Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 41

Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 41
bendir margt til þess að flestar verðlækk- anir sjávarafurða á erlendum mörkuðum séu nú komnar fram. Það þýðir, í versta falli, að búast megi við óbreyttu verðlagi. Engar líkur eru á verðhækkunum, sem nokkru nema. Blikur eru á lofti á Asíu- markaðinum, þar sem mikið framboð hef- ur verið á fiski, enda eru verðhækkanir enn að koma þar fram. Jafnvel þótt ein- hverjar verðhækkanir verði árið 1989 eru efnahagsörðugleikamir hérlendis það miklir að það mun taka okkur eitt til tvö ár að skapa hér eðlilegt jafnvægi. Eitt af því sem torveldar að jafnvægi komist á í efna- hagsmálum okkar er hið ógnvekjandi jafn- vægisleysi íslenskra stjórnmála.“ Tiyggvi Pálsson, bankastjóri Verzlunarbankans: EITT BESTA ÁR í SÖGU BANKANS! Að sögn Tryggva Pálssonar, banka- stjóra, er árið 1988 eitt hið besta í sögu Verzlunarbanknas „og kemur þar margt til. Afkoman var góð og arðsemi eigin íjár var í samræmi við markmið." Tryggvi segir að lausafjárstaða bankans sé góð og „einnig virðist hafa náðst góður árangur í þeim félögum sem bankinn á aðild að. “ Þar nefnir Tryggvi meðal annars Fjárfestingarfélagið, Féfang og Kredit- kort hf. „Aukning innlána var með besta móti í samanburði við aðra banka og lausa- íjárstaðan var viðunandi." Ástæðan fyrir góðri stöðu Verzlunar- bankans, á tímum samdráttar og kreppu, segir Tryggvi vera margþætta. „Bankinn hefur boðið upp á ýmsar nýjungar. Við komum með nýtt innlánsform á árinu, auk þess sem við höfum þróað útlánakerfi Verzlunarbankans töluvert að undan- förnu. Við bjóðum upp á verðtryggð lán með föstum vöxtum og tókum fyrstir upp svokallaða kjörvexti, en þar eru vextir miðaðir við lánstraust. Þá má ekki gleyma þeirri miklu stuðn- ingsyfirlýsingu sem birtist í vel heppnuðu hlutaljárútboði. Boðnar voru út 100 millj- ónir króna í nýtt hlutafé en pantanir bárust í 180 milljónir króna." Tryggvi segir að árið 1989 muni ein- kennast af víðtækum samdrætti í þjóðar- búskapnum sem bankinn muni ekki fara varhluta af. „Ljóst er að gæta þarf vel að útlánum og útlanstöp munu höggva stór Afkoma bankanna var góð á árinu 1988. skörð í afkomu banka og eigið fé þeirra. Ég geri því ráð fyrir að rekstrarafkoma bankanna verði almennt lakari árið 1989 en hún var árið 1988. Við hjá Verzlunarbank- anum munum, eftir sem áður, gera okkar besta til að viðhalda góðum rekstri.“ Að mati Tryggva er yfirstandandi efna- hagskreppa á margan hátt sérstæð. „Fyrri kreppur sem við höfum gengið í gegnum, hafa flestar verið af völdum ytri aðstæðna en það er ekki hægt að segja það sama um þrengingarskeiðið sem þjóð- in gengur í gegnum núna. Niðursveiflan mun hins vegar leiða af sér ákveðna hreinsun með margvíslegri hagræðingu sem mun styrkja atvinnurek- endur og auðvelda mönnum baráttuna við að rífa sig upp úr öldudalnum. En illmögu- legt er að gera sér grein fyrir því hvað það mun taka langan tíma.“ FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. PRENTUN • STIMPLAGERÐ • UMBÚÐAPAPPÍR SPÍTALASTÍG 10, V/ÓÐINSTORG • SÍMI 11640 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.