Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 18
FORSIÐUGREIN erfitt fyrir hann að ná þessu markmiði á þessum tíma nema ná inn auknu hlutafé og lækka skuldirnar. Orð Óla urðu auðvitað fyrst og fremst fleyg vegna þess að ástæða þess að hann hélt blaðamannafundinn var sú að Landsbankinn hafði neitað honum um frekari lán og ætlaði jafn- framt að herða á innheimtunni. Á fundinum afhenti Óli bréf frá Lands- bankanum þar sem honum var tilkynnt að bankinn myndi hvorki opna nýjar bankaábyrgð- ir né hafa milligöngu um útveg- un erlendra lána fyrir olíuförm- um — nema gerðar yrðu ráð- stafanir sem treystu fjárhag og stjómun félagsins þannig að staða þess gæti orðið viðun- andi. Þama virtist Óli vera mál- aður út í hom. Allir í viðskiptalíf- inu töldu að þar með væru dagar Olís taldir, enda erfitt að starf- rækja fyrirtækið ef skrúfað væri fyrir innflutning á olíuförmum. Óli upplýsti jafnframt á fund- inum að beinar skuldir fyrirtæk- isins við Landsbankann væru 840 milljónir króna, auk þess sem bankinn væri í ábyrgðum fyrir um 400 milljónum vegna olíukaupa. Þá skuldaði Olís er- lent lán vegna hlutar félagsins í olíuskipinu Kyndli og næmi það um 140 milljónum. Samtals væru þetta um 1.380 milljónir. Óli tilkynnti jafn- framt að vanskil hans í bankanum væru um 134 milljónir. Takið eftir að síðar, þegar Texaco keypti sig inn í bankinn tilkynnti Óla um stöðvun lána svaraði Óli fyrir sig og greiddi ekki olíufarma sem bankinn var í ábyrgð- um fyrir. Hann lét því erlend lán falla á bankann. Þar með ruku vanskil Olís við Landsbankann upp og námu hátt á fimmta hundrað milljónum um tíma. En Óli var baráttuglaður. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuflokksins, Sölugengi Gengi ■1% -3% 37% 92 Sölugengi hlutabréfa í Olís frá byrjun ársins 1991. Raunávöxtun Olís var 37% á síðasta ári en hlutabréf ruku þá almennt upp á markaðn- um eftir mögur ár þar á undan. var svo danski Privatbanken sem opnaði ábyrgðir á næsta farmi þar á eftir. Framtíð Olís var afar óviss á þess- um tíma, í janúar 1989. Þetta stóð tæpt. Mikið var fundað á æðstu stöð- um um fyrirtækið í þessum janúar- mánuði. Þannig mun Óli hafa setið fund með ráðherrunum Jóni Baldvin Hannibalssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni mánudaginn 30. jan- úar 1989. Þessi fundur gekk meðal annars undir nafninu „Herráðsfundurinn“. Auk þeirra sátu fundinn bankaráðs- formaðurinn Eyjólfur K. Sigur- jónsson, fulltrúi Alþýðuflokks- ins í bankaráði Landsbankans, og Lúðvík heitinn Jósefsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans. Þess má geta að Óli var Alþýðu- flokksmaður, krati. Og frum- kvöðull og fyrsti forstjóri Olíu- verslunar Islands, Oh's, var raunar Héðinn Valdimarsson, foringi Alþýðuflokksins á árum áður. Jón Baldvin hafði ekki gleymt þeim sögulegu tengsl- um. Strengurinn við minningu Héðins var sterkur. kom Óla til hjálpar á ögurstundu. Fyrir tilstuðlan Jóns Baldvins veitti Alþýðubankinn Olís skyndilega trygg- ingu; opnaði ábyrgðir. Þannig sneiddi Olís hjá Landsbankanum. Þetta hékk hins vegar á bláþræði. Rússar, sem Olísmálið var orðið mikið vandræðamái hjá Landsbankanum löngu fyrir komu Óla Kr. Sigurðssonar. í raun keyptu Óli og Gunnþórunn illa statt fyrirtæki á lágu verði, komu skikki á það, björguðu því fyrir horn og rifu það síðan upp. Þau gerðu verðlitla eign að mjög verðmætri með mikilli útsjónarsemi. Það var mikil og erfið vinna — en ábatasöm. fyrirtækið, kom það með hlutafé upp á um 153 milljónir króna. JÓN BALDVIN HJÁLPAÐI ÓLA Á ÖGURSTUNDU Darraðardansinn hófst. Eftir að seldu olíu, neituðu öllum á óvart að viðurkenna Alþýðubankann og sögð- ust aðeins taka gildar ábyrgðir frá rík- isbönkunum tveimur og Útvegsbanka íslands hf. Það varð úr að Útvegs- bankinn gekk í ábyrgð fyrir Olís. Það HLUTUR SUNDS LITILS VIRÐI EF 0LÍS HEFÐISTÖÐVAST Ef fyrirtækið hefði stöðvast á þess- um tíma hefði Landsbankinn náð yfir- ráðum yfir félaginu. Hann hefði getað krafist gjaldþrots eða skikkað Óla til að selja fyrirtækið. Hverjir hefðu keypt? Engir aðrir en Olíufélagið eða Skeljungur. Þessi félög hefðu slegist um félagið. Og þá hefði íslenska þjóð- in ekki lesið fréttir á dögunum um milljarðasölu Sunds hf. á hlutnum í Olís — og þessi fréttaskýring ekki verið skrifuð. Þrátt fyrir að Alþýðubankinn, Út- vegsbankinn og Privatbanken í Dan- mörku hefðu veitt Olís hjálp var björninn ekki unninn. Landsbankinn gerði harða hríð að Olís fram eftir sumri 1989. Áðurnefnd krafa bankans um kyrrsetningu, sem ekki fékkst í gegn, var til dæmis tekin fyrir 20. júní 1989. Þetta var mikið málþóf um tíma. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.