Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.10.1988, Qupperneq 32
STJÓRNUN EKKISÉRLEGA HLYNNT GRAS- RÓTARHREYFINGUM - SEGIR HILDUR PETERSEN óskaplega í taugamar á henni. „Þetta er eins og hver annar kækur hjá mönnum; vanhugsað ávarp í þeirri viðleitni að vera elskulegir. Mér er til efs að karlmenn kynnu að meta það ef konur ávörpuðu þá á sama hátt að fyrra bragði.“ Eins og áður hefur komið fram er Liðsauki hf. stærsta starfsmiðlunin hér á landi. Ég spyr Oddrúnu hverja hún telji aðalástæðu velgengninnar þegar litið er til þess stutta tíma sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Er það sú staðreynd að konur sitja við stjórnvölinn? „Ef til vill er það ein ástæðan af mörgum. Við fórum hægt af stað og ákváðum strax að láta þjónustuna sitja í fyrirrúmi. Ég get ekki hugsað mér neitt dapurlegra en að stofna fyrirtæki með miklu brambolti, blaða- mannafundi og hanastélsboði og svo gæti fyrirtækið allt eins orðið gjald- þrota ári síðar. Við spiluðum því ekki djarft og unnum fyrirtækið upp lið fyrir lið. Ætli það sé ekki einkennandi fyrir konur,“ segir hún brosandi. „Karlar hefðu eflaust tekið meiri áhættu og þárfest í stöðutáknum. Eins og þú sérð er íburðinum ekki fyrir að fara hjá okkur. Við leggjum þess í stað áherslu á notalegt vinnu- umhverfi og alúðlegt viðmót gagnvart þeim sem sækja okkur heim. Við ákváðum líka að fjárfesta í fullkomn- um tölvubúnaði til þess að geta veitt sem besta þjónustu. Þetta tel ég vera lykilinn að velgengninni." Þegar hér var komið sögu var kaff- ið á þrotum og degi tekið að halla. Um leið og ég þakka Oddrúnu fyrir spjallið talar hún um að varla hafi ég fengið mikið út úr því. „Þú ert að velta því fyrir þér hvort konur eigi erfltt upp- dráttar í viðskiptalífinu og hvort þær stjórni öðruvísi en karlar? , Já, ég held að konur stjórni öðru- vísi en karlar og það tel ég af hinu góða. Við eigum ekki að reyna að vera „litlir karlar“ það væri lítill áfangi í jafnréttisbaráttunni. Ég tel miklu vænlegra að halda á lofti sérstökum eiginleikum okkar og berjast fyrir jafnri stöðu á þeim grundvelli. Að öðru leyti gilda sömu lögmál í við- skiptum — hvort heldur um konu eða karl er að ræða: Góð þjónusta og heiðarleiki í hvívetna." Hildur Petersen, fram- kvæmdastjóri Hans Petersen hf., tók á móti mér með bros á vör í glæsilegum húsakynnum fyrirtækisins að Lynghálsi 1. Undanfarin 9 ár hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjá þessu gróna og virta fyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 1907. Það var Hans Petersen, afi Hildar, sem stofnsetti fyrir- tækið, sem í upphafi var mat- vöru- og veiðafæraverslun. Arið 1920 hóf Hans framleiðslu á svart-hvítum ljósmyndum og filmusölu og frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú starfrækir Hans Petersen fjórar verslanir í Reykjavík auk heild- verslunar og er án efa stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og hefur ótvíræða yfir- burði á íslenskum markaði. Hans Petersen hf. er fjölskyldu- fyrirtæki. Eftir lát Hans Peter- sen árið 1938, tók Guðrún Pet- ersen, kona hans, við rekstrin- um og rak fyrirtækið með syni sínum, Hans P. Petersen föður Hildar. Sjálf segist Hildur hafa fylgst með öllum þáttum starf- seminnar frá barnæsku og hún fór snemma að vinna í verslun- inni í Bankastræti á meðan mið- stöð fyrirtækisins var þar. Eftir stúdentspróf hóf hún nám í við- skiptafræði við Háskóla íslands en hvarf frá námi eftir tvö ár til þess að taka við stöðu fram- kvæmdastjóra — þá aðeins 23 ára. „Ég tók þá ákvörðun að hætta frek- ara námi til þess að taka við þessu starfi,“ segir hún og kveðst ekki sjá eftir því. „Ég tel að ég sé fyrir löngu búin að ljúka mínu viðskiptafræðinámi í gegnum starfið hér og hef því ekki í hyggju að fara aftur í skólann til þess að fá prófskírteinið,“ bætir hún við. Var ekki erfitt fyrir unga stúlku að taka við svo ábyrgðamiklu starfi? Hildur neitar því ekki að svo hafi verið í fyrstu en tekur fram að hún hafi ekki verið ókunnug starfseminni — enda fylgst með öllum þáttum hennar frá blautu barnsbeini. „Mér var mjög vel tekið og allir voru tilbúnir til þess að hjálpa mér. Ég átti því góða að. Hans Petersen er gróið fjöl- skyldufyrirtæki þar sem konur hafa jafnan verið atkvæðamiklar og því kom ráðning mín í þetta starf ekki á óvart. “ Hildur játar þó að líklega hefði hún ekki fengið slíkt tækifæri nema vegna fjölskyldutengsla inna fyrir- tækisins. „Þetta var aðeins bein þró- un þess sem verið hafði fram að því. Hér hafa konur verið í mörgum aðal- hlutverkunum frá því amma mín rak fyrirtækið af myndarskap eftir að afi lést. Nú vinna hér 5 hluthafar auk mín og þar ríkir algert jafnræði hvað varð- ar kynin; þrír karlar og þrjár konur,“ segir hún ákveðin. „Systir mín, Guð- rún, hefur t.d. umsjón með öllum verslunum fyrirtækisins og Elín Agn- arsdóttir er auglýsingastjóri. Ég er því ekki eina konan í stjórnunarstöðu hér,“ áréttar Hildur. Að sögn Hildar störfuðu 65 manns við fyrirtækið þegar hún tók við fram- kvæmdastjórastöðunni en nú eru starfsmenn nálægt 80. Aðspurð um starfsvettvang framkvæmdastjóra . 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.