Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 51
MOKOLLUR TEKUR ÞÁTT í HM '95 Mókollur Landsbankans er lukkudýr HM ’95 í handbolta. Hann leikur aðal- hlutverkið í 40 sekúnda landkynningarmynd sem sýnd verður á undan hverjum leik í sjónvarpi. Hann mun því kynna land og þjóð frammi fyrir 130 milljónum áhorfenda. legg.“ Að sögn Edvards mun Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn spila stórt hlutverk hvað varðar Lands- bankahlaupið í vor, en þá verður ein- mitt haldið upp á 10 ára afmæli þess. Þá mun Landsbankinn bjóða öllum sem áhuga hafa í sund í Laugardalnum og í heimsókn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn." Á þessu stigi héldu flestir að út- þenslu Mókolls væri lokið en ævin- týrið var rétt að byrja. Framkvæmd- arnefnd HM’95 var nefnilega að leita lukkudýrs fyrir keppnina og þar á bæ voru uppi hugmyndir um álf sem lukkudýr. „Einhverra hluta vegna fréttu þeir af álfinum okkar,“ segir Edvard, „enda gott samstarf á milli HSÍ og Landsbankans. Þegar fram- kvæmdanefndin frétti af hönnunar- og þróunarvinnunni hér óskuðu þeir eftir samstarfi sem var auðfengið, enda hefur Landsbankinn verið einn aðal styrktaraðili HSI undangengin ár. Það varð því úr að Mókollurinn okkar varð lukkudýr HM’95 og þar sem meira er, tákn lands og þjóðar um leið. Það er nefnilega ekki nóg með að Mókollur prýði ýmiss konar minjagripi á HM’95, svo sem könnur, hatta, boli og armbandsúr, hann er líka á öllum veggspjöldum HM’95, auk þess sem hann leikur aðalhlut- verkið í 40 sekúndna langri landkynn- ingarmynd sem sýnd verður á undan hverjum leik í sjónvarpi. Mókollur mun því kynna land og þjóð fyrir 130 milljónum sjónvarpsáhorfenda um all- an heim, — og það munar nú um minna!“ Edvard segir að með hverjum þeim fundi sem hann hafi haldið vegna Mó- kolls hafi hann sannfærst um að Landsbandkinn hafi gert rétt í því að skipta bangsunum út fyrir umferðar- álfinn Mókoll, „því jafnvel virðuleg- ustu menn gleyma mikilvægum fund- arefnum þegar talið berst að Mókolli og fara að segja álfasögur. í hrein- skilni sagt þá átti ég ekki von á svona mikilli álfatrú, þótt ég hafi vitað innst inni að hún væri almenn hér á landi.“ Boltinn heldur áfram að rúlla og Edvard segir að nú sé hann farinn að stíga á bremsuna hvað varðar út- breiðslu Mókolls, „en ýmilsegt er enn ósagt. Eins og til dæmis að Kópa- vogsbær heldur upp á 40 ára afmæli sitt á árinu og 13. maí, meðan á HM’95 stendur, verður mikil hátíð þar sem Mókollur verður í aðalhlut- verki. Efnt verður til mikillar skrúð- göngu og brennu þar sem álfar dansa og ekki færri en eitt hundrað Mókoll- ar dansa þar fyrir Kópavogsbúa og gesti þeirra, innlenda sem erlenda.” Það er því ljóst að Mókollur, sem til SAGANABAK VIÐ HERFERÐINA varð þegar aðstandendur Möguleik- hússins hittust til að semja leikrit urn umferðina fyrir yngstu áhorfendurna, er orðinn að vingjarnlegu tákni fyrir land og þjóð fyrir milligöngu Lands- bankans. Og hver veit nema pabbar og mömmur þessa lands eigi í fram- tíðinni eftir að kyssa Mókoll góða nótt, því saumastofan Ceres hefur þegar leitað eftir leyfi til að sauma Mókolls-náttföt. Já, hugmynd skaut upp kollinum, inenn komu henni í framkvæmd og hver veit nema ævintýrið sé rétt að byrja! 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.