Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 66
MARKAÐSMAL I ÞRIÐJU TILRAUN VARÐ HUGMYNDIN AD VERULEIKA Markaðsherferð Sjóvá-Almennra á Stofninum hefurgengið vel Móttökur hafa verið góðar. Og öllum á óvart hefur kynfræðslusíminn komið við sögu D slendingar eru ekki vanir því að fá endurgreiðslur frá trygg- ingafélögum og það er því ekki að undra þótt forráðamenn Sjóvá-Al- mennra trygginga hafi ekki tekið hug- myndinni opnum örmum þegar hún var fyrst kynnt innan félagsins. Þótt endurgreiðsla teljist til nýmæla hér á landi þekkist hún ann- ars staðar og það var einmitt í Dan- mörku sem einn deildarstjóra Sjóvá- Almennra, Ólafur Jón Ingólfsson, kynntist hugmyndinni. „Það var árið 1990 að ég sá auglýsingu í dönsku sjónvarpi frá tryggingafélagi, sem heitir Tryg, þar sem verið var að kynna tryggingakerfi sem byggir á endurgreiðslu, ef tryggingaþeginn hefur verið tjónlaus liðið ár. Mér fannst þetta stórsnjöll hugmynd og fannst eðlilegt að kynna hana fyrir ráðamönnum Sjóvá-Almennra. Þar sem hugmyndin var afar óvenjuleg framsækin fannst mér óráðlegt að kynna hana með orðum einum og hafði því samband við Tryg í Danmörku og bað um að fá sent afrit af auglýsingum þeirra. Það reyndist vera auðsótt mál, enda hafði j Tryg þá nýlega látið útbúa kynningar- efni vegna danskrar markaðsráð- stefnu þar sem þessi herferð þeirra var kynnt.“ GEYMT EN EKKIGLEYMT „Ég fékk þetta kynningarefni sent og kynnti það fyrir mínum mönnum og hugmyndin þótti sniðug. Hins veg- ar var afkoma félagsins á þessum tíma, fyrst eftir sameiningu Sjóvá og Almennra trygginga, frekar slæm og menn ekki tilbúnir til að kosta því til TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON sem þurfti ef þessi hugmynd ætti að verða að veruleika." Þótt hugmyndin um endurgreiðslu hafi ekki náð í gegn var hún geymd en ekki gleymd innan veggja Sjóvá-Al- SAGANABAK VIÐ HERFERÐINA mennra. Ólafur Jón segir að hug- myndin hafi verið endurvakin árið 1992 „og þá gengum við það langt að setja málið í nefnd þar sem nokkrir menn unnu út frá þessari dönsku hug- Þótt endurgreiðsla teljist til nýmæla hér á landi þekkist hún annars staðar og það var einmitt í Danmörku sem einn deildarstjóri Sjóvá-Almennra, Ólafur Jón Ingólfs- son, kynntist hugmyndinni. Það var árið 1990. mynd um „kernekunde", eða „kjama- kúnna“ eins og hugmyndin var kölluð hjá okkur til að byrja með. Nefndin fór yfir grunnþætti hugmyndarinnar og niðurstaðan var sú sama og áður, þetta þótti dýrt. Hugmyndin fékk ekki nægilegan stuðning og nefndin lagðist niður. Síðan fóru forsendur að breytast hjá félaginu. Afkoman batnaði og þá fóru menn að velta því fyrir sér hvort ekki væru komnar forsendur fyrir því að blása rykið af hugmyndinni og skoða hana af fullri alvöru. Þetta mál gerjaðist síðan í nokkurn tíma og fylg- ismönnum hugmyndarinnar fjölgaði. Afkoma félagsins hafði batnað veru- lega að það hafði nú orðið bolmagn til þess að koma þessu í framkvæmd. Stofnaður var vinnuhópur, undir stjórn Viðars Jóhannessonar, gæða- stjóra Sjóvá-Almennra, sem mótaði hugmyndina og lagði grunninn að því sem síðar var kynnt undir heitinu Stofn. „í upphafi voru við þrjú í starfshópnum," segir Viðar, „en þar sem verkefnið bæði vatt upp á sig, auk þess sem ákveðið var að hraða framkvæmd þess, var fjölgað í starfshópnum og þegar mótunarverkinu lauk vorum við orðin sjö í vinnuhópnum, allt starfsfólk markaðs- deildar félagsins.“ Viðar segir að strax í upphafi mótunarvinn- unnar hafi hópur- inn sett sér markmið sem fyrst og fremst beindust að því 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.