Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 74

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 74
í viðskiptakvöldverðum spyrja viðskiptavinir mikið um ísland; náttúruna, fossana, menninguna, stjórnmálin, forsetann og svo framvegis. Vertu vel að þér í íslenskri sögu. komið sé aftur upp á hótel skömmu fyrir kvöldmat þannig að hægt sé að fara í bað og dusta af sér ferðarykið og slaka á eftir ævintýri dagsins. Sam- bland af jeppa- og snjósleðaferðum tíðkast mjög um þessar mundir. Gjarnan er þá borðað úti undir beru lofti eða á litlum, óhefðbundnum stöð- um, eins og Nesjavöllum. Kostirnir, sem i boði eru, virðast óendanlegir og stöðugt er verið að brydda upp á nýjungum. Farið er með hópana á Víkingakvöld, á hestaleigur, boðnir eru léttir réttir inni í hlöðum, skálað í hellum og hvaða eina. Uppá- komurnar eru búnar til. Reynt er að gera eitthvað sem stendur almennt ekki til boða. íslenskir stjómendur, sem taka oft á móti erlendum við- skiptavinum, eru alltaf að verða djarf- ari og frumlegri við að bjóða upp á hið óvænta. VERTU ALLTAF STUNDVÍS, EKKERT AKADEMÍSKT KORTÉR Það orð hefur lengi farið af íslend- ingum að þeir séu óstundvísir, meira að segja í viðskiptaferðum þar sem mikið liggur undir. Um það hefur mátt lesa í erlendum bæklingum „að á fs- landi skulir þú ekki búast við því að gestgjafmn þinn komi á réttum tíma“. Þegar tekið er á móti erlendum við- skiptavinum er stundvísi bráðnauð- synleg. Óstundvísi er hreinn og klár dónaskapur. Og það er ekkert sem heitir akademískt kortér í þeim efn- um. Ef gestgjafi skilur við erlendan við- skiptavin á hóteli eftir hádegi og seg- ist ætla að ná í hann aftur klukkan sex verður það að standa. Bannað er að „tefjast aðeins“ og koma klukkan hálf- sjö. A meðan hangir gesturinn í and- dyri hótelsins mjög pirraður. Stund- vísi er einn af grunnpunktunum sem getur skipt sköpum um það hvort heimsókn erlendra viðskiptavina heppnast eða ekki - ber árangur. BÚÐU ÞIG UNDIR UMRÆÐURNAR í VIÐSKIPTAKVÖLDVERÐUNUM Umræðuefni í viðskiptaferðum er eitt af því sem hægt er að búa sig undir. A sjálfum viðskiptafundunum liggur umræðuefnið fyrir en gott er að æfa sig í viðskiptaensku og hafa orðin á ensku á hreinu um ýmsar hagtölur eins og veltu, hagnað, hlutafé, arð- semi eigin fjár, eignir, skuldir og þar 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.