Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 75
UTVEGGJAKLÆÐNING
HVERS VEGNA AÐ NOTA
ÚTVEGGJAKLÆÐNINGAR?
Kostirnir við að klæða útveggi eru margir, eins og minna orkutaþ og minni
viðhaldskostnaður. En það er líka ýmisir þyttir sem þarf að varast
Mynd 3. Hús klætt með tirnbri á framhlið en bárujárni á göflum.
vers vegna utanhússklæðn-
ingar? Hvers vegna eigum við
að nota klæðningu utanhúss á
útveggi, er spuming sem brennur á
margra vörum. Svarið við þessari
spurningu er ekki einhlítt og skoðanir
manna eru misjafnar. Kostirnir við að
klæða og einangra útveggi nýbygg-
inga eru margir og má þar m.a. nefna
að minni orka fer í upphitun, þar sem
útveggurinn er laus við kuldabrýr á
skilum gólfplatna og útveggja og er
heitur allt árið.
Ennfremur er viðhaldskostnaður
mun lægri á mörgum klæðningarefn-
um miðað við viðhaldskostnað á
steyptum mannvirkjum. Stofnkostn-
aður er að vísu hærri, en með því að
einangra útveggi að utan og klæða má
m.a. minnka steypuþversnið ogmagn
steypustyrktarstáls, sem vegur þar
þungt á móti.
f flestum dæmum sem við höfum
reiknað er stofnkostnaður svipaður í
samanburði, en viðhalds- og rekstr-
arkostnaður er almennt mun lægri og
til lengri tíma litið er utanhússklæðn-
ing yfirleitt hagkvæmari. Útveggir
eldri bygginga eru oftast klæddir af
vegna grotnunarskemmda í steypu,
eða með orkusparnað í huga.
ÓLOFTRÆSTAR
KLÆÐNINGAR
er oftast talað um loftræstar og óloft-
ræstar klæðningar. Sem dæmi um
óloftræstar klæðningar má m.a.
nefna múrhúðun á einangrun eða
samlokuveggi, en loftræstar klæðn-
ingar eru oftast klæddar með ýmis
konar plötum, t.d. úr áli, stáli, plasti,
jámi eða timbri.
ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR
OGSTEINPRÝÐI
í dag eru tveir aðilar á íslandi, ís-
lenskar Múrvörur hf. og Steinprýði
hf., sem framleiða múrklæðningar.
Múrklæðningar eru settar á eftir upp-
steypu útveggja. Fyrst er steinullar-
einangrun, 80-100 mm þykk, boltuð á
útveggina með múrtöppum, en síðan
er heitsinkhúðað rúðunet fest á tapp-
ana. Eftir að búið er að koma netinu
fyrir er trefjabundinni múrlögun
Við flokkun á útveggjaklæðningum
MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
75