Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 69

Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 69
fyrir slíka menn að fá gott starf. En það er varla hægt að hætta í stjórn- málum nema eiga örugga útgönguleið - vissu um að fá tiltekið starf. Menn verða iðulega að gjalda þess að hafa tekið þátt í stjómmálum," sagði ein- staklingur á listanum sem felldur var í starfí á grundvelli stjónmálaskoðanna sinna. „Ósætti er mjög oft ástæða þess að stjómendur hverfa á braut. Það þýðir ekki að vera með titil sem felur í sér framkvæmdavald ef stjórn viðkom- andi fyrirtækis vill síðan hnekkja ákvörðunum valdhafans og heimtar að fara sínar eigin leiðir. Maður þarf að hafa bakhjarl og stuðning til að framkvæma hlutina og það er auðvelt að vinna undir stjórn manna sem hafa vilja og þekkingu á þeirri starfsemi sem um ræðir. En ef þeir hafa hins vegar ekki hundsvit á rekstrinum fer illa fyrir fyrirtækinu. Hvað veit skósmiður eða verkalýðsleiðtogi um bankamál," sagði fyrrum bankastjóri eins bankans í borginni. „Menn eiga alls ekki að vera of lengi í erfiðum stjórnunarstörfum sem krefjast mikillar ábyrgðar. Jafn- vel þótt menn séu við góða heilsu sljóvgast dómgreindin með tímanum og menn verða kærulausir. Þegar menn standa í peningaþvargi allan daginn og stunda störf sem hleypa efri mörkum blóðþrýstingsins upp fyrir 200 nokkrum sinnum á dag eiga menn á hættu að missa geðheilsuna ef þeir sitja of lengi. Þetta eru viðbjóðs- leg störf til lengdar, “ sagði annar fyrr- um bankastjóri. Og við látum fyrrum forstjóra stór- fyrirtækis á íslandi hafa síðasta orðið í þessir umfjöllun en hann lét af störf- um m.a. til að hleypa yngri manni að. „íslensk fyrirtæki hafa flaskað á því að standa ekki nægilega vel að endur- menntun sinna stjórnenda. Það er grundvallaratriði fyrir fyrirtækin að vera sífellt með á nótunum og kynna sér nýjungar á sviði stjómunar. Fyrir- tæki í t.d. sjávaútveginum þurfa í stórauknum mæli að vera vakandi yfir nýjungum og senda sína menn til út- landa á námskeið til að fylgjast með því sem er að gerast í sjávarútvegs- málum. Það er allt of algengt að menn treysti bara á eigið ágæti og reki fyrir- tækin með brjóstvitinu einu saman.“ HVAR ERU ÞEIR NÚ? 1. Agnar Friðriksson: Fyrrum framkvæmdarstjóri Arnarflugs lét af því starfi í árslok 1986. Rekstur fé- lagsins hafði þá verið mjög erfiður um nokkurt skeið. Agnar hafði áður starf- að hjá Landsvirkjun og Heklu hf. Hann var um tíma forseti bæjar- stjórnar í Garðabæ en fór utan í fram- haldsnám á síðasta ári og tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Umbúða- miðstöðinni hf. þann 1. janúar 1989. 2. Axel Kristjánsson: Hann var aðstoðarbankastjóri og aðallögfræð- ingur Útvegsbankans gamla en lét af því starfi vorið 1987 þegar Útvegs- bankinn hf. tók til starfa. Hann er nú lögfræðingur fasteignasölunnar Garðs. 3. Armann Jakobsson: Banka- stjóri Útvegsbankans gamla þar til ár- ið 1984 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Nú ver hann tíma sínum í að nema rússnesku og bókmenntir. 4. Armann Reynisson: For- stjóri Ávöxtunar sf. og í forsvari fyrir fleiri fyrirtæki í tengslum við Ávöxtun sf. þar til það fyrirtæki varð gjald- þrota haustið 1988. Hann er nú for- stöðumaður umboðs- og kynningar- fyrirtækisins Ár hf., sem fjölskylda Armanns setti nýlega á stofn. 5. Bjarni Guðbjörnsson: Bankastjóri Útvegsbankans gamla þar til árið 1983. Hann átti um skeið sæti á Alþingi, sat í stjórn Barkar hf. allt til ársins 1987 en er kominn á eftirlaunaaldur og fæst nú eingöngu við hugðarefni sín. 6. Björgólfur Guðmundsson: Forstjóri Hafskips hf. þar til félagið varð gjaldþrota í desember 1985. Áður var Björgólfur framkvæmda- stjóri Dósaverksmiðjunnar. Frá árinu 1986 hefur hann að mestu dvalið er- lendis, m.a. í Danmörku þar sem hann á aðild að rekstri meðferðar- stofnunar fyrir áfengissjúklinga, Von Veritas. 7. Björgvin Guðmundsson: Framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur í rúmt ár eða frá árinu 1982 til ársloka 1983. Hann átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Al- þýðuflokkinn í tólf ár og var borgar- Bjarni Guðbjörns- son. Björgólfur Guð- mundsson. Björgvin Guðmunds- son. Einar S.M. Sveins- son. r JK ' ■ m Agnar Friðriksson. Axel Kristjánsson. Ármann Jakobsson. Ármann Reynisson. 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.