörubfla og fólks- bfla til leiguaksturs. Hann kvað þessa aðila þurfa að endumýja bfla sína hvað sem tautaði og raulaði en vissulega mætti búast við einhverri tregðu í sölu á næsta ári. Börkur Amason hjá Glóbus hf, sem flytur inn SAAB frá Svíþjóð og Citroen frá Frakklandi kvaðst hafa orðið var við samdrátt í sölu strax sl. vor enda kæmi árið tiltölulega illa út í sölu. í lok september árið 1987 hafði umboðið flutt inn 340 fólksbfla en á sama tíma í ár aðeins um 170. Þessi samdráttur endurspeglast í veltutöl- um bifreiðadeildar Glóbus hf: 140 miljónir 1987 en aðeins 120 miljónir í ár að sögn Barkar Árnasonar. Kristinn Valtýsson hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum sagði að sam- drátturinn í sölu Lada bifreiða hefði komið mun seinna fram en hann hefði átt von á. Jöfn sala hefði verið allt fram í nóvember en þá hefði hún dregist verulega saman. Þetta væri ekkert nema eðlilegt eftir gífurlegan innflutning árið á undan og markaður- inn hefði þurft að jafna sig um stund- arsakir. Samdráttur næsta árs yrði eflaust enn meiri en síðan kæmist inn- flutningurinn í eðlilegt ástand að nýju þ.e. yrði um 10% af bflaeigninni ár hvert. Þórir Jensen hjá Bflaborg sagði inn- flutning bifreiða á næsta ári geta brugðið til beggja vona. Stjórnvöld hygðu á verulega aukna skattheimtu af bflum auk þess sem efnahagur landsmanna myndi án efa rýrna á næsta ári. Hann kvað Bflaborg hafa 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.