Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 63

Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 63
FOLK HELGA GUÐRÚN JÓNASDÓHIR, ALWÓÐAVERSLUNARRÁÐINU „Alþjóðaverslunarráðið hefur aðsetur í París og á vegum þess eru starfandi rúmlega tuttugu fastanefnd- ir um ýmsa málaflokka sem tengjast alþjóðaverslun, t.d. samkeppnismál, banka- mál, markaðs- og dreifing- armál, skatta- og trygginga- mál, tölvuíjarskipti, glæpi í Eitt af meginhlutverkum ICC er að veita nýjum straumum og stefnum í al- þjóðaviðskiptum til aðildar- landa, ásamt því að gæta viðskiptahagsmuna þeirra. Aðild íslands að þessum al- þjóðlegu samtökum er mik- ilvæg, sér í lagi með hliðsjón af vægi utanríkisviðskipta í I i| L ________ Helga Guðrún Jónasdóttir hætti sem forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins um sl. áramót og tók við starfi framkvæmdastjóra Landsnefndar Alþjóða- verslunarráðsins. „Með aðild íslands að Al- þjóðaverslunarráðinu, ICC, eykst upplýsingastreymi frá hinu alþjóðlega viðskipta- umhverfi til landsins. Það greiðir fyrir milliríkjavið- skiptum og eykur öryggi í þeim, m.a. með því að halda viðskiptalífínu vakandi fyrir þróuninni á alþjóðavettvangi sem og með þrýstingi á stjómvöld um að laga ís- lenskt rekstrarumhverfi að alþjóðlegum stöðlum og reglum,“ segir Helga Guð- rún Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri landsnefndar Alþjóðaverslunarráðsins. Helga Guðrún er 31 árs og varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1982. Hún nam síðan stjómmála- og fjölmiðlafræði við Há- skóla íslands og vann ýmis störf með skólanum. Hún vann hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans, var aðstoð- arfréttamaður á RÚV, stundakennari við Mennta- skólann við Sund og dag- skrárstjóri hjá Miðlun hf. „1990 gerðist ég for- stöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins og gegndi því starfi til sl. ára- móta. Það var lifandi og skemmtilegt starf og óhætt er að fullyrða að ég lærði heilmikið um landbúnað sem reyndist fela miklu meira í sér en bara sauðfjárrækt. TENGIR ÍSLAND VIÐ ALÞJÓÐLEGT VIÐSKIPTAUMHVERFI Landsnefnd Alþjóða- verslunarráðsins var stofn- uð hér á landi fyrir tíu árum og eru fyrirtæki og samtök aðilar að nefndinni en Versl- unarráð íslands þeirra stærst. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR alþjóðlegum viðskiptum, umhverfismálo.m.fl. Einnig er starfandi alþjóðlegur gerðardómstóll á vegum ráðsins og á íslenskur hæstaréttarlögmaður, Sveinn Snorrason, sæti í honum. Islendingar eiga einnig rétt á að taka þátt í nefndastarfi fastanefndanna og hafa gert það. efnahagslífi okkar. Á síðasta ári beitti Landsnefndin sér t.a.m. fyrir því að íslenska bankakerfið tæki upp nýjar reglur um bankaábyrgðir og verkábyrgðir í alþjóðlegum viðskiptum og unnið er að því að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja ýmsa al- þjóðlega sáttmála sem myndu auka stórum öryggi íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum. Stóru málin tengjast síðan umhverfis- málunum, hvernig staðið verði að umhverfissköttum, reglum um svonefnd græn vörumerki o.þ.h., og upp- lýsingatækninni, en sam- runi tölvunnar og símans er að valda gjörbyltingu á sviði alþjóðaviðskipta. Þá eru námskeið, ráðstefnur og málþing fastir liðir í starf- seminni og hafa íslendingar sótt slíka fræðslu fyrir til- stilli Landsnefndarinnar, bæði hér heima og erlend- is.“ ÍSLENSK NÁTTÚRA HEILLANDI Eiginmaður Helgu Guð- rúnar er Kristinn Sigur- bergsson, starfsmaður Rauða krossins, og eiga þau eins árs gamla dóttur. „Ferðalög og útivist eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og við höfum mikið yndi af gönguferðum um óbyggð- ir,“ segir Helga Guðrún um lífið fyrir utan vinnuna. „Mér finnst ekkert betra en að komast út í náttúruna og reyni að komast út úr bæn- um þegar ég get. Ég hef setið í stjóm Landverndar í nokkur ár og reyni þannig að leggja málum náttúruvemd- ar lið. Kvikmyndir, fjölmiðlar, stjórnmál og bóklestur eru einnig mitt áhugasvið og við hjónin erum í briddsklúbbi. Ég tek skorpur í líkams- rækt, stundaði t.d. vegg- tennis um tíma en hef átt erfitt með að bóka fasta tíma í leikfimi því ég get verið á fundum á öllum tímum,“ segir Helga Guðrún. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.