Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 19
Sigurvegarinn Óli Kr. Sigurðsson, heitinn, tyllir sér hér niður á toppi olíutanks. Ef Sund hefði selt hlut sinn í Olís
sumarið 1990, en hann var þá aðeins stærri en sá sem seldur var á dögunum, hefðu að minnsta kosti fengist 550
milljónir króna fyrir hann.
SIGURLEIKUR ÓLA VAR AÐ FÁ
TEXACOINN í FYRIRTÆKIÐ
En Óli stýrði fleyinu á milli skers og
báru. Hann lék hvern varnarleikinn af
öðrum á skákborðinu. Einn leikur
hans í skákinni réð hins vegar úrslit-
um, gaf honum mikið sóknarfæri á
kóngsvæng, svo notað sé áfram lík-
ingamál úr skákinni; honum tókst að
fá T exaco í Danmörku til að koma inn í
fyrirtækið með 153 milljóna hlut, sem
var í kringum 3 milljónir dollara á þeim
tíma.
Innkoma Texaco réð úrslitum í
tvennum skilningi. Hægt var að
lækka skuldir félagsins við Lands-
bankann og koma málum þar á hreint.
Vendipunkturinn var ekki síður sá að
með Texaco hafði Olís öðlast það
traust sem þurfti. Óli hafði bjargað
fyrirtækinu fyrir horn. Landsbankinn
og Oh's voru komin í sátt.
Ævintýrinu var hins vegar hvergi
lokið. Aðeins ári eftir að Landsbank-
inn var næstum búinn að negla Ok's
með kröfu um kyrrsetningu hjá borg-
arfógeta fór fram 157 milljóna króna
hlutafjárútboð Ok's á vegum Lands-
bréfa, verðbréfafyrirtækis Lands-
bankans. Utboðið fór fram í þremur
skömmtum; 50, 50 og 57 milljónum
að nafnvirði. Fyrsti dagur hlutafjárút-
boðsins var fimmtudaginn 21. júní
1990. Þegar opnað var um morguninn
varð ljóst að snarvitlaust yrði að gera
19