Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 70

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 70
STJÓRNUN Heimsókn erlendra viðskiptavina: SVONA ÁTTU AD TAKAÁMÓTI ERLENDUM GESTUM Það er ekki sama hvernig stjórnendur taka á móti erlendum viðskiptavinum. Mistök eru dýrkeypt g geri þetta allt sjálfur. Hringi í hótelið, fínn nokkra veitinga- staði og fer með gestina á Gullfoss og Geysi, „gullhringinn" svonefnda. Þetta verður í góðu lagi. Þetta reddast. Heimsóknin verður góð og ég næ góðum viðskiptasamn- ingi.“ Þetta gæti verið hugsun íslensks stjómanda sem á von á mikilvægum, erlendum viðskiptavinum og hyggst undirbúa komu þeirra. Viðskiptaferð- ir eru mikilvægar og heimsóknum er- lendra gesta til íslenskra fyrirtækja hefur fjölgað í kjölfar aukinna, alþjóð- legra viðskipta. En það er ekki sama hvernig tekið er á móti erlendum viðskiptavinum. Því meira sem fyrirtæki eiga undir heimsókninnni þeim mun mikilvæg- ara er að hún heppnist. Hvert smáatr- iði ferðarinnar skiptir máli. Mistök geta verið dýrkeypt og komið í veg fyrir viðskipti. Ef íslenska fyrirtækið er til dæmis með umboð fyrir erlenda vöru og fær erlenda framleiðandann til landsins er mikilvægt að geta sýnt í verki að það sé hæft til að fara með hans hagsmuni hér á landi. UNDIRBÚÐU KOMUNA í SMÁATRIDUM, GLEYMDU ENGU Þeir, sem þekkja til þessara mála, TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN eru allir sammála um að víða liggja ófyrirséðir pyttir sem auðvelt er að detta í sé undirbúningur heimsóknar- innar lélegur. Hér eru nokkrar gullnar reglur um það hvemig taka eigi á móti erlendum viðskiptavinum. Þær eru byggðar á viðtölum Frjálsrar verslun- ar við fjölda stjómenda, sem vanir eru að taka á móti erlendum viðskiptavin- um, og manna í ferðaþjónustu. Viðskiptaferðir em misumfangs- miklar. Algengast er að þær taki um þrjá daga. Þeir, sem koma oft, dvelja þó yfirleitt skemur. Viðskiptaferðirn- ar spanna allt frá einum gesti, sem kannski staldrar við í einn sólarhring, til hópa sem mæta á ráðstefnur eða alþjóðaþing sem fyrirtækin standa fyrir. Því fleiri útlendingar sem mæta þeim mun stangari undirbúnings krefst móttakan. Heilræðin eru þó þau sömu í öllum tilvikum: Undirbúðu komuna í smáatriðum, gleymdu engu. Þeir stjórnendur, sem standa best að komu erlendra viðskiptavina, eru þeir sem hafa langa og mikla reynslu í að taka á móti útlendingum. Þeir kunna þetta ágætlega. Þeir vita hvað ber að varast. Margir þeirra leita út fyrir fyrirtækið til að undirbúa kom- una. Láta til dæmis ferðaskrifstofur sjá um afmarkaða þætti, eins og bók- EINARSSON anir, hótel, skoðunarferðir, val á mat, staðsetningu funda og þess háttar. LÁTTU FERÐASKRIFSTOFUR BJÓÐA í PAKKANN Fjórar ferðaskrifstofur hafa sérhæft sig í að annast móttöku erlendra við- skiptavina fyrir fyrirtæki. Þær eru: Úrval-Útsýn, Samvinnuferðir-- Landssýn, Ferðaskrifstofa Islands og Ráðstefnur og fundir í Kópavogi. Algengast er að leitað sé til þeirra þegar um hóp erlendra gesta er að ræða. Stjórnandi, sem undirbýr komu er- lendra viðskiptavina til landsins, á fyrst af öllu að spyrja sig hvað hann sjálfur ætli að gera í undirbúningnum og hvað hann ætli að fá aðra til að framkvæma. Hann verður að spyrja sig þessarar spurningar: „Getur það verið að einhver annar en ég geti und- irbúið heimsóknina betur og ódýrar?" í krafti stærðar sinnar ná ferðaskrif- stofur betri kjörum en einstök fyrir- tæki við aðila í ferðaþjónustunni. Það er orðið mjög algengt að stjórnendur skilgreini nákvæmlega hvað þeir vilji og hafi síðan samband við ferðaskrifstofurnar og láti þær bjóða í pakkann. „Gjörið svo vel, hér er pakkinn, hvað bjóðið þið?“ Ekki er síður algengt að stjórnendur segi við ferðaskrifstofurnar: „Hvaða hug- 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.