Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 30

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 30
UMHVERFISMAL UM KAUPANDA SEM GEKK ÚT. Tökum lítið dæmi um mikilvægi umhverfisstjórnunar. Ég heyrði af erlendum rækjukaupanda sem kom til íslands fyrir nokkrum árum til að gera samninga um kaup á rækju. Þegar hann kom í rækjuvinnsluna byrjaði hann á að leggjast á gólfið og taka handfylli af rækjuskel upp úr frárennslinu. Viðbrögð hans voru þau að hann gekk út og sagðist ekki skipta við svona fyrirtæki. gæðum. En hrein og klár sjónarmið viðskipta hafa ýtt á Japani að taka staðlana upp. A Islandi hefur þrónun- in hins vegar verið fremur hæg. Hjá íslenskum útflutningsfyrir- tækjum, fiskvinnslufyrirtækjum, eru fyrst og fremst gæðakerfi sem við Islendingar höfum sjálfir byggt upp. Þess vegna er hvatningin hér á landi til að taka upp gæðastaðla í fram- leiðsluiðnaði fremur lítil þar sem al- menn iðnfyrirtæki flytja lítið út. Og á innanlandsmarkaði biðja kaupendur ekki mikið um þessa staðla. En lítum betur á staðlana í umhverfisstjórnun sem koma fram á sjónarsviðið í sumar. Þetta eru staðlar sem verið er að þróa vegna þarfa iðnaðarins í Evrópu. Núna er jafn mikill áhugi á þessum stöðlum um- hverfisstjórnunar og var á sín- um tíma á gæðastöðlum. Fyrsti umhverfisstaðallinn kemur væntanlega út núna í júni, ISO 14001, og verður krosstengdur beint við ISO 9001, gæðastaðalinn. Við stjórnun fyrirtækja verður mjög auðvelt að fara á milli þessara staðla og láta þá vinna saman. ÍSLENDINGAR MEÐ LITLA SÉRSTÖÐU íslendingar standa nú frammi fyrir því að þeir hafa litla sérstöðu og það er ævin- lega hættulegt á markaði. Ef staðlar umhverfisstjómunar ná á næstu 5 eða 10 árum að verða jafn vinsælir og gæðastaðlarnir, og tilvísun í þá verð- ur jafn almenn og í gæðastaðlana í alþjóðlegum viðskiptum, hlýtur fisk- iðnaðurinn að dragast inn í þessi mál, taka upp staðla umhverfisstjórnunar. Það gefur honum mikla möguleika á markaðssetningu. Tökum lítið dæmi um mikilvægi umhverfisstjórnunar. Ég heyrði af erlendum rækjukaup- anda sem kom til íslands fyrir nokkr- um árum til að gera samninga um kaup á rækju. Þegar hann kom í rækj- uvinnsluna byrjaði hann á að leggjast á gólfið og taka handfylli af rækjuskel upp úr frárennslinu. Viðbrögð hans voru þau að hann gekk út og sagðist ekki skipta við svona fyrirtæki. Ef framleiðendur eru með markaða umhverfisstefnu og staðla umhverfis- stjómunar þar sem skilgreint er ná- kvæmlega hvemig úrgangur er með- höndlaður; hvemig eigi að lágmarka hann; að uppfylltar séu kröfur um lög og reglur sem gilda á sviði umhverfis- mála, þá vita erlendir kaupendur ná- kvæmlega hvar þeir standa. Þeir þurfa þá ekki að senda hingað menn til að komast að því hvort þessum mál- um sé fullnægt í fyrirtækjunum. EKKIAÐ BÍÐA EFTIR SKIPUN FRÁ ÚTLENDINGUM Ef þessir staðlar umhverfisstjóm- unar slá í gegn á erlendum mörkuð- um, eins og gæðastaðlamir, verðum við að tileinka okkur þá hér á landi. Hinn alþjóðlegi markaður mun ein- faldlega krefjast þeirra í framtíðinni. í raun eigum við ekki að bíða eftir að erlendi markaðurinn krefjist staðla umhverfisstjómunar. Það á að líta á staðlana sem markaðstækifæri og hefjast þegar handa. Það er klént að þurfa að bjarga málunum á síðustu stundu, þegar markaðurinn segir hingað og ekki lengra, og þurfa í skyndi að uppfylla kröfur kaupenda um umhverfisvemd. Kaupendur framtíðarinnar munu vilja fá að vita hvers konar vöm þeir em að kaupa. Hvemig er með hráefnið sem notað er í hana? Er hún úr endumýjan- legri auðlind? Er tekið tillit til umhverfisvemdar í vinnsluferli vörunnar? Hvað með eyðingu vörunnar eftir notkun? Hvað með umhverfismerkið á vör- unni sem tryggir kaupendum að upplýsingamar um vöruna séu réttar - að þær séu ekki aðeins eigin orð framleiðandans? Þama bíður okkar gott mark- aðstækifæri ef rétt er á málum haldið. Það felst ekki síst íþví að það umhverfi, sem við búum við hér á landi, er hagstætt mat- vælaframleiðslu. Við höfum mjög lágan bakgrunnsstyrk mengunarefna og höfum því alla burði til að framleiða vörur sem hafa mjög lágt innihald aðskota- efna. Til þess að þessi tækifæri nýtist íslenskum fyrirtækjum verðum við þó að gera okkur grein fyrir því að við Islendingar búum í neysluþjóðfélagi þar sem sóun er mjög mikil. Mengun, sem stafar ekki síst af sóun, er því mikil þegar við förum að skoða mengun út ffá íTúaíjölda. Með því að innleiða nýja stjómunarhætti í fyrirtæki - með því að beita stöðlum umhverfisstjómunar - má efla umhverfisvitund almennings hér á landi. Þá eigum við bjarta framtíð sem matvælaframleiðendur,” segir Guðjón Jónsson. Guðjón Jónsson, deildarstjóri umhverfis- og efna- tæknideildar Iðntæknistofnunar: „Ef staðlar um- hverfisstjómunar slá í gegn á erlendum mörkuð- um, eins og gæðastaðlamir, verðum við að tileinka okkur þá hér á landi. Hinn alþjóðlegi markaður mun einfaldlega krefjast þeirra í framtíðinni.“ 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.