Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 24

Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 24
UMHVERFISMAL KRÖFUR VIÐSKIPTAVINA. Það eru einmitt kröfur viðskiptavina sem munu ráða úrslitum í framtíðinni um umhverfisvernd fyrirtækja og fólks. Eftir því sem markaðurinn krefst meiri umhverfisverndar því meira vægi fær hún. Gamla lögmálið um framboð og eftirspurn mun því ráða úrslitum á þessu sviði sem öðrum í atvinnulífinu. væru einnig til þess að gera litlar bor- ið saman við önnur Norðurlönd. Guðjón sagði ennfremur að kröfur stjórnvalda færu vaxandi og fjöldi um- hverfiskerfa, gæðakerfa og ýmissa stjórnkerfa væri mikill. „Þegar grannt er skoðað er markmið allra þessara kerfa það sama. Markmiðið er að gera rekstur fyrirtækjanna sem bestan, draga úr sóun og auka verð- mætasköpun og innleiða stjómhætti sem byggjast á því að yfirmenn fyrir- tækjanna geri sér grein fyrir öllum áhrifaþáttum í framleiðslunni." Þrátt fyrir að þeim stjórnendum fjölgi, sem sýni umhverfisvemd áhuga, telur Guðjón að meginþorri ís- lenskra stjórnenda sýni umhverfis- málum alltof lítinn áhuga og sérstak- lega vanti þá frumkvæði að því að heijast handa. HINN DÆMIGERÐISTJÓRNANDI SÉR ENN EKKIMARKAÐSMÖGULEIKA UMHVERFISSTJÓRNUNAR „Eg tel að íslendingar séu stutt á veg komnir í umhverfisvernd. Það ríkir enn of mikill steinaldarhugsunar- háttur í þessum málum, bæði hjá al- menningi og stjórnendum í fyrirtækj- um. Það vantar mikið á að hinn dæmi- gerði stjórnandi sjái markaðsmögu- leika umhverfisvemdar. Þeir eru miklir og munu aukast til muna á næstu árum, fyrst og fremst vegna þrýstings frá erlendum kaupendum." En hvers vegna umhverfisvernd um allan heim? Ut frá hreinum sjónar- miðum viðskipta er Ijóst að rányrkja á auðlindum jarðar setur hagvexti næstu áratuga mjög þröngar skorður. Þegar hefur íslenskt atvinnulíf orðið fyrir barðinu á rányrkju á fiskimið- unum í kringum landið á undanförnum tveimur áratugum. Afleiðingin er skert veiði, minni þjóðarframleiðsla og skert lífskjör. Við blasir hrun ís- lensks atvinnulífs ef sú rányrkja held- ur áfram, ef veitt verður meira en vísindamenn leggja til. Ef horft er til allra íbúa jarðarinnar er ástæða umhverfisverndar þessi: Mengun og ágangur af mannavöldum er að stefna öllu lífríki jarðar í hættu. Eyðing ósonlagsins er lífi hættuleg. Eiturefni, sem úrgangur iðnaðar- framleiðslu, fmnast víða í náttúrunni og þúsundir deyja vegna neyslu á ódrykkjarhæfu vatni eða vegna vatnsskorts. Sex milljónir hektara verða að eyðimörk á ári hverju (rúm- lega hálft ísland) og eru helstu orsak- irnar skógarhögg (30%) og ofbeit (35%). Regnskógar jarðar, sem eru mikilvægir vegna framleiðslu súrefn- is, eru að eyðast. Víða er rányrkja; of mikil veiði, akuryrkja eða hráefnisöfl- un sem leiðir til mikils vanda. Og enn er endumýting hráefnis og úrgangs aðeins lítið brot af framleiðslu í heim- inum. BARÁTTA OLÍS 0G SKEUUNGS UM UMHVERFISVERND Nokkur fyrirtæki á íslandi hafa tek- ið inn umhverfisvernd í markaðssetn- ingu sína - sem og stefnumörkun - og kynnt hana í auglýsingum. Barátta ol- íufélaganna, Olís og Skeljungs, hefur verið hvað íyrirferðarmest í fjölmiðl- um og hefur þeim báðum orðið nokk- uð ágengt í að gera ímynd sína um- hverfisvæna. Þannig lenti Olís nýlega í efsta sæti í viðhorfskönnun þar sem spurt var hvaða fyrirtæki á íslandi væri umhverfisvænast. Umhverfisbarátta Oks og Skelj- ungs í auglýsingum hófst fyrir nokkr- um árum þegar Olís reið á vaðið með því að láta hluta af sölu bensíns renna til Landgræðslunnar. Félagið tók upp slagorðið Græðum landið með Olís. Það hefur fest sig í sessi. Skeljungur svaraði fljót- lega fyrir sig og og ákvað að verja hluta af bensín- sölu sinni til styrktar skóg- rækt á íslandi. Slagorð Skeljungs er einnig orðið afar þekkt en það er ein- faldlega: Skógrækt með Skeljungi. Síðan hafa bæði fyrirtækin greitt nokkra tugi milljóna til land- græðslu og skógræktar. Meginstarf olíufélag- anna þriggja í umhverfis- vernd er þó á sviði forv- arnarstarfs hjá þeim sjálf- um. Þau vinna öll eftir ströngum öryggisreglum til að koma í veg fyrir STEFNUMÓTUN FYRIRTÆKJA Á SVIÐIUMHVERFISMÁLA Nokkur fyrirtæki hafa nú þegar mótað sér stefnu á sviði umhverfismála. í flestum tilfellum miðast sú stefna við að uppfylla eftirtalda þætti: 1. Uppfylla kröfur sem löggjafinn gerir með lögum og reglugerðum. 2. Ná sem bestum árangri í nýtingu allra aðfanga, stunda endurnýtingu eftir því sem kostur er og taka þátt í endurvinnslu. 3. Flokka úrgangsefni og leitast við að draga úr notkun efna sem eru skaðleg fyrir umhverfið á öllum sviðum verðmætasköpunar. 4. Sleppa eins litlu magni og mögulegt er af skaðlegum efnum út í umhverfið. 5. Stunda rannsóknir á sviði umhverfismála og taka í notkun nýja tækni sem dregur úr skaðlegum áhrifum á umhverfið. 6. Nota sem mest af umhverfisvænni orku og fullnýta orku en sóa henni ekki. 7. Taka þátt í og styðja málefnalega umræðu um umhverfismál og upplýsa um starfsemi fýrirtækisins á sviði umhverfismála. (Ur erindi Páls Kr. Pálssonar, framkvæmdastjóra Sólar á umhverfisráðstefnu). 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.