Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 36

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 36
REKSTUR Framleiðslutækin eru dýr og ekki er unnt að ná góðri rekstrarafkomu þar sem þau eru meira eða minna ónotuð. sem hættu starfsemi sinni þegar illa áraði, verði ræstar að nýju, framboðið aukist og heimsmarkaðsverð lækki? Jón segir svo vissulega vera og bætir því við að það hafi þegar gerst í Banda- ríkjunum. „En það er jóker í spilunum. Á síðasta ári fluttu Kínverjar töluvert af kísil- járni á vestrænan markað en nú bendir allt til þess að þeir auki stálframleiðslu sína og minnki þar með útflutning á kísiljárni. Við- bótin á markaðnum, frá verksmiðjum sem gangsettar voru á síðasta ári, er tæpast talinn verða meiri en sem nemur minnkuð- um útflutningi Kínverja. Horfumar eru því góðar.“ Jón Sigurðsson vildi h'tið tjá sig um kreppuna í íslenska efnahagslífinu en sagði það ljóst að betri nýting framleiðslutækj- anna væri forsenda velgengni. „Á síðustu misserum höfum við endurskipulagt verksmiðjuna með tilliti til aukinnar nýt- ingar og ég er sannfærður um að helming- ur hagnaðarins er tilkominn vegna betri nýtingar. Við jukum framleiðsluna úr 52- 55 tonnum á ári upp í 70 tonn. Ég tel að erfitt sé að gera ráð fyrir góðri rekstraraf- komu í þeim tilvikum þar sem dýr fram- leiðslutæki eru meira og minna ónotuð!“ Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri hjá KASK: UNDANFÆRSLU- LEIÐIN DUGAR SKAMMT! Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri KASK (Kaupfélags Austur-Skaftfellinga) segir ljóst að tap verði á öllum rekstrar- greinum kaupfélagsins; fiskvinnslu, versl- un og landbúnaði. „Kaupmáttur almenn- ings hefur minnkað og vaxtakostnaðurinn hefur verið mikill. Þetta kemur vissulega niður á smásöluversluninni, sem ekki hef- ur tekist að halda kostnaði niðri. Og ég held að staða smásöluverslunarinnar sé öllu verri úti á landsbyggðinni en í þéttbýl- inu.“ Að sögn Hermanns er tapið í fiskvinnsl- unni einkum tilkomið vegna verðfalls á er- lendum mörkuðum. „Gengislækkun krón- unnar dugði engan veginn til að mæta verðfallinu því dollarinn seig það mikið á árinu.“ Hermann segir að verðhækkanim- ar á árunum 1986 og ’87 hafi skilað sér beint út í þjóðfélagið með auknum tekjum útgerðarinnar og einstaklinga sem vinna við útgerð og fiskvinnslu. „Á sama hátt hefði verðlækkunin átt að hafa áhrif á þá sem eiga afkomu sína undir útgerð og fisk- vinnslu, en það er nánast öll þjóðin. Það gengur ekki að hagnaður sjávarútvegsins fari beint út í þjóðfélagið en hann þurfi síðan að sitja sjálfur uppi með tapið þegar illa árar. Að undanfömu hefur landbúnaðurinn einkennst af offramleiðslu og birgðir hafa hrannast upp. Þetta kemur sér vissulega illa fyrir bændur en bitnar þó fyrst og fremst á afurðastöðvunum. Enda leita stjómendur þeirra til ráðamanna, í nærri því 365 daga á ári, í leit að úrbótum sem enn hafa ekki litið dagsins ljós.“ Hermann segist ekki vera bjartsýnn á komandi ár. „Það blasir við áframhaldandi offramleiðsla landbúnaðarafurða og út- gerðin sér fram á minni afla á næsta ári og um leið skertar tekjur. Menn hafa reyndar bent á hugsanlegar verðhækkanir erlendis og að þær komi til með að bæta aðstöðu útgerðarinnar. Mér þykir nær að líta á slíkt sem náðargjöf, frekar en lausn á vandanum. Undanfærsluleiðin dugar ekki!“ Að mati Hermanns mun efnahags- ástand þjóðarinnar ekki batna á næsta ári „en eftir áramótin 1989 og ’90 ætti ástand- ið að fara að lagast. Þá verður kreppan búin að standa í tvö ár og reynsla undan- farinna ára sýnir okkur að krepputími varir sjaldan lengur en í eitt og hálft til tvö ár.“ VILIU SPIU BILUARD? VIÐ BJÓÐUM GÓÐA AÐSTÖÐU OG ÞÆGILEGT ANDRÚMSLOFT BILLIARDSTOFA KÓPAVOGS HAMRABORG 1 (NORÐANMEGIN) - SÍMI 64-18-99 36 ■

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.