Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 33

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 33
Hildur Petersen framkvæmdastjóri Hans Petersen hf. segir Hildur hann vera víðtækan. „Ég sit í stjóm fyrirtækisins og marka stefnu þess ásamt fleirum. í fyrirtæki af þessari stærðargráðu þarf að huga að mörgu. T.d. hef ég mikil samskipti við viðskiptaaðila — bæði hér heima og erlendis. Auk þess sé ég um mannaráðningar hér á skrifstofunni og fylgist með því sem er að gerast í fyrirtækinu að öðru leyti.“ Hildur segist þó markvisst hafa reynt að minnka umsvif sín undanfarin ár. „Ég hef verið að reyta af mér störfin og reyni að hafa minna umleikis þannig að ég geti einbeitt mér betur að því sem ég er að fást við hverju sinni.“ Við ræðum um hugtakið „yfirmað- ur“ og Hildur neitar því þó ekki að sér finnist eðlilegt að einn ákveðimi aðili sé hinn eiginlegi yfirmaður. „Ég er ekki sérlega hlynnt grasrótarstefn- unni og tel nauðsynlegt að einn ákveðinn aðili sé til staðar sem tekið er mark á. Þar með er ég þó ekki að segja að ég sé haldin neinum „yfir- mannskomplexum“ en hitt er svo annað mál að oft verð ég að taka erfið- ar og óvinsælar ákvarðanir og þá reynir á þann þátt.“ Hefur þú á tilfinningunni að þér sé tekið öðruvísi sem yfirmanni en karl- manni? „Það er nú einu sinni þannig að ef kona sýnir að hún er ákveðin í starfi þá er hún gjarnan talin frek. Ef karl- maður stjórnar á sama hátt er hann talinn áveðinn. Þess vegna held ég að konur verði að vera frekari en karlar til þess að tekið sé mark á þeim.“ Hildur segist þó e.t.v. njóta þess að amma hennar hafi um langan tíma haft mikil afskipti af fyrirtækinu. „Ég hef satt að segja aldrei leitt hugann sérstaklega að kynferði mínu hvað starfið varðar. Ég er fyrst og fremst ffamkvæmda- stjóri og þannig lítur starfsfólkið á mig. Hér eru líka allir vanir því að konur sitji við stjórnvölinn. í mínum huga er þetta aðeins spurning um að vera starfi sínu vaxinn — án tillits til kynferðis.“ Hildur getur þess að starfi hennar fylgi mikil samskipti við viðskiptaaðila erlendis. Hún talar um að flestir þeirra séu karlmenn og nefnir Japan sem dæmi þar sem karlar gegni nær undantekningalaust stöðum yfir- manna. „Mérhefurfundist betra að eiga sam- skipti við konur en karla. Þær eru einhvern veginn liprari í samskiptum. Nei, ég hef ekki orðið vör við að fólk vantreysti mér vegna þess að ég er kona. Ég man aðeins eftir einu skipti," segir Hildur og brosir. „Það var fljótlega eftir að ég tók við þessari stöðu. Þá átti ég við- skipti við bankastjóra hér í borginni sem talaði við mig rétt eins og ég væri barn. Svo kvarta ég auðvitað yfir því sem allar konur heyra sem eiga við- Pá átti ég viðskipti við bankastjóra hér í borginni sem talaði við mig rétt eins og ég væri barn. 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.