Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 28
STJORNUN
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
28
1. VIÐSKIPTAHUGMYNDIN
Fara þarf rækilega ofan í sjálfa
viðskiptahugmyndina og skil-
greina hana. Setja þarf fyrirtækinu
markmið og marka verður ná-
kvæma steöiu.
2. MARKAÐSFORSENDUR
Hveijar eru forsendur þess að
hægt sé að koma með vöru eða
þjónustu fyrirtækis þíns á markað?
Hver eru viðhorfin til vörunnar
eða þjónustunnar?
3. HELSTU KEPPINAUTAR
Skilgreindu nákvæmlega hverj-
ir séu helstu keppinautar fyrirtæk-
isins sem þú hyggst stofna. Hvar
eru keppinautamir sterkastir og
veikastir? Mundu að sérstaða
fyrirtækis þíns er mikilvæg.
4. MARKAÐSRANNSÓKNIR
Fáðu tilboð frá markaðsrann-
sóknafyrirtækjum. Láta kanna
þörf fyrir vöruna hjá væntanlegum
viðskiptavinum. Flokkaðu svörin
eftir aldri, kyni, starfí, tekjum og
lífsstíl svarenda. Skilgreindu
markhópinn vel.
5. MARKAÐURINN
Hversu stór er markaðurinn?
Hversu miklu velta þau fyrirtæki
sem fyrir eru á honum? Er hann
mettaður? Hvað má búast við að
markaðurinn vaxi hratt á næstu ár-
um?
6. MARKHÓPURINN
Reyndu að afla upplýsinga um
markhópa svipaðra fyrirtækja er-
lendis. Hvemig haga þau mark-
aðsstarfi sínu? Hvernig auglýsa
þau? Hvemig beita þau beinni
markaðssetningu og svo framveg-
is?
7. VINNSLA VÖRUNNAR
Hvemig fer vinnsla vörunnar fram?
Skilgreindu ferlið í smáatriðum, allt
frá hráefifisöflun til fullvinnslu vör-
unnar. Ef um þjónustu er að ræða, þá
þarf að skilgreina hvernig hún er innt
af hendi á sem hagkvæmastan hátt.
8. VÖRUMERKIÐ
Hvemig vilt þú láta vörumerkið líta
út? Láttu auglýsingastofur eða teikn-
ara gera tilboð í að hanna merkið?
Vörumerki skipta máli.
9. STAÐARVAL
Skilgreindu nákvæmlega hvar sé
best að hafa fyrirtækið. Það er líka
hægt að láta markaðsrannsóknafyrir-
tæki kanna það. Staðsetning fyrir-
tækja getur skipt sköpum í sumum
atvinnugreinum. í hvaða hverfum er
húsaleigan ódýrust? Hvemig húsa-
leigusamning gera önnur fyrirtæki?
Hægt er að fá húsaleigusamning um
atvinnuhúsnæði hjá Húsnæðisstofn-
un ríkisins.
10. FJÁRMAGNSÁÆTLANIR
Fátt er mikilvægara en að gera ná-
kvæma fjármagnsáætlun í byrjun.
Hverjir vilja koma með fjármagn í
fyrirtækið og hvemig skiptist hluta-
féð? Hversu hátt lán þarf að taka í
byrjun og hver er greiðslubyrðin af
því? Kynntu þér sérstaklega alla fjár-
festingarsjóði sem þjónusta atvinnu-
greinina.
11. STOFNEFNAHAGSREIKNINGUR
Utbúðu stofnefnahagsreikning.
Kjörið er að leita til endurskoðanda
vegna þess. Stofnefnahagsreikningur
og fjármagnsáætlanir eru greinar á
sama meiði.
12. SVARTSÝNISÁÆTLUN
Mjög mikilvægt er að gera svart-
sýnisáætlun í byrjun sem gerir ráð
ÞETTA ÞARFTU AÐ GERA EF
ÞU STOFNAR FYRIRTÆKI
fyrir að allt fari á versta veg. Menn
verða að hafa varadekk þegar lagt er
af stað í langferð. Gerðu líka ráð fyrir
að þú missir áhugann á fyrirtækinu og
viljir selja það eftir smá tíma. Hverjir
eru þá líklegir kaupendur og hvað vilja
þeir borga fyrir fyrirtækið?
13. BJARTSÝNISÁÆTLUN
Gerðu líka bjartsýnisáætlun. Ef
vöxtur fyrirtækisins verður meiri en
þú reiknaðir með þarf að mæta því af
krafti. Ofvexti geta fylgt ýmis vanda-
mál.
14. DU PONT MÓDELIÐ
Du Pont módelið gefur upp af-
kastastig fyrirtækisins. í því eru út-
reikningar um framlegð, hagnað, nýt-
ingu eigna og sölu í krónum talið á
fastafjármuni. Mundu að pælingar um
framlegð og nýtingu eigna skipta sér-
lega miklu máli.
15. STOFNUN HLUTAFÉLAGSINS
Stofnun hlutafélags er tæknilegt
atriði en samt þarf það að vera á
hreinu. Útbúa þarf stofnfundagerð,
stofnsamning, samþykktir og skrá
yfir hluthafa. Hanna þarf og útfylla
hlutabréf. Senda þarf hlutafjármiða til
skattstjóra. Tilkynna þarf stofnun
hlutafélagsins. Senda þarf tilkynningu
til Ríkisskattsstjóra um virðisauka-
skattsstarfsemi sem og tilkynningu
um launagreiðendaskrá vegna stað-
greiðslu. Senda þarf tilkynningu í
Lögbirtingablaðið. Loks þarf að útbúa
prókúruumboð.
16. SKIPURITIÐ
Mjög gott er að gera nákvæmt
skipurit áður en fyrirtækið er stofn-
að. í því eru upplýsingar um stjóm
félagsins, endurskoðanda, ráðgjafa,
framkvæmdastjóra og helstu deildar-
stjóra.
17. STARFSSAMNINGAR
Mikilvægt er að gera skriflega
starfssamninga við helstu starfs-
menn. í þeim verða að vera atriði
eins og um starfssvið, fastan
vinnutíma, yfirvinnu og auðvitað
laun. Útbúa þarf launaseðla í tíma.
Hlutirnir verða að vera í föstum
skorðum.
18. TÖLVUVÆÐING
Tölvur skipa stóran sess í
rekstri flestra fyrirtækja. Einsettu
þér að hafa tölvumálin á hreinu
strax í upphafi varðandi bókhald,
birgðir, launagreiðslur og annað
talnaefni. Helstu upplýsingar um
reksturinn og stöðu hans verða að
vera á hraðbergi - helst á degi
hverjum. Reyndu að hafa ná-
kvæmt uppgjör um reksturinn í lok
hvers mánaðar. Þú þarft að geta
gripið í taumana ef farið er að halla
undan fæti. Leitaðu tilboða í hin
ýmsu tölvukerfi.
19. TRYGGINGAR
Leitaðu tilboða í allar trygging-
ar, eins og ábyrgðatryggingu at-
vinnureksturs, (fastaijármunir),
rekstrarstöðvunartryggingu, inn-
brotsþjófnaðartryggingu, slysa-
tryggingu launþega, sjúkratrygg-
ingu, almenna eignatryggingu
(lausafjármunir) og vatnstjón-
stryggingu.
20. LOKAORÐ
Það er spennandi að stofna
fyrirtæki - en það kostar vinnu.
Það er margt fjallið sem þarf að
yfirstíga. En ekki gleyma heldur
að eftir að fyrirtækið er komið á
koppinn þarf oft að fóma frítíman-
um í vinnuna; vaka og sofa yfir
rekstrinum. Hafðu kjarkinn og
bjartsýnina í farteskinu strax í upp-
hafi. Það hafa þúsundir einstakl-
inga gert víða um heim - og komist
langt á því.
29