Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 28

Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 28
STJORNUN „Mér hefur stundum virst sem konur vilji hreinlega láta stjórna sér,“ segir María. að skipa fjórar sex manna nefndir sem hver um sig fjallar um ákveðinn mála- flokk eins og hann er innan EB og hvar við stöndum gagnvart þeim málaflokkum. „í þessum nefndum er aðeins ein kona og það er ég. Það virðist sem konur hafí ekki almennan áhuga á má- lefnum sem snerta ut- anríkismál, utanríkis- verslun og skattamál," segir hún og getur þess að Hvöt hafi gengist fyrir ráðstefnum um ut- anríkismál og skattamál. „Við áttum mjög erfitt með að fá konur til þátt- töku í þeim umræðum," segir hún. En hvað segir María um reynslu sína af því að vinna með konum ann- ars vegar og körlum hins vegar? Vinna konur öðruvísi en karlar? María svarar því á sama hátt og áður að ef konan hafi þekkingu og áhuga á því málefni sem um er rætt þá skipti það engu máli. Hún tekur þó fram að þegar ein kona sé í hópi karl- manna, t.d. á fundum eða í nefndar- störfum, beri oft á því að hún sé á varðbergi gagnvart því að hún sé tekin alvar- lega. „Ég man þegar ég var hjá Sam- bandinu," segir hún. „Þá sagði fram- kvæmdastjórinn minn eitt sinn að það væri engu líkara en ég væri sífellt á varðbergi á öllum fundum, rétt eins og ég væri ein á móti öllum körlunum! Þetta er auðvitað alrangt. Ástæðan er einfaldlega sú að konur taka sig mun alvarlegar en karlar og eru hræddari við gagnrýni en þeir. Ein ástæðan er e.t.v. sú að konur eru jafnan í minnihluta á öllum fundum og því vekur málflutningur þeirra jafnan meiri athygli en karlanna. Auk þess virðist sem konur þurfi jafnan að vera helmingi klárari en karlar þar sem bæði kynin eru samankomin á fund- um. Fávíslegar athugasemdir hjá karlmanni vekja ekki athygli — en ef kona gerist sek um slíkt er umsvifa- laust tekið eftir því og talað um það,“ segir hún ákveðin. Hún ítrekar að karlmenn hafi að jafnaði meira sjálfstraust en konur og því verði þeir ósjálfrátt atkvæðameiri á fundum. „Einhvem veginn ganga þeir ákveðnari til verks og snúa sér beint að aðalatriðunum. Konum hætt- ir hins vegar til þess að velta sér upp úr smáatriðunum. Þannig hef ég tekið eftir því að konur eiga það til að ræða um tilfinningalega hlið málanna, sem ef til vill skiptir ekki máli í umræð- unni. Þær draga því fundinn oft á lang- inn með óþarfa masi um aukaatriði," segir María brosandi og getur þess að þessi orð eigi án efa eftir að sæta gagnrýni kynsystra liennar. „Mér hefur stundum virst sem konur vilji hreinlega láta stjóma sér,“ segir hún. María talar jafnframt um að oft komi það sér beinlínis vel að hafa konu meðal fundarmanna. Hún segir konur líta á málin út frá mun breiðara sjónarhorni og eiga auðveldara með að setja sig inn í ólík sjónarmið. „Kon- ur vilja frekar fara samningaleiðina og eru oft ekki eins einstrengingslegar og karlmenn. Ég hef því orðið vör við að þegar allt er komið í hnút á fundum leysa konurnar málin með lagni á til- finningalegum nótum sem karlmenn hafa ekki enn getað spilað eftir.“ Sem fyrr segir heyrir starfsmanna- hald undir fjármálastjóra. Samstarfs- menn Maríu hjá Útflutningsráði ís- lands eru 14 auk þess sem 3 við- skiptaaðilar starfa erlendis. Ég tók strax eftir því að fjármálastjóri hefur engan ritara eins og títt er meðal starfsbræðra hennar í svipaðri stöðu. Ég tók líka eftir því að undirmenn hennar eru allir konur. María brosir hógvær þegar ég spyr hvernig gangi að halda uppi aga á lið- inu. „Ég trúi á samvinnu — firekar en að vera að burðast með einhvern yfir- mannakomplex. Þó svo að ég eigi að heita yfirmaður hér þá lít ég ekki á mig sem síkan. Ég teysti því að fólk vinni sín störf og ef það gerir það óaðfinnanlega þá skipti ég mér sem Ég trúi á samvinnu frekar en að vera að burðast með einhvern yfirmannakomplex. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.