Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 58

Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 58
Einmitt það. En ekki ætla allir þessir 67 að gera uppreisn gegn Kjör- vali? Líklega ekki. Gerum ráð fyrir að af þessum hugsanlegu viðskiptavin- um muni bara 25% hætta að versla í Kjörvali. 25% af 67 eru um það bil 17. Ef við gerum ráð fyrir að þessir 17 versli hver fyrir 5000 krónur á viku er Kjörval að tapa rúmum 4,4 milljónum á ári, eða um 44 milljónum á tíu ára tímabili, vegna þess að frú Fjóla var ævareið þegar hún yfirgaf verslunina. Þótt þessar tölur séu allt að því ógnvænlegar eru þær samt varlega áætlaðar. Dæmigerður viðskiptavin- ur stórmarkaðar eyðir í raun og veru um 10.000 krónum á viku þannig að þessar tölur gætu auðveldlega tvö- faldast við missi eins viðskiptavinar. HVERSU MIKIÐ KOSTAR AÐ AFLA NÝRRA VIÐSKIPTAVINA í STAÐ ÞEIRRA SEM FÓRU? Rannsóknir á þjónustu við við- skiptavini sýna að það KOSTAR UM SEX SINNUM MEIRA AÐ AFLA NÝRRA VIÐSKIPTAVINA (aðallega auglýsinga- og kynningarkostnaður) EN AÐ HALDA ÞEIM SEM FYRIR ERU (þá felst kostnaðurinn meðal annars í afsláttarkjörum, prufum og skilaþjónustu). í einni rannsókninni var kostnaðurinn við að halda við- skiptavini ánægðum talinn vera um 1.500 krónur á meðan það var talið kosta rúmar 8.000 krónur að ná í nýj- an. Ef við lítum sem snöggvast aftur á dæmið um hvað það kostar raunveru- lega að missa viðskipti frú Fjólu: Kostnaður við að halda frú Fjólu ánægðri ........ 1.500 kr. Kostnaður við að ná í 17 nýja viðskiptavini .... 136.000 kr. (8.000 á mann) KOSTNAÐUR UPPÁTÆPAR 47 MILUÓNIR Á10 ÁRUM Þannig hljómar kaflinn í bókinni um hinn geigvænlega kostnað við að missa sáróánægðan viðskiptavin. Fyrst eru það 2,6 milljónir Fjólu á tíu árum. Síðan eru það 44 milljónirnar á tíu árum hjá þeim sautján sem fylgja óánægðum viðskiptavini á dyr (Fjólu). Það er samanlagt tap upp á 46,6 milljónir á tíu árum. En sagan er ekki búin. Við bætist „endurnýjunar- kostnaður“ við að afla 17 nýrra við- skiptavina (8.000 kr. x 17) eða 136 þúsund krónur. Að vísu verður að draga frá útlagðan kostnað við að halda viðskiptavinunum. I bókinni segir að þessir útreikn- ingar séu einungis til að fá þig til að íhuga bylguáhrif óánægðra viðskipta- vina. Töluleg nákvæmni sé ekki ábyggileg og skipti heldur ekki öllu máli. Aðalatriðið sé að glataður við- skiptavinur þýði fjárhagslegt tap. Bílamerkingar Skiltagerð - Silkiprentun Segulmerki Plastskilti Gluggamerkingar Límmiðaprentun „Á undanförnum 2 árum hefur Augljós Merking sýnt sig og sannað fyrir Olgerðinni. Þeir hafa með eljusemi og góðri þjónustu tekið að sér alla skiltagerð, bílamerkingar, límmiða- prentun og ýmiss konar sérverkefni fyrir okkur." ýWAj Benedikt Hreinsson Markaösstjóri Ölgeröin Egill Skallagrímsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.