Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 62

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 62
 ERLENT DONALD TRUMP - FERTUGUR MILUARÐAMÆRINGUR: „AUÐGAÐIST Á ÞVÍ AÐ FINNA DÝRGRIPI í RUSLAKISTUNNI" Donald Trump heitir einn af athyglisverðustsu auðjöfr- um síðari ára. Hann er aðeins 42ja ára gamall, fæddur 14. júní 1946 í New York. Tvíveg- is á þessu ári hefur hann komið öllum fjármálamönn- um Bandaríkjanna á óvart. í mars í vor keypti hann hið fræga Plaza hótel á Manhatt- an fyrir 400 milljónir dollara og fyrir fáum vikum keypti hann „skutludeild“ Eastern flugfélagsins, sem annast ferðir á klukkustundarfresti milli New York og Washing- ton annars vegar og New York og Boston hins vegar, fyrir 365 milljónir dollara á borðið. I kaupunum fylgja 17 farþegaþotur og Donald Trump segist ætla að gera þetta flugfélag að fyrirmynd allra flugfélaga. MILUARÐAMÆRINGUR 42JA ÁRA Donald Trump á nú eignir sem metnar eru á einn milljarð dollara. Þann auð hefur hann skapað á fáum árum með því að „finna dýrgripi f ruslakistunni“ eins og menn hafa orð- að það. Athygli hans beinist að góðum fyrirtækjum, sem hafa dalað m.a. vegna slælegrar stjórnunar. Hann kann þá list að gera tilboð í dýrmætar eignir. Þess vegna kemur hann stöð- ugt á óvart. „Skutludeild" Eastern flugfélags- ins, er eina deild þess, sem skilað hefur arði að undanförnu. Donald Trump telur að þann hagnað megi enn auka. Þegar hann tók við flugrekstr- inum 15. desember ætlaði hann að láta mála allan flugflotann svo hann skeri sig úr, allt starfsliðið fær nýja einkennisbúninga, lúxusinnréttingar verða settar í allar flugvélarnar og þjónusta við farþega verður stór- 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.