Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 65
Hann vék því næst að þeim tíma sem stjórnendur nota til að þróa sig í starfi og vitnaði til nýlegrar breskrar könnunar um þetta efni þar sem bom- ir voru saman breskir og japanskir stjórnendur. Úr henni kom forvitnileg niðurstaða. „Könnunin, sem gerð var á námi og öðrum aðgerðum til þróunar stjórn- enda, leiddi í ljós að á sama tíma og Japanir vörðu auknum tíma í að þróa og þroska hæfileika æðri stjómenda drógu Bretar úr þjálfun sinna manna. “ Og ennfremur: „Margt bendir tii þess að íslenskir stjórnendur gefi sér knappan tíma til að byggja sjálfa sig upp. Almenna viðhorfið hér á landi virðist vera að þjálfun, nám og upp- bygging á hæfni sé viðfangsefni nýlið- anna, líkt og í Bretlandi. Eldri stjórn- endur og starfsmenn sitja oft eftir, hugsanlega vegna þess að þeir sjá það sem veikleikamerki að setjast á skólabekk. Kannski er það þeim of mikil áhætta að þróa ný stjómunar- viðhorf og vinnubrögð við lausn vandamála á sama tíma og keppi- nautarnir neyta allra bragða til að ná yfirburðum. Hér er fólgið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki." ÓGNUNIN STAFAR YFIRLEITT EKKIAF SKYNDILEGUM ATBURÐUM Aðalhættan, sem steðjar að fyrir- tækjum ogþjóðfélögum, stafar ekki af skyndilegum atburðum, að sögn Höskuldar, heldur af hægfara, stig- vaxandi ferli sem gerist á löngum tíma. „Menn geta dofnað gagnvart ógnuninni á svipaðan hátt og menn skynja alls ekki þegar loft þyngist í fjölmennum fundarsal með lélegri loftræstingu." Höskuldur tók bandaríska bfla- framleiðendur sem dæmi um fyrir- tæki sem dofnuðu gagnvart ógnun- inni, sofnuðu á verðinum gagnvart keppinautum vegna eigin vissu um að þeir væru bestir og að þeim stafaði ekki hætta af öðrum. Síðan hafa þeir orðið að læra erfiða lexíu; þeim var ógnað án þess að þeir tækju eftir því. Þá vantaði yfirsýnina. ÞEIR í DETROIT LÆRÐU LEXÍU „Bandarísku bflaframleiðendumir í Detroit hafa verið að læra erfiða lexíu undanfarin 35 ár. Arið 1960 áttu þeir bflamarkaðinn vestanhafs. Þeir höfðu mótað sér hugmyndir, huglægt Kkan, um þarfir bandarískra bflakaupenda. Þannig var huglægt líkan General Motors af tilveru sinni eitthvað á þessa leið: A. General Motors starfar við að afla eigendum sínum tekna, ekki að framleiða bfla. B. Bflar eru fýrst og fremst stöðu- tákn. Útlit er þess vegna mikil- vægara en gæði. C. Bandaríski bflamarkaðurinn er einangraður frá öðrum framleið- endum. D. Starfsmenn skipta ekki máli þegar að framleiðni eða gæðum vörunnar kemur. E. Þeir sem koma að framleiðslunni þurfa aðeins að fá upplýsingar um hvað þeir eigi að gera, annað kemur þeim ekkert við. Þessi líkön höfðu virkað mjög vel, sum allt frá því að Ford hóf fram- leiðslu á T-módelinu, og hefðu virkað ágætlega áfram um ókomna tíð ef er- lendir framleiðendur hefðu ekki tekið að sækja inn á markaðinn (með um 4 til 5% 1962). Það var ekki fyrr en upp úr 1980 að bandarísku bflaframleið- endurnir fóru að skoða málin af alvöru en þá voru Japanir með yfir 20% hlut- deild bflamarkaðarins. Svo lengi höfðu líkönin verið „rétt“ að stjórnendurnir voru sér ómeðvit- aðir um þau. Þau voru „sannleikur- inn“ um eðli bflamarkaðarins í Banda- ríkjunum. Líkönin stýrðu ákvarðana- töku þeirra. Þess vegna var orsaka versnandi stöðu á markaðnum leitað alls staðar annars staðar en í þessum grundvallarviðhorfum þeirra. Eftir því sem heimurinn breyttist breikkaði bilið milli „huglægra líkana" stjómendanna í Detroit og raunveru- leikans sem leiddi síðan til dýrra mis- taka. í lok síðasta áratugar voru Bandaríkjamenn aðeins með um 60% af bflamarkaðnum. Með öðmm orðum: Þeir skildu hlutina í samræmi við „huglæga líkan- ið“ en ekki í samræmi við raunveru- lega stöðu. Atburðarás innrásar er- lendra framleiðenda hafði verið of hæg til að menn tækju eftir alvarleika hennar. VILIITIL AÐ VERÐfl STÖÐUGT BETRI Hér hefur aðeins verið fjallað um brot af erindi Höskuldar sem var nokkuð langt. En grípum niður í loka- orð hans: „Þegar fylgst er með gangi mála í fyrirtækjum þá er greinilegt að stjórnendur eru misgóðu sambandi við þann veruleika sem mótar sam- keppnisumhverfið. Næmni fyrir því sem er, innsæi til að sjá samhengi hlutanna, skýr hugmynd um eigin langanir, sýn sem deilt er á virkan hátt með samferðamönnum og vilji til að verða stöðugt betri eru oft í far- teski þeirra sem ná árangri. Því vil ég segja: Lífið er það sem gerist á meðan þú skipuleggur eitthvað annað.“ „Margt bendir til þess að íslenskir stjórnendur gefi sér knappan tíma til að byggja sjálfa sig upp. Almenna viðhorfið hér á landi virðist vera að þjálfun, nám og uppbygging á hæfni sé viðfangsefni nýliðanna, líkt og í Bretlandi. Eldri stjórnendur og starfsmenn sitja oft eftir, hugsanlega vegna þess að þeir sjá það sem veikleikamerki að setjast á skólabekk. “ 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.