Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 21
■
Einnhelsti vinurÓlafs, GunnarHansson, for-
stjóri Nýherja, fagnar með félaga sínum.
Páll Kr. Pálsson og Ólafur.
Örn Jóhannsson, skrifstofustjóri Morgunblaðsins, ósk-
ar Ólafi til hamingju.
Víglundur Þorsteinsson og Ólafur.
Baldur og Gunnar, fara saman í lax en
það er sport sem Ólafur er nýlega
farinn að stunda og hann fer auk þess í
lax með SH mönnum á hverju sumri.
„Hann kemur til og er vaxandi
veiðimaður," segir Gunnar, bróðir
hans.
Saman fara þeir bræður yíirleitt í
Straumfjarðará, og Laxá í Aðaldal og
Sandá en Gunnar hefur haft forgöngu
um þetta áhugamál og komið Ólafi á
bragðið.
HANS NÁNUSTU VJNIK
Ólafur á fáa trausta vini ' en hans
nánustu vinir frá skólaárunum í
Versló eru Þorsteinn Ingólfsson,
sendiherra í Brussel, og Gunnar
Hansson, forstjóri Nýherja, enþessir
þrír og Már Gunnarsson, starfs-
mannastjóri Flugleiða, voru óaðskilj-
anlegir á skólaárunum og hefur vin-
átta þeirra haldist æ síðan. Þorsteinn
og ólafur voru auk þess í sama
keppnisliði í sundi og þóttu mjög efni-
legir á þessum Verslunarskólaárum.
Þess utan hefm Ólafur einkum sam-
band við bræður sína en til þess er
tekið hve fjölskyldan er samheldin og
nefna má Björn Guðmundsson lækni,
mág Ólafs, en þeim hefur orðið vel til
vina.
ÞÓTTI HARÐUR NÁMSMAÐUR
Á skólaárunum þótti Ólafur Baldur
harður námsmaður sem var vel
skipulagður og gaf sér tíma til þess að
keppa í íþróttum og taka virkan þátt í
félagslífi skólans en hann var m.a. for-
maður fjórðabekkjarráðs svo hann
var snemma mikill félagsmálamaður.
„Við vorum í spilaklúbb saman á
skólaárunum og spiluðum bridge einu
sinni í viku,“ segir Gunnar Hansson,
forstjóri Nýherja. „Klúbburinn hefur
21