Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 47

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 47
IÐNAÐUR VERÐA RAFBILAR ALGENGIR IIM NÆSTU ALDAMÓT? Greinarhöfundur Arnþór Þórðarson er rafmagns- verkfræðingur frá Háskóla íslands og starfar hjá tæknideild Félags íslenskra iðnrekenda. Rafbílar eru engin nýjung. Fyrsti rafbíllinn leit dagsins ljós fyrir um 150 árum. Þeir voru orðnir töluvert algengir áður en bensíndrifnir bílar komu til sög- unnar og lengi framan af héldu þeir sínum hlut í samkeppninni. Árið 1900 voru um 8 þúsund bíl- ar í Bandaríkjunum þar af voru tveir af hverjum fimm drifnir áfram með rafmagni. Vegna fjöldaframleiðslu og lækkaðs verðs á bílum með bensínvél hurfu rafbílar nánast af sjónar- sviðinu snemma á þessari öld. HVAÐ ER RAFBÍLL? Til þessa hafa flestir rafbílar verið þannig til komnir að venjulegum bflum hefur verið breytt í rafbfla. Ytra útlit breytist ekkert. Settur er rafmótor í stað bensín- eða dísilvélar. Drif-, hemla-, stýris- og hjólabúnaður er venjulega óbreyttur. Gírkassi er ým- ist látinn halda sér eða hann einfaldað- ur. Rafgeymum er komið fyrir ásamt búnaði til þess að stjórna rafmótorn- um og rafstraumnum til hans frá geymunum. Rafbflar eru oft með inni- byggt hleðslutæki þannig að hægt er að hlaða geymana nánast í hverju húsi þar sem rafmagn er til staðar. Þar sem hefðbundinnar vélar nýtur ekki við verður að hita farþegarýmið með sérstakri miðstöð (bensínmiðstöð) sem er sett í bflinn. Vegna rafgeym- anna verður rafbfll mun þyngri en samsvarandi bensínbfll. Algengt er að bflar þyngist um 400 til 700 kg við þessar breytingar. Hámarkshraði er oft á bilinu 60 til 100 km á klst. Viðbragð rafbíls er ekki mikið en þó nægilegt í venjulegum akstri. VANDAMÁLIÐ ER RAFGEYMIRINN Víða um heim er áhugi á rafknúnum bflum en það sem hamlar almennri notkun þeirra er það að enn hefur ekki fundist nógu hagkvæm leið til þess að geyma raforkuna innanborðs. Blýrafgeymirinn, sem brátt er að verða 120 ára og alþekktur í öllum bflum, er ennþá sú gerð rafgeyma sem er allsráðandi í rafbflum og öðr- um rafknúnum ökutækjum svo sem lyfturum. Hið lága orkuinnihald blý- geymisins miðað við þyngd hans hef- ur það í för með sér að aðeins er hægt að aka tiltölulega stuttar vegalengdir á hverri hleðslu. Auk þess eru blý- geymarnir frekar dýrir í rekstri. Oðru hverju koma fregnir um að þess sé nú skammt að bíða að ný gerð rafgeyma komi á markað sem geri notkun raf- bfla þar með almenna. Enn sem kom- ið er hefur þetta ekki orðið. Afleiðing- in er sú að rafbflar eru ekki í neinni umtalsverðri notkun í samanburði við bensín- eða dísilbfla. Vegna vaxandi mengunar og hins háa olíuverðs und- anfarin ár hefur áhugi á rafbflum vakn- að að nýju og vonast er til að rafbflar verði í það minnsta að hluta til endan- leg lausn umræddra vandamála. KOSTIR RAFBÍLA Kostir rafbfla eru þónokkrir og ber fyrst að nefna að rafbflar valda engri loftmengun og hávaði er lítill. Nýting orkunnar er mjög góð í rafbflum. í bensínvélum er orkunýtingin aðeins um 30 prósent og 40 prósent í dísil- vélum. Aksturseiginleikar eru mjög góðir og nýtast sérstaklega vel í snjó og slæmri færð vegna hins jafna átaks sem rafmótorinn gefur. Með notkun rafbfla hér á landi yrði um að ræða 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.