Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 33

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 33
Fyrirtækjareglur - forsendur og einkenni fyrirtækisins 1. Er reksturinn einfaldur og skiljanlegur? 2. Hefur fyrirtækið stöðuga rekstrarsögu? 3. Hefur fyrirtækið möguleika til langs tíma litið? Stjórnunarreglur - kostir sem stjórnandi þarf að hafa 1. Eru stjórnendur skynsamir í rekstri? 2. Eru stjórnendur hreinskilnir við hlutahafa? 3. Forðast stjórnendur stofnanalega hugsun? ijármálafyrirtækinu Lloyd, Leith & Sawin í Filadelfíu. Hann er kunnur af skrifum sínum um goðsögnina, Warr- en Buffett. En það hafði hann gert um 10 ára skeið áður en bókin var skrif- uð. UPPBYGGING 0G EFNISTÖK Markmið höfundar með bókinni var að leita svara við spurningunum: Hvert er leyndarmálið að baki hinni miklu velgegni Warrens Buffett? Hvernig hefur honum tekist að gera betur en allar verðbréfavísitölur sem til eru? Warren Buffett hefur verið mjög opinskár um áætlanir sínar um fjárfestingar og aldrei legið á ástæðum velgengni sinnar. Árs- skýrslur Berkshire Hathaway er helsta heimild höfundar, þar sem Warren Buffett hefur alltaf notað þær til að fjalla um fjárfestingar fyrirtækis- ins hvað var gert, af hverju og hvað ætlunin er að gera á komandi fjár- hagsári. Þær eru dýrmæt heimild og heill hafsjór af fróðleik um fjárfest- Hegðun Warrens Buffett þegar kemur að hlutabréfum 1. Geymið bréfin og gleymið markaðnum í langan tíma 2. Reynið ekki að spá í eða hafa áhyggjur af hagkerfinu 3. Látið eins og þið séuð að kaupa fyrirtæki en ekki hlutabréf 4. Veldu viðbótarfyrirtæki og farðu í gegnum skref 1-3 Fjármálareglur - ákvarðanir sem fyrirtæki þarf að viðhalda 1. Leggið áherslu á arðsemi eiginfjár, ekki hagnað á hlutabréf 2. Reiknið sérstaklega „hagnað eigenda" 3. Leitið að fyrirtækjum með mikinn jaðarhagnað 4. Óráðstafaður hagnaður á að koma fram í markaðsvirði Markaðsreglur - ákvarðanir tengdar virðingu fyrirtækisins 1. Hvert er virði fyrirtækisins m.v. ávöxtunarkröfu þína og er hægt að kaupa fyrirtækið ingamöguleika í Bandaríkjunum á hverjum tíma. Hér er á ferðinni ekki aðeins ævi- saga frægasta fjárfestis Bandaríkj- anna heldur nánast leiðbeininga- og kennslubók um hvernig hann hugsar og hegðar sér þegar kemur að fjár- festingum. Bókin gefur lesendum mjög glögga mynd af því sem hann leggur til grundvallar ákvörðunum og er því öllum lesendum gagnleg og sérstaklega fræðandi. Bókin skiptist í 8 kafla og er skemmtilegt sambland af ævi- og reynslusögum Warrens Buffett. Hún skiptist í 4 kafla um manninn sjálfan og hugsunina að baki fjárfestingunum og 4 kaflar fjalla í smáatriðum um ein- staka fjárfestingar. Farið er gaum- gæfilega í fjárfestingakosti á verð- bréfamarkaðnum og hvað eigi að forðast í þeim efnum. STUH KYNNING ÚR BÓKINNI Mikið af tilvitnunum er í bókinni í það sem goðsögnin hefur látið frá sér fara og er gripið niður í sum ummæli hans hér: Warren Buffett heldur þvf fram að fjárfestar verði að vera fjárhagslega og sálfræðilega viðbúnir hinum miklu sveiflum sem verða á gengi hluta- bréfa á hlutabréfamarkaði. Hann seg- ir að ef þú þolir ekki að sjá hlutabréfa- eign þína falla um 50% án þess að fara alveg á taugum þá ættir þú ekki að vera á hlutabréfamarkaði! Hann segir að hlutabréf séu langtíma fjárfesting og skiptir sér ekki af eða kippir sér upp við sveiflur sem verða daglega á markaðnum. „Eftir að hafa keypt hlutabréf í fyrirtæki, sem ég met vænlegt, er mér er alveg sama þótt markaðurinn lokaði í 10 ár. Hann er hvort eð er alltaf lokaður um helgar og það hefur aldrei truflað mig“. Hann hegðar sér allt öðru vísi en spákaupmennirnir á Wall Street og sést það best þegar hann fór að kaupa í stórum stíl hlutabréf í Coca-Cola fyrirtækinu. Hann keypti hlutabréf þar fyrir rúman 1 milljarð þandaríkja- dali á árunum 1988 og 1989, þótt bréf- 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.