Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 27

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 27
María E. Ingvadóttir fjármálastjóri Útflutningsráðs íslands. tveir erlendis. „Það er í rauninni ekki gott að lýsa starfssviði mínu í fáum orðum. Það snýst aðallega um fjármál og samskipti við hagsmunaaðila — heima og erlendis en auk þess starfs- mannahald og almenna stjórnun hér innanhúss." María getur þess að um 90% allra þeirra sem hún hefur samskipti við í sambandi við starfið séu karlmenn og bendir á að karlmenn séu nær allsráð- andi í stjómunarstörfum matvælaiðn- aðar- og sjávarútvegsfyrirtækja. Þegar ég spyr hvort ekki hafi verið erfitt að setja sig inn í þessa framandi málaflokka, segist hún hafa fengið haldgóða reynslu í fyrri störfum sín- um í hagdeildum Verðlagsstofnunar og Sambandsins. Nú eru karlmenn í miklum meiri- hluta þeirra aðila sem þú hefur sam- skipti við. Hvernig hafa þeir tekið konu í starfi fjármálastjóra? Gætir e.t.v. efa hjá þeim um að þú hafi vit á þessum málaflokkum sem karlmenn hafa að mestu einokað hingað til? María neitar þessari spurningu ákveðin og segir: „Ég hef aldrei orðið vör við slíkt — enda kem ég hingað frá Sambandinu þar sem alla tíð hefur ríkt sannkallað karlaveldi. Auðvitað koma karlmenn aldrei fram við konur eins og kynbræður sína. Þeir eiga það stundum til að segja „elskan“ eða „vinan“ sem fer afskaplega mikið í taugarnar á mér. Slíkt myndu þeir aldrei segja við annan karlmann," segir hún og hristir höfuðið. Að öðru leyti seg- ist María ekki finna að viðmót samskiptaaðila sé frábrugðið því sem tíðkast almennt í slíkum sam- skiptum. „Annars hef ég hugsað af- skaplega lítið um það hvort munur sé á því að vera kona eða karlmaður í þessu starfi,“ segir María hugsi. „Ég hef ekki orðið vör við að karlmenn taki minna mark á mér en kynbræðr- um sínum. Þetta er aðallega spuming um að hafa þekkingu á því sem maður er að fást við og ef hún er til staðar þá skiptir kyn ekki máli. Ég hef þó orðið vör við að ókunnugir reyna oft að komast eins langt og þeir geta og sjálfsagt telja þeir sig hafa betri mögu- leika ef um konu er að ræða. Eitt af því er „elskan“ ávarpið sem ég nefndi áðan,“ segir hún brosandi en getur þess jafnframt að slíkt sé ekki sagt í niðr- andi merkingu. „Sumir telja sig kannski geta slegið svol- ítið á mann með slíku ávarpi — en finna fljótlega að það er tilgangslaust." María ítrekar að það skipti megin- máli í þessu sambandi að hafa þekk- ingu á þeim málaflokkum sem um ræðir en getur þess jafnframt að allt of fáar konur sýni t.d. vipskipta- og utanríkismálum áhuga. Því til stað- festingar nefnir hún EB og getur þess að Verslunarráðið hafi nýlega ákveðið Konum hættir hins vegar til að velta sér upp úr smáatriðum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.