Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 29

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 29
Staðlar umhverfisstjórnunar: STÓRKOSTLEGT MARKAÐSTÆKI — segir Guðjón Jónsson, deildarstjóri hjá Iðntæknistofnun jafnt matvælum sem almennum iðn- aðarvörum. Góður vitnisburður þeirra ýtir jafnframt undir komu enn fleiri erlendra ferðamanna. En fallið getur Kka verið nokkurt ef umhverfisvernd er ekki raunverulega á bak við merkið. Umpólun er hröð. Imynda má sér að verið sé að mark- aðssetja hreint kjöt. Síðan birtist mynd í víðlesnu erlendu blaði af belju fyrir utan fjós að sleikja gamlan raf- geymi skammt frá einhverju gömlu bflflaki. Eða að mynd birtist af brennslu sorps í skurði við hliðina á túninu þar sem beljurnar eru að bíta. Mestu skiptir að það er að kvikna ljós hjá mörgum stjórnendum ís- lenskra fyrirtækja. Þegar eru nokkur fyrirtæki farin að láta þessi mál til sín taka af alvöru. Því miður eru þau enn of fá. Vonandi verða hins vegar marg- ar giftingar á næstu árum, mörg „kaþ- ólsk hjónabönd“ fyrirtækja og um- hverfis. „Á undanförnum árum hafa ís- lenskir stjómendur heyrt mikið um gæðastaðla í ISO 9000 röðinni. Þeir tryggja kaupendum að varan sé alltaf eins, að hún breytist ekki á milli send- inga. En í sumar koma fram á sjónar- sviðið í Evrópu sérstakir staðlar um- hverfisstjórnunar í ISO 14000 röð- inni. Þeir eru ekki síður forvitnilegir. Þeir munu tryggja að vara komi úr viðurkenndu umhverfi, að fyrirtæki, sem selur vöruna, uppfylli ákveðna umhveríisvernd samkvæmt stöðlun- um. Staðlar umhverfisstjórnunar geta verið lífsspursmál fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í framtíðinni og einstaklega gott markaðstæki. Samband staðla gæða og umhverf- isstjórnunar verður örugglega náið í framtíðinni. Gæðastaðlarnir hafa blómstrað í viðskiptum í Evrópu á undanförnum árum og fjöldi fyrir- tækja í Evrópu, sem hefur tekið þá upp, hefur margfaldast á síðustu ár- um. Sömuleiðis hefur þeim snarfjölg- að í Japan en Japanir ætluðu raunar aldrei að taka þá upp þar sem þeir eiga sinn fyrirtækjabrag sem tengdur er Taktu þátt í átaki sem skilar árangri til framtíðar GRÆÐUM toii LANDIÐ MEÐ 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.