Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 63
FOLK
HELGA GUÐRÚN JÓNASDÓHIR, ALWÓÐAVERSLUNARRÁÐINU
„Alþjóðaverslunarráðið
hefur aðsetur í París og á
vegum þess eru starfandi
rúmlega tuttugu fastanefnd-
ir um ýmsa málaflokka sem
tengjast alþjóðaverslun,
t.d. samkeppnismál, banka-
mál, markaðs- og dreifing-
armál, skatta- og trygginga-
mál, tölvuíjarskipti, glæpi í
Eitt af meginhlutverkum
ICC er að veita nýjum
straumum og stefnum í al-
þjóðaviðskiptum til aðildar-
landa, ásamt því að gæta
viðskiptahagsmuna þeirra.
Aðild íslands að þessum al-
þjóðlegu samtökum er mik-
ilvæg, sér í lagi með hliðsjón
af vægi utanríkisviðskipta í
I i| L
________
Helga Guðrún Jónasdóttir hætti sem forstöðumaður
Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins um sl. áramót og
tók við starfi framkvæmdastjóra Landsnefndar Alþjóða-
verslunarráðsins.
„Með aðild íslands að Al-
þjóðaverslunarráðinu, ICC,
eykst upplýsingastreymi frá
hinu alþjóðlega viðskipta-
umhverfi til landsins. Það
greiðir fyrir milliríkjavið-
skiptum og eykur öryggi í
þeim, m.a. með því að halda
viðskiptalífínu vakandi fyrir
þróuninni á alþjóðavettvangi
sem og með þrýstingi á
stjómvöld um að laga ís-
lenskt rekstrarumhverfi að
alþjóðlegum stöðlum og
reglum,“ segir Helga Guð-
rún Jónasdóttir, fram-
kvæmdastjóri landsnefndar
Alþjóðaverslunarráðsins.
Helga Guðrún er 31 árs
og varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1982.
Hún nam síðan stjómmála-
og fjölmiðlafræði við Há-
skóla íslands og vann ýmis
störf með skólanum. Hún
vann hjá gjaldeyriseftirliti
Seðlabankans, var aðstoð-
arfréttamaður á RÚV,
stundakennari við Mennta-
skólann við Sund og dag-
skrárstjóri hjá Miðlun hf.
„1990 gerðist ég for-
stöðumaður Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins og
gegndi því starfi til sl. ára-
móta. Það var lifandi og
skemmtilegt starf og óhætt
er að fullyrða að ég lærði
heilmikið um landbúnað sem
reyndist fela miklu meira í
sér en bara sauðfjárrækt.
TENGIR ÍSLAND VIÐ
ALÞJÓÐLEGT
VIÐSKIPTAUMHVERFI
Landsnefnd Alþjóða-
verslunarráðsins var stofn-
uð hér á landi fyrir tíu árum
og eru fyrirtæki og samtök
aðilar að nefndinni en Versl-
unarráð íslands þeirra
stærst.
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR
alþjóðlegum viðskiptum,
umhverfismálo.m.fl. Einnig
er starfandi alþjóðlegur
gerðardómstóll á vegum
ráðsins og á íslenskur
hæstaréttarlögmaður,
Sveinn Snorrason, sæti í
honum. Islendingar eiga
einnig rétt á að taka þátt í
nefndastarfi fastanefndanna
og hafa gert það.
efnahagslífi okkar. Á síðasta
ári beitti Landsnefndin sér
t.a.m. fyrir því að íslenska
bankakerfið tæki upp nýjar
reglur um bankaábyrgðir og
verkábyrgðir í alþjóðlegum
viðskiptum og unnið er að
því að fá íslensk stjórnvöld
til að samþykkja ýmsa al-
þjóðlega sáttmála sem
myndu auka stórum öryggi
íslendinga í alþjóðlegum
viðskiptum. Stóru málin
tengjast síðan umhverfis-
málunum, hvernig staðið
verði að umhverfissköttum,
reglum um svonefnd græn
vörumerki o.þ.h., og upp-
lýsingatækninni, en sam-
runi tölvunnar og símans er
að valda gjörbyltingu á sviði
alþjóðaviðskipta. Þá eru
námskeið, ráðstefnur og
málþing fastir liðir í starf-
seminni og hafa íslendingar
sótt slíka fræðslu fyrir til-
stilli Landsnefndarinnar,
bæði hér heima og erlend-
is.“
ÍSLENSK NÁTTÚRA
HEILLANDI
Eiginmaður Helgu Guð-
rúnar er Kristinn Sigur-
bergsson, starfsmaður
Rauða krossins, og eiga þau
eins árs gamla dóttur.
„Ferðalög og útivist eru í
miklu uppáhaldi hjá okkur og
við höfum mikið yndi af
gönguferðum um óbyggð-
ir,“ segir Helga Guðrún um
lífið fyrir utan vinnuna.
„Mér finnst ekkert betra en
að komast út í náttúruna og
reyni að komast út úr bæn-
um þegar ég get. Ég hef
setið í stjóm Landverndar í
nokkur ár og reyni þannig að
leggja málum náttúruvemd-
ar lið.
Kvikmyndir, fjölmiðlar,
stjórnmál og bóklestur eru
einnig mitt áhugasvið og við
hjónin erum í briddsklúbbi.
Ég tek skorpur í líkams-
rækt, stundaði t.d. vegg-
tennis um tíma en hef átt
erfitt með að bóka fasta tíma
í leikfimi því ég get verið á
fundum á öllum tímum,“
segir Helga Guðrún.
63