Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 72

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 72
17. Ingvar Sveinsson: Fram- kvæmdastjóri hjá Tögg hf. (Saab-um- boðið) þar til Glóbus tók reksturinn yfir árið 1987. Hann er nú auglýsinga- stjóri Vikunnar. 18. Jón H. Bergs: Forstjóri Slát- urfélags Suðurlands þar til vorið 1988 að hann hætti vegna ágreinings við stjórn félagsins. Hann starfar nú að ýmsum verkefnum, er aðalræðis- maður Kanada á íslandi og hefur tekið að sér ýmis lögfræðistörf, en hann hefur réttindi héraðsdómslögmanns. Hann á sæti í stjórn Eimskips. (Sjá viðtal). 19. Jón Hallsson: Var banka- stjóri Alþýðubankans til ársins 1975. Þá gerðist hann framkvæmdastjóri Sindrastáls hf. og skömmu síðar framkvæmdastjóri hjá Véltaki hf. Ár- ið 1980 tók hann við framkvæmda- stjórastarfi Lífeyrissjóðs Verkfræð- ingafélags Islands og hefur gegnt því síðan. 20. Jón Ingvarsson: Forstjóri ísbjarnarins þar til Bæjarútgerð Reykjavíkur og ísbjörninn sameinuð- ust í Granda hf. Hann er nú í fullu starfi sem stjórnarformaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Jón á auk þess sæti í stjórnum Granda og Eimskips. 21. Jón Júlíusson: Hann var lengi vel framkvæmdastjóri hjá Flug- leiðum en í ágúst árið 1980 lét hann af því starfi. Skömmu síðar hóf hann störf hjá viðskiptaráðuneytinu og sá þar um olíuviðskipti. Nú er hann stað- gengill samstarfsráðherra Norður- landa og stafar hjá utanríkisráðu- neytinu. 22. Jón Sigurðsson: Fram- kvæmdastjóri Miklagarðs til hausts- ins 1988 eða þar til stjónun Mikla- garðs og KRON-verslananna var sameinuð. Hann hefur nýlega tekið við stöðu framkvæmdastjóra Stöðvar 2. (Sjá viðtal). 23. Jónas Rafnar: Hann var bankastjóri Útvegsbankans þar til í júní 1984 er hann hætti sökum aldurs. Jónas hafði áður m.a. átt sæti á Al- þingi. Síðan hann lét af starfi banka- stjóra hefur hann meðal annars verið formaður bankaráðs Seðlabankans eða frá 1. janúar 1985 til 31. desember 1986, en hann hafði áður átt sæti í bankaráðinu. Eins og stendur er hann í Hafnarráði en ver tíma sínum að öðru leyti í að sinna hugðarefnum sín- um og fjölskyldu. 24. Lárus Jónsson: Bankastjóri Útvegsbankans gamla þar til hann var lagður niður 1. maí 1987. Hann hafði áður m.a. átt sæti á Alþingi. Lárus er nú framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. 25. Magnús Magnússon: Stjómarformaður og forstjóri Haf- skips hf. á árunum 1973 til 1979 en þá lét hann af störfum eftir talsverð átök innan félagsins. Fyrir nokkrum árum gerðist hann innflytjandi til Bandaríkj- anna. 26. Martin Pedersen: Hann var framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum en líkt og gerðist með Jón Júlíusson (sjá nr. 21) hvarf hann úr þeim stóli í ágúst 1980. Hann setti þá á stofn eigin heildverslun sem ber nú heitið Foss- tak hf. 27. Ólafur Helgason: Hann var bankastjóri Útvegsbankans þar til 1. maí 1987 er bankanum var breytt í Framleiðendur, innflytjendur, pökkunar-, dreifingar- og umboðsaðilar! Athygli er vakin á nýsamþykktum reglum varöandi umbúöamerkingar og aukefni: 1. Reglugerö nr. 408/1988 um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aörar neysluvörur. 2. Reglugerð nr. 409/1988 um aukefni í matvælum og öörum neyslu- vörum. 3. Listi yfiraukefni, sem heimilt er að nota í matvæli og aðrar neysluvörur (aukefnalisti). Heilbrigðiseftirlitið hvetur alla ofangreinda aðila til að kynna sér vandlega ákvæði þessara reglugerða, en sérprentun þeirra fæst á skrifstofu eftirlitsins að Drápuhlíð 14. Nánari upplýsingar veita starfsmenn eftirlitsins. Heilbrigðiseftirlít Reykjavíkur 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.