Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 48
MARKAÐUR
Sagan á bak við herferðina:
ÁTIÁN ÓDÝRAR AUGLÝSINGAR
í „GAMALLIM HERFERÐ
Þegar leitað var til stórbóndans og skáldjöfursins Flosa Olafssonar brast
stíflan. Frá honum streymdu maltvísur sem margar geymast í minni fólks
örgum þótti undarlegt að
„gömul“ auglýsingaherferð
skyldi fá viðurkenningu sem
athyglisverðasta auglýsingaherferð
síðasta árs, þegar ímark, íslenski
markaðsklúbburinn, gerði upp aug-
lýsingaárið 1994.
Um er að ræða auglýsingar fyrir
Egils maltöl, sem sýndar hafa verið í
sjónvarpi frá því í janúar 1993,
án þess að fá viðurkenningu
fyrr en nú. Reyndar hafa aug-
lýsingamar verið endumýjað-
ar, þannig að reglulega birtast
nýjar auglýsingar innan sama
þemans, þ.e. íslendingar fara
með ferskeytlu og auglýsa
maltið.
Þessi aðferð við auglýsinga-
gerð, að finna þema sem enda-
laust er hægt að spinna við og
halda ferskleika og frumleika
auglýsinganna, er ekki algeng
hér á landi og á ugglaust sinn
þátt í verðlaunaveitingunni.
En hver var upphaflega hug-
myndin að auglýsingunum og
hvernig þróuðust þær? Gunnlaugur
Þráinsson, einn eigenda auglýsing-
astofunnar Gott fólk, segir að frum-
hugmyndin hafi komið frá Ölgerðinni,
„en hún tók miklum breytingum og
þótt auglýsingamar, sem við höfum
gert, sýnist í fljótu bragði afar líkar
innbyrðis hafa þær tekið breytingum
og þróast.“
Gunnlaugur segir að Ölgerðar-
menn hafi, í tilefni af 80 ára afmæli
Ölgerðarinnar, viljað fá þekkt fólk til
að vitna um ágæti maltölsins sem lifað
TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON
48
hefur með þjóðinni í 80 ár. Þegar við
hófum vinnuna var meira að segja
búið að finna mann sem var rúmlega
níræður og hafði dmkkið malt í 80 ár,
frá fyrstu löguninni!
ÞÁ BRAST STÍFLAN
En fljótlega fjarlægðumst við þessa
hugmynd, sérstaklega þar sem við
vorum ekki hrifin af þeirri einföldu
leið að sýna mynd af þekktum ein-
staklingi og einhvern texta sem segi:
Þetta er Jón Jónsson, hann drekkur
malt. Við vildum leita nýrra leiða og
fljótlega duttum við niður á ferskeytl-
una. Við vorum ánægðir með þá hug-
mynd, enda er ferskeytlan jafn rót-
gróin í þjóðarsálinni og maltið. Það
varð því úr að við leituðum eftir sam-
starfi við þekkt skáld og rithöfund
með hnyttnar maltvísur í huga. En
eftir viku umþóttunartíma hafði hann
samband við okkur að sagði hug-
myndina ekki ganga upp. Andinn vitj-
aði hans ekki og frómt frá sagt sagði
hann að ógerlegt væri að yrkja um
maltölið af einhverju viti.“
Þótt skáldið hefði brugðist vonum
auglýsingafólksins varð það ekki til að
drepa hugmyndina því þau hjá Góðu
fólki vissu um neistann sem lá falinn í
hugmyndasúpunni og gerðu
aðra tilraun. Þá var leitað til
stórbóndans og skáldjöfursins
Flosa Ólafssonar og þá brast
stíflan. Frá Flosa streymdu
maltvísur sem margar hverjar
geymast enn í minni fólks.
Upphaflega stóð til að hefja
maltherferðina fyrir jólin 1992
en Ölgerðarmenn féllu frá
þeirri hugmynd, „þar sem
maltið seldist afar vel fyrir þau
jól og reyndar hefur desember
ávallt verið besti sölumánuður
maltölsins," segir Gunnlaug-
ur. „En við vorum tilbúin með
hugmyndir að herferð og eftir
jólin, í janúar 1993, var Ölgerð-
in tilbúin til að auglýsa og ákveðið var
að fara af stað með herferðina.
Áður en við fórum af stað var malt-
ölið í hægri og rólegri sölu ef jólamán-
uðurinn er undanskilinn. Við vissum
hins vegar að unnt væri að auka sölu
drykkjarins því hann hafði þegar
sannað sig og lifað af miklar þjóðfé-
lagslegar breytingar. Maltið hefur
nefnilega lifað af tvær heimstyrjaldir,
kreppuna, síldina sem kom og fór,
nýsköpunina, 15 ríkisstjómir og alla
forseta lýðveldisins!
Maltöl er vinsæll jóladrykkur. Desember 1993
var mesti sölumánuður maltöls frá upphafi.