Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 70

Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 70
FÓLK ráðsmaður á árunum 1978-1982, þar af formaður ráðsins í eitt ár. Hann vann í viðskiptaráðuneytinu í um 17 ár og var skrifstofustjóri þar á árunum 1970-1981. Allt til ársins 1982 átti hann sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir hönd Alþýðuflokksins. Frá árinu 1984 hefur Björgvin verið framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki sem ber heitið Islenskur nýíiskur. (Sjá viðtal) 8. Einar S. M. Sveinsson: Hann var framkvæmdastjóri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur en hætti á sama tíma og Björgvin Guðmundsson (nr.7). Einar var áður framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, framkvæmdastjóri hjá Þormóði Ramma hf. og er nú stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri Sjólastöðvarinnar hf. Árið 1986 tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra Fiskmarkaðs Hafnar- fjarðar hf. Eíríkur Briem. Eyjólfur ísfeld Eyj- ólfsson. Eysteinn Helgason. Erlendur Einarsson. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON: FRAMTÍÐARSTARFIÐ ENTIST MÉR AÐEINS í EITT ÁR í langan tíma var Björgvin Guð- mundsson, viðskiptafræðingur, áber- andi maður í íslenksu þjóðlífi. Hann var fulltrúi í borgarstjórn fyrir hönd Alþýðuflokksins í um 12 ár og var lengi fyrsti maður á lista flokksins í borgarstjórnarkosningum. Hann sat í borgarráði frá 1978 til '82 og var eitt ár formaður ráðsins. Hann byrjaði snemma að hafa afskipti af stjórnmál- um og var á sínum tíma formaður stúdentaráðs Háskóla íslands og síð- an formaður Sambands ungra jafnað- armanna á árunum 1956-1962. Um leið og hann sat í borgarstjórn var hann skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu eða frá árinu 1970-1981 en hafði starfað hjá ráðuneytinu við önn- ur störf frá árinu 1964. Áður en hann hóf störf hjá ráðuneytinu vann hann við blaðamennsku í 12 ár, bæði hjá Alþýðublaðinu og Vísi. Árið 1982 tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur, B.Ú.R., en lét af því starfi í desember 1983. Síðan eru liðin fimm ár og Björgvin Guðmundsson er horfinn úr sviðsljósinu. Það var ekki hans ákvörðun að hætta hjá B.Ú.R., hann hafði hugsað sér langa framtíð hjá fyrirtækinu. En oft fer öðruvísi en ætlað er og sama aflið og kastaði hon- um fram í sviðsljósið nam hann einnig þaðan á brott — pólitíkin. En gefum honum orðið: „Það urðu mikil umskipti í lífi mínu árið sem ég tók við starfi fram- kvæmdastjóra B.Ú.R. Ég ákvað að hætta alfarið allri stjómmálaþátttöku, láta af störfum hjá ráðuneytinu, eftir margar ára þjónustu, og snúa mér að uppbyggingu viðamikils atvinnufyrir- tækis. Þessi kaflaskipti lögðust vel í mig og ég hlakkaði til að takast á við nýtt verkefni. Ég hafði verið viðloð- andi pólitíkina í 20 ár og þótt stjórn- málavafstrið sé að mörgu leyti skemmtilegt og spennandi er það jafnframt geysilega kerfjandi og tíma- frekt. Um tíma vann ég mestallan sól- arhringinn, í ráðuneytinu, við stjóm- málin og sinnti auk þess nefndarstörf- um og fleiri verkefnum. Þetta var mikið álag og mér fannst tími til kom- inn að fá tækifæri til að leggja alla mína krafta í eitt ákveðið viðfangsefni — B.Ú.R. Sú staða átti að verða punkturinn yfir i-ið í lífi mínu. Ég get ekki neitað því að það tók mig sárt þegar ég þurfti að yfirgefa B.Ú.R. eftir svona stutta viðdvöl. Ég hafði unnið að mikilli uppbyggingu fyrirtækisins og átti frumkvæðið að því að skip, sem síðan hafa reynst bestu aflaskipin, voru smíðuð. Þegar vinstri meirihlutinn tók við stjóm borgarinnar árið 1978 vom uppi há- værar raddir meðal stuðningsmanna flokkanna um að segja þyrfti upp þeim sjálfstæðismönnum sem gegndu ábyrgðarstörfum á vegum borgarinn- ar. Eftir mína reynslu í stjórnarráðinu taldi ég það óhæfa ráðstöfun og svo fór að það var ekki gert. En þetta gerði Davíð þegar hann tók við. Hann 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.